„Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 15:39 Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu. Kortrijk Í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexandersson, nýráðinn þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússíbanareið undanfarinna vikna, ákvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upplifað mikinn óstöðugleika undanfarin ár. Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til félagsins frá danska liðinu Lyngby. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum íslenskra króna en hjá Lyngby hafði Freyr gert frábæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úrvalsdeildinni. „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið og þá kannski sérstaklega síðustu fjórir til fimm dagar. Tilfinningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfingaferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnudegi mínum hjá félaginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að áorka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu tilfinningar í tengslum við þá tilfinningaflækju sem maður upplifir við þessi skipti frá Lyngby yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verkefni.“ Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby Þú nefnir þarna tilfinningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undanfarið? Því maður myndi ætla að þær væru margskonar. „Já. Það var erfitt að fara frá Lyngby. Í fótboltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tímasetninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með forráðamönnum Lyngby núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið félagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með félagið. Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum framlengja samninginn okkar á milli. Ég var kominn á það að ég myndi ekki framlengja samning minn. Þeir möguleikar sem hafa komið upp á borðið upp á síðkastið, ég hef þurft að skoða þá alvarlega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyngby að setja sitt fingrafar á félagið heldur en ef þessi atburðarás hefði átt sér stað í sumar. Vetrarglugginn í Danmörku er lengri heldur en sumarglugginn.“ Freyr er gríðarlega þakklátur öllum hjá Lyngby fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari félagsins. „Þetta gerist á mjög fallegan hátt og samstarfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru forréttindi. Það gerist ekki oft í fótboltanum. Þetta voru því falleg og góð endalok á okkar samstarfi.“ Viðtalið við Frey í lengri útgáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sportpakka kvöldsins að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Belgíski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til félagsins frá danska liðinu Lyngby. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum íslenskra króna en hjá Lyngby hafði Freyr gert frábæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úrvalsdeildinni. „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið og þá kannski sérstaklega síðustu fjórir til fimm dagar. Tilfinningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfingaferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnudegi mínum hjá félaginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að áorka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu tilfinningar í tengslum við þá tilfinningaflækju sem maður upplifir við þessi skipti frá Lyngby yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verkefni.“ Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby Þú nefnir þarna tilfinningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undanfarið? Því maður myndi ætla að þær væru margskonar. „Já. Það var erfitt að fara frá Lyngby. Í fótboltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tímasetninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með forráðamönnum Lyngby núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið félagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með félagið. Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum framlengja samninginn okkar á milli. Ég var kominn á það að ég myndi ekki framlengja samning minn. Þeir möguleikar sem hafa komið upp á borðið upp á síðkastið, ég hef þurft að skoða þá alvarlega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyngby að setja sitt fingrafar á félagið heldur en ef þessi atburðarás hefði átt sér stað í sumar. Vetrarglugginn í Danmörku er lengri heldur en sumarglugginn.“ Freyr er gríðarlega þakklátur öllum hjá Lyngby fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari félagsins. „Þetta gerist á mjög fallegan hátt og samstarfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru forréttindi. Það gerist ekki oft í fótboltanum. Þetta voru því falleg og góð endalok á okkar samstarfi.“ Viðtalið við Frey í lengri útgáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sportpakka kvöldsins að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.
Belgíski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira