Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 11:26 Kjaraviðræður og þjóðarsátt eru til umræðu í Pallborði dagsins. vísir/arnar Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt verða til umfjöllunar í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir Pallborðsins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Klippa: Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Ragnar Þór sagðist fyrir jól vera bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga myndi ná að gera sögulega kjarasamninga í janúar, sem myndu stuðla að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira en nokkrir þúsundkallar til eða frá. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ sagði Ragnar Þór. Greint var frá því 22. desember að samningsaðilar, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins, væru samstíga um að ráðast í aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Umrædd breiðfylking samanstóð upphaflega af VR, Eflingu, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn en síðan hafa fleiri gert kröfu um að fá að koma að borðinu. Meint „þjóðarsátt“ var gagnrýnd, meðal annars af Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, sem sagði fyrirhugaðar flatar krónutöluhækkanir og tugmilljarða tekjutilfærslur myndu skila sér í meira en tíu prósent aukningu á ráðstöfunartekjum Eflingarfólks en 1,5 til 2 prósenta hækkun hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þórarinn Eyfjörð. Ljóst er að ein forsenda þjóðarsáttar er aðkoma stjórnvalda og eftir áramót var boðað til fundar ráðherra og leiðtoga breiðfylkingarinnar. Þá greindi Vísir frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sett sig í samband við forystu opinberu félaganna til að skipuleggja fund eða fundi. Enn fleiri eiga þó hagsmuna að gæta, til að mynda aldraðir og öryrkjar. „Hvað er þjóðarsátt og fyrir hverja er hún?“ spyrjum við í Pallborðinu í dag. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Pallborðið Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Gestir Pallborðsins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Klippa: Pallborðið: Hvað felst í þjóðarsátt og fyrir hverja er hún? Ragnar Þór sagðist fyrir jól vera bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga myndi ná að gera sögulega kjarasamninga í janúar, sem myndu stuðla að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira en nokkrir þúsundkallar til eða frá. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ sagði Ragnar Þór. Greint var frá því 22. desember að samningsaðilar, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins, væru samstíga um að ráðast í aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Umrædd breiðfylking samanstóð upphaflega af VR, Eflingu, Landssambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn en síðan hafa fleiri gert kröfu um að fá að koma að borðinu. Meint „þjóðarsátt“ var gagnrýnd, meðal annars af Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM, sem sagði fyrirhugaðar flatar krónutöluhækkanir og tugmilljarða tekjutilfærslur myndu skila sér í meira en tíu prósent aukningu á ráðstöfunartekjum Eflingarfólks en 1,5 til 2 prósenta hækkun hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. „Þetta eru viðræður á milli Samtaka atvinnulífsins og tiltekinna félaga innan ASÍ. Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Þórarinn Eyfjörð. Ljóst er að ein forsenda þjóðarsáttar er aðkoma stjórnvalda og eftir áramót var boðað til fundar ráðherra og leiðtoga breiðfylkingarinnar. Þá greindi Vísir frá því í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sett sig í samband við forystu opinberu félaganna til að skipuleggja fund eða fundi. Enn fleiri eiga þó hagsmuna að gæta, til að mynda aldraðir og öryrkjar. „Hvað er þjóðarsátt og fyrir hverja er hún?“ spyrjum við í Pallborðinu í dag. Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Pallborðið Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira