Hjálmar lætur af störfum eftir ágreining við stjórn BÍ Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2024 12:08 Hjálmar Jónsson er fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands og þá framkvæmdastjóri. Honum hefur verið sagt upp störfum og er talað um trúnaðarbrest milli hans og stjórnar. vísir/vilhelm Hjálmar Jónsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Honum bauðst að skrifa undir starfslokasamning en hann hafnaði. Hjálmar hefur starfað í rúm tuttugu ár hjá félaginu, sem framkvæmdastjóri frá árinu 2003, en einnig sem formaður á árunum 2010-2021. Hjálmar verður 68 ára eftir fáeina mánuði og mun því, eins og staðan er í dag, hætta og njóta uppsagnarákvæða samkvæmt kjarasamningi. Ekki náðist í Sigríði Dögg Auðunsdóttur formann BÍ til að tjá sig um málið. Hjálmar er hins vegar ómyrkur í máli í frétt mbl.is af málinu en þar vandar hann Sigríði Dögg ekki kveðjurnar. „Ég tel formanninn ekki starfi sínu vaxinn og ég tel heldur ekki að fólk sem hefur ekki hreinan skjöld í fjármálum og gefur ekki skýringar í þeim efnum eigi að vera í forsvari fyrir félag eins og Blaðamannafélag Íslands sem stendur fyrir gildi opinnar og lýðræðislegrar umræðu,” segir Hjálmar í samtali við mbl. Í tilkynningu BÍ er greint frá starfslokum Hjálmars og honum eru þökkuð fyrri störf í þágu félagsins. En þar kemur fram að á undanförnum misserum hafi starfsemi BÍ breyst og hefur stjórn unnið að endurskipulagningu á skrifstofu BÍ sem endurspeglar þessar breytingar. „Hluti af fyrirhuguðum breytingum er ráðning nýs framkvæmdastjóra. Samhliða henni vildi stjórn bjóða núverandi framkvæmdastjóra nýtt starf innan félagsins.“ Sigríður Dögg er núverandi framkvæmdastjóri BÍ en samkvæmt heimildum Vísis hefur samstarf milli hennar og Hjálmars verið afar erfitt undanfarna mánuði.vísir/vilhelm Því hafnaði hins vegar Hjálmar og er talað um trúnaðarbrest, að vantraust ríki milli Hjálmars og stjórnar. Það vekur athygli að frétt birtist á mbl nánast áður en gengið hafði verið frá uppsögninni. En stjórnin stóð einhuga að henni. „Í því ferli hefur hins vegar orðið trúnaðarbrestur á milli stjórnar og framkvæmdastjóra sem stjórn telur að ekki verði leyst úr. Var það niðurstaða stjórnar að ekki væri lengra komist í samstarfi stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra og að nauðsynlegt væri að hann hætti störfum svo tryggja mætti viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins. Þá geti stjórn ekki unnið áfram þau verkefni sem hún hefur sett sér í starfsáætlun við óbreyttar aðstæður,“ segir í tilkynningu á press.is Fjölmiðlar Vistaskipti Stéttarfélög Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Hjálmar hefur starfað í rúm tuttugu ár hjá félaginu, sem framkvæmdastjóri frá árinu 2003, en einnig sem formaður á árunum 2010-2021. Hjálmar verður 68 ára eftir fáeina mánuði og mun því, eins og staðan er í dag, hætta og njóta uppsagnarákvæða samkvæmt kjarasamningi. Ekki náðist í Sigríði Dögg Auðunsdóttur formann BÍ til að tjá sig um málið. Hjálmar er hins vegar ómyrkur í máli í frétt mbl.is af málinu en þar vandar hann Sigríði Dögg ekki kveðjurnar. „Ég tel formanninn ekki starfi sínu vaxinn og ég tel heldur ekki að fólk sem hefur ekki hreinan skjöld í fjármálum og gefur ekki skýringar í þeim efnum eigi að vera í forsvari fyrir félag eins og Blaðamannafélag Íslands sem stendur fyrir gildi opinnar og lýðræðislegrar umræðu,” segir Hjálmar í samtali við mbl. Í tilkynningu BÍ er greint frá starfslokum Hjálmars og honum eru þökkuð fyrri störf í þágu félagsins. En þar kemur fram að á undanförnum misserum hafi starfsemi BÍ breyst og hefur stjórn unnið að endurskipulagningu á skrifstofu BÍ sem endurspeglar þessar breytingar. „Hluti af fyrirhuguðum breytingum er ráðning nýs framkvæmdastjóra. Samhliða henni vildi stjórn bjóða núverandi framkvæmdastjóra nýtt starf innan félagsins.“ Sigríður Dögg er núverandi framkvæmdastjóri BÍ en samkvæmt heimildum Vísis hefur samstarf milli hennar og Hjálmars verið afar erfitt undanfarna mánuði.vísir/vilhelm Því hafnaði hins vegar Hjálmar og er talað um trúnaðarbrest, að vantraust ríki milli Hjálmars og stjórnar. Það vekur athygli að frétt birtist á mbl nánast áður en gengið hafði verið frá uppsögninni. En stjórnin stóð einhuga að henni. „Í því ferli hefur hins vegar orðið trúnaðarbrestur á milli stjórnar og framkvæmdastjóra sem stjórn telur að ekki verði leyst úr. Var það niðurstaða stjórnar að ekki væri lengra komist í samstarfi stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra og að nauðsynlegt væri að hann hætti störfum svo tryggja mætti viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins. Þá geti stjórn ekki unnið áfram þau verkefni sem hún hefur sett sér í starfsáætlun við óbreyttar aðstæður,“ segir í tilkynningu á press.is
Fjölmiðlar Vistaskipti Stéttarfélög Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira