Ten Hag: Auðveldara að spila fyrir öll önnur félög en United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 09:30 Erik Ten Hag tekur hér Jadon Sancho af velli en Sancho hefur ekkert spilað með félaginu undanfarna mánuði. Getty/David S. Bustamante Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að leikmenn fá á sig mikla pressu þegar þeir verða leikmenn United. Félagið hefur eytt miklum peningum í leikmenn síðustu misseri en margir þeirra hafa hjálpað liðinu lítið. Tveir leikmenn sem gætu fallið í þennan flokk eru á leið frá félaginu á láni. Þetta eru þeir Donny van Beek, sem verður lánaður til Eintracht Frankfurt og Jadon Sancho, sem verður væntanlega lánaður til Borussia Dortmund. Ten Hag warns United targets they must be able to cope with unique pressure https://t.co/4erz7nFMwl— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2024 Van de Beek var einn af þeim sem var tilnefndir til Gullhnattarins áður en United keypti hann á 35 milljónir punda frá Ajax árið 2020 og Sancho þótti einn mest spennandi ungi leikmaður Evrópu þegar hann kom frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda árið 2021. Ten Hag segir að þetta sé mikið undir leikmönnum sjálfum og hvernig þeir ráða við aðstæðurnar. „Þetta snýst mikið um leikmennina sjálf og hversu mikla trú þeir hafa á sínum hæfileikum. Ég get samt sagt þér eitt að enska úrvalsdeildin er erfið,“ sagði Erik ten Hag. „Það er líka erfitt að spila fyrir Man. United og það er auðveldara að spila fyrir öll önnur félög því pressan er svo mikil og hún hættir aldrei. Þú verður að glíma við það,“ sagði Ten Hag. „Ef þú hefur trú á þér sjálfum þá er þetta besta áskorunin og þetta er án ef besti klúbburinn sem þú getur spilað fyrir. Þetta er breytilegt eftir leikmönnum og snýst mikið um karakter þeirra og persónuleika,“ sagði Ten Hag. Ten Hag var spurður sérstaklega út í Van de Beek sem hann vann með hjá Ajax. „Ég vann með honum í tvö ár hjá United og áður spilaði hann hér fyrir aðra knattspyrnustjóra. Ef ég segi alveg eins er þá var hann ekki sami leikmaður þegar ég kom til Manchester United og hann var hjá Ajax. Hann var það mikið meiddur,“ sagði Ten Hag. „Það kom svo oft fyrir að hann gat ekki spilað vegna meiðsla og svo átti hann erfitt með að komast yfir þessi meiðsli. Það er líklega aðalástæðan fyrir því af hverju hann var ekki spila,“ sagði Ten Hag. Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sjá meira
Félagið hefur eytt miklum peningum í leikmenn síðustu misseri en margir þeirra hafa hjálpað liðinu lítið. Tveir leikmenn sem gætu fallið í þennan flokk eru á leið frá félaginu á láni. Þetta eru þeir Donny van Beek, sem verður lánaður til Eintracht Frankfurt og Jadon Sancho, sem verður væntanlega lánaður til Borussia Dortmund. Ten Hag warns United targets they must be able to cope with unique pressure https://t.co/4erz7nFMwl— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2024 Van de Beek var einn af þeim sem var tilnefndir til Gullhnattarins áður en United keypti hann á 35 milljónir punda frá Ajax árið 2020 og Sancho þótti einn mest spennandi ungi leikmaður Evrópu þegar hann kom frá Dortmund fyrir 73 milljónir punda árið 2021. Ten Hag segir að þetta sé mikið undir leikmönnum sjálfum og hvernig þeir ráða við aðstæðurnar. „Þetta snýst mikið um leikmennina sjálf og hversu mikla trú þeir hafa á sínum hæfileikum. Ég get samt sagt þér eitt að enska úrvalsdeildin er erfið,“ sagði Erik ten Hag. „Það er líka erfitt að spila fyrir Man. United og það er auðveldara að spila fyrir öll önnur félög því pressan er svo mikil og hún hættir aldrei. Þú verður að glíma við það,“ sagði Ten Hag. „Ef þú hefur trú á þér sjálfum þá er þetta besta áskorunin og þetta er án ef besti klúbburinn sem þú getur spilað fyrir. Þetta er breytilegt eftir leikmönnum og snýst mikið um karakter þeirra og persónuleika,“ sagði Ten Hag. Ten Hag var spurður sérstaklega út í Van de Beek sem hann vann með hjá Ajax. „Ég vann með honum í tvö ár hjá United og áður spilaði hann hér fyrir aðra knattspyrnustjóra. Ef ég segi alveg eins er þá var hann ekki sami leikmaður þegar ég kom til Manchester United og hann var hjá Ajax. Hann var það mikið meiddur,“ sagði Ten Hag. „Það kom svo oft fyrir að hann gat ekki spilað vegna meiðsla og svo átti hann erfitt með að komast yfir þessi meiðsli. Það er líklega aðalástæðan fyrir því af hverju hann var ekki spila,“ sagði Ten Hag.
Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sjá meira