Ármann fóru vel af stað en þeir sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks án þess að missa mann. ÍBV tóku þó forystuna snemma og sigruðu þrjár lotur í röð og komu sér í 1-3 áður en Ármann náðu aftur að sigra lotu.
Lítið sem ekkert skildi liðin að fram að hálfleik, en ÍBV með E7r fremstan í flokki sýndu þrautsegju gegn sterku liði Ármanns. Ármann náðu forystu að nýju en ÍBV elti þá uppi fyrir hálfleik og fóru liðin jöfn inn í hálfleikinn.
Staðan í hálfleik: Ármann 6-6 ÍBV
Áfram hélt seinni hálfleikur eins og sá fyrri en ÍBV tóku forystuna á ný í stöðunni 8-9. ÍBV tókst þó aðeins að sigra eina lotu til viðbótar í leiknum en PolishWonder leiddi Ármann til sigurs eftir leik sem reyndist jafnari en margir hefðu giskað á.
Lokatölur: Ármann 13-10 ÍBV
ÍBV þurfa enn að sætta sig við að vera án sigurs eftir að finna smjörþefinn af honum gegn Ármanni en Ármann tryggja sig áfram í þriðja sæti með 16 stig.