Settur í fjölmiðlabann tvítugur: Vonandi búinn að þroskast eitthvað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 11:01 FH-ingar fagna hér Böðvari Böðvarssyni eftir að hann skoraði í Evrópuleik FH á móti Sporting Braga. EPA-EFE/HUGO DELGADO Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson segir að ekkert annað lið en FH hafi komið til greina þegar hann samdi við uppeldisfélagið á nýjan leik. Fleiri lið úr Bestu deild karla í fótbolta höfðu áhuga á að semja við hann. „Það kom í rauninni ekkert annað til greina. Það voru einhver lið sem heyrðu í mér í byrjun nóvember. Ég átti samræður við FH og sagði við þá að ég myndi bara tala við þá, alla vegna út desember,“ sagði Böðvar Böðvarsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sem betur fer þá komust við að samkomulagi bara nokkuð snemma í desember þannig að það voru aldrei neinar viðræður annars staðar,“ sagði Böðvar. Hann fagnar breytingum á deildinni. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög ánægður með það að það sé búið að fjölga leikjum og að við byrjum fyrr. Það þarf síðan að finna einhverja lausn á þessum grasvandamálum til framtíðar,“ sagði Böðvar. „Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár. Þetta eru fimm til sex lið sem eru mjög svipuð þótt að Víkingar séu liðið til að vinna þessa stundina. Þeir virðast vera með allt sitt á hreinu og mörgu leiti langbesta og breiðasta leikmannahópinn eins og staðan er núna. Hin liðin í kring eru mjög jöfn og í rauninni er dagsformið að fara að ráða því hvaða lið klífur ofar,“ sagði Böðvar. FH stóð sig betur sumarið 2023 eftir hræðilegt sumar 2022. Sér Böðvar fyrir sér að það sé stígandi í FH og að það geti komist á sama stað og það var á fyrir ekki svo löngu? „Fyrsta skrefið er bara að koma liðinu í Evrópukeppni, bæði upp á fjárhag félagsins en eins upp á almenna stemmningu innan félagsins eftir þetta fallbaráttuár sem þú talar um. Ég fann alveg kvikna á klúbbnum í kringum knattspyrnudeildina á síðasta tímabili. Það er bara tækifæri til að bæta ofan á það núna,“ sagði Böðvar. Böðvar var kynntur til leiks hjá FH um síðustu helgi með skemmtilegu myndbandi. Þar kom meðal annars fram að síðast þegar hann lék með liðinu þá var hann settur í fjölmiðlabann. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, búinn að brýna fyrir Böðvari að passa sig í viðtölum? „Hann er meðvitaður um þetta viðtal og sagði við mig á skrifstofunni: Það er eins gott að þú standir þig vel í þessu viðtali. Menn eru alveg meðvitaðir um það að ég á það til að tala af mér. Sjálfur er ég að kófsvitna í þessu viðtali,“ sagði Böðvar. „Ég var í þessu fjölmiðlabanni þegar ég var tvítugur ég ætla rétt að vona það að ég hafi þroskast eitthvað á þessum níu árum. Það verður bara að koma í ljós ef þið náið mér pirruðum eftir einhvern tapleik,“ sagði Böðvar. Besta deild karla FH Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira
„Það kom í rauninni ekkert annað til greina. Það voru einhver lið sem heyrðu í mér í byrjun nóvember. Ég átti samræður við FH og sagði við þá að ég myndi bara tala við þá, alla vegna út desember,“ sagði Böðvar Böðvarsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sem betur fer þá komust við að samkomulagi bara nokkuð snemma í desember þannig að það voru aldrei neinar viðræður annars staðar,“ sagði Böðvar. Hann fagnar breytingum á deildinni. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög ánægður með það að það sé búið að fjölga leikjum og að við byrjum fyrr. Það þarf síðan að finna einhverja lausn á þessum grasvandamálum til framtíðar,“ sagði Böðvar. „Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár. Þetta eru fimm til sex lið sem eru mjög svipuð þótt að Víkingar séu liðið til að vinna þessa stundina. Þeir virðast vera með allt sitt á hreinu og mörgu leiti langbesta og breiðasta leikmannahópinn eins og staðan er núna. Hin liðin í kring eru mjög jöfn og í rauninni er dagsformið að fara að ráða því hvaða lið klífur ofar,“ sagði Böðvar. FH stóð sig betur sumarið 2023 eftir hræðilegt sumar 2022. Sér Böðvar fyrir sér að það sé stígandi í FH og að það geti komist á sama stað og það var á fyrir ekki svo löngu? „Fyrsta skrefið er bara að koma liðinu í Evrópukeppni, bæði upp á fjárhag félagsins en eins upp á almenna stemmningu innan félagsins eftir þetta fallbaráttuár sem þú talar um. Ég fann alveg kvikna á klúbbnum í kringum knattspyrnudeildina á síðasta tímabili. Það er bara tækifæri til að bæta ofan á það núna,“ sagði Böðvar. Böðvar var kynntur til leiks hjá FH um síðustu helgi með skemmtilegu myndbandi. Þar kom meðal annars fram að síðast þegar hann lék með liðinu þá var hann settur í fjölmiðlabann. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, búinn að brýna fyrir Böðvari að passa sig í viðtölum? „Hann er meðvitaður um þetta viðtal og sagði við mig á skrifstofunni: Það er eins gott að þú standir þig vel í þessu viðtali. Menn eru alveg meðvitaðir um það að ég á það til að tala af mér. Sjálfur er ég að kófsvitna í þessu viðtali,“ sagði Böðvar. „Ég var í þessu fjölmiðlabanni þegar ég var tvítugur ég ætla rétt að vona það að ég hafi þroskast eitthvað á þessum níu árum. Það verður bara að koma í ljós ef þið náið mér pirruðum eftir einhvern tapleik,“ sagði Böðvar.
Besta deild karla FH Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira