Heimsþekktur og dáður predikari reyndist úlfur í sauðagæru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 11:53 Joshua var dáður út um allan heim en virðist hafa verið mesti hrotti. Getty/EMPICS/Matthew Ashton Rannsókn BBC hefur leitt í ljós fjölda ásakana um pyntingar og nauðganir TB Joshua, leiðtoga einnar stærstu kristnu kirkju heims. Tugir meðlimir safnaðar Synagogue Church of all Nations (Scoan), hafa stigið fram og lýst hroðaverkum trúarleiðtogans. Joshua lést árið 2021 en naut mikillar aðdáunar út um allan heim. Samkvæmt BBC lögðu tugþúsundir á sig pílagrímsferðir frá Evrópu, Ameríku og Asíu til að vera viðstaddir „kraftaverk“ hans í Nígeríu fyrir aldamót. Þá fylgdust milljónir með honum framkvæma „kraftaverk“ sín í sjónvarpinu en Scoan hefur verið starfrækt í um fjóra áratugi og nær enn til fjölda fylgjenda út um allan heim í gegnum samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðina Emmanuel TV. Ekkja hans fer fyrir kirkjunni í dag en Scoan hefur ávallt neitað því að nokkuð misjafnt hafi átt sér stað innan safnaðarins. Um það bil 150 fylgjendur Joshua eru taldir hafa búið með predikaranum í Lagos, sumir í áratugi. Tugir þeirra lýsa því að hafa orðið vitni að eða upplifað líkamlegt ofbeldi og pyntar af hálfu leiðtogans og þá hafa margar konur sakað hann um að hafa nauðgað sér, í sumum tilfellum ítrekað. Dætur Joshua standa við lík föður síns. Þegar Joshua lést var honum lýst sem einum áhrifamesta predikara í sögu Afríku.Getty/NurPhoto/Olukayode Jaiyeola „Við héldum öll að við værum í himnaríki en við vorum í helvíti og í helvíti gerast hræðilegir hlutir,“ segir Rae, bresk kona, í samtali við BBC. Hún gekk í söfnuðinn þegar hún var 21 árs og varði tólf árum sem einn „lærisveina“ Joshua í Lagos. Hún lýsir því að hafa verið haldið í einangrun í tvö ár og nauðgað af Joshua. Ofbeldið sem hún mátti sæta hafi verið svo slæmt að hún hafi nokkru sinni reynt að svipta sig lífi. Margir þeirra sem dvöldu hjá Joshua voru aðeins táningar þegar þeir gengu í söfnuðinn og í sumum tilvikum Bretanna greiddi hann fargjaldið frá Bretlandi til Lagos. Jessica Kaimu frá Namibíu segir ofbeldið gegn sér hafa varað í meira en fimm ár. Hún hafi verið sautján ára þegar Joshua nauðgaði henni fyrst og ítrekaðar nauðganir hafi leitt til þess að hún var fimm sinnum látin gangast undir þungunarrof, sem öll voru framkvæmd „í skjóli myrkurs“. Aðrir segja frá því að hafa verið barðir með svipum og neitað um svefn. Þess má geta að á meðan BBC vann að rannsókn sinni var skotið á starfsmenn þess við höfuðstöðvarnar í Lagos. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Trúmál Nígería Kynferðisofbeldi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Joshua lést árið 2021 en naut mikillar aðdáunar út um allan heim. Samkvæmt BBC lögðu tugþúsundir á sig pílagrímsferðir frá Evrópu, Ameríku og Asíu til að vera viðstaddir „kraftaverk“ hans í Nígeríu fyrir aldamót. Þá fylgdust milljónir með honum framkvæma „kraftaverk“ sín í sjónvarpinu en Scoan hefur verið starfrækt í um fjóra áratugi og nær enn til fjölda fylgjenda út um allan heim í gegnum samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðina Emmanuel TV. Ekkja hans fer fyrir kirkjunni í dag en Scoan hefur ávallt neitað því að nokkuð misjafnt hafi átt sér stað innan safnaðarins. Um það bil 150 fylgjendur Joshua eru taldir hafa búið með predikaranum í Lagos, sumir í áratugi. Tugir þeirra lýsa því að hafa orðið vitni að eða upplifað líkamlegt ofbeldi og pyntar af hálfu leiðtogans og þá hafa margar konur sakað hann um að hafa nauðgað sér, í sumum tilfellum ítrekað. Dætur Joshua standa við lík föður síns. Þegar Joshua lést var honum lýst sem einum áhrifamesta predikara í sögu Afríku.Getty/NurPhoto/Olukayode Jaiyeola „Við héldum öll að við værum í himnaríki en við vorum í helvíti og í helvíti gerast hræðilegir hlutir,“ segir Rae, bresk kona, í samtali við BBC. Hún gekk í söfnuðinn þegar hún var 21 árs og varði tólf árum sem einn „lærisveina“ Joshua í Lagos. Hún lýsir því að hafa verið haldið í einangrun í tvö ár og nauðgað af Joshua. Ofbeldið sem hún mátti sæta hafi verið svo slæmt að hún hafi nokkru sinni reynt að svipta sig lífi. Margir þeirra sem dvöldu hjá Joshua voru aðeins táningar þegar þeir gengu í söfnuðinn og í sumum tilvikum Bretanna greiddi hann fargjaldið frá Bretlandi til Lagos. Jessica Kaimu frá Namibíu segir ofbeldið gegn sér hafa varað í meira en fimm ár. Hún hafi verið sautján ára þegar Joshua nauðgaði henni fyrst og ítrekaðar nauðganir hafi leitt til þess að hún var fimm sinnum látin gangast undir þungunarrof, sem öll voru framkvæmd „í skjóli myrkurs“. Aðrir segja frá því að hafa verið barðir með svipum og neitað um svefn. Þess má geta að á meðan BBC vann að rannsókn sinni var skotið á starfsmenn þess við höfuðstöðvarnar í Lagos. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Trúmál Nígería Kynferðisofbeldi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira