Elvar Örn verkjalaus og klár í mínútur í dag Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 09:31 Staðan á Elvari Erni Jónssyni virðist skána með hverjum deginum sem líður. Eftir margra vikna meiðslatímabil lítur út fyrir að hann geti verið klár í slaginn með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti. Vísir/Einar Það bendir allt til þess landsliðsmaðurinn öflugi. Elvar Örn Jónsson, geti beitt sér að fullu með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti í Þýskalandi. Elvar lenti í því að rífa kviðvöðva í leik með félagsliði sínu Melsungen í Þýskalandi fyrir um sex vikum síðan. Meðhöndlun við meiðslunum hefur falið í sér að Elvar hefur þurft að hvíla mikið, leyfa vöðvanum að gróa í friði og koma sér hægt og rólega aftur inn á völlinn. Nú sér til sólar í þeim efnum. „Mér líður bara mjög vel,“ segir Elvar Örn aðspurður um stöðuna á sér en íslenska landsliðið mun á næstu dögum fyrir EM leika tvo æfingarleiki gegn Austurríki. „Þetta er allt á lokastigi hjá mér. Ég er búinn að taka eina æfingu á fullu og batinn er bara virkilega góður. Þetta lítur vel út eins og er. Við erum bara fullir bjartsýni með þetta fyrir mót.“ Meiðslin voru af þeim toga að fann fyrir verkjum af þeim valdandi í öllum hliðum daglegs lífs. „Þegar að ég labbaði um og já bara í öllu. Mér finnst hins vegar jákvætt að þessa stundina finn ég ekki neitt fyrir þessu. Þannig ætlum við að reyna halda þessu áfram og ná fullum bata fyrir mót.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að geta tekið þátt í þessum komandi æfingarleikjum fyrir EM til að láta reyna almennilega á þetta? „Já, það væri flott ef ég myndi ná því. Fá svona aðeins leiktilfinninguna og láta mér líða vel inn á vellinum áður en að Evrópumótið byrjar. Að ná einhverjum mínútum í þessum æfingarleikjum væri mjög gott.“ Slétt vika er í fyrsta leik Strákanna okkar á EM í Þýskalandi gegn Serbíu. Því næst mætir liðið Svartfellingum og svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Þetta verður fyrsta stórmót íslenska landsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Elvari Erni lýst vel á framhaldið undir stjórn þessa fyrrum landsliðsfyrirliða. Greina megi ákveðna áherslubreytingu með hans komu. „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemur annar leikstíll inn í þetta með innkomu Snorra. Við erum að hlaupa meira og erum aðeins að breyta áherslum í vörn. Erum komnir aftar þar og byrjaðir að vinna meira með markmönnunum, hjálpa þeim að verja nokkra bolta. En annars finnst mér undirbúningurinn fyrir þessi stórmót alltaf vera svipaður. Það eru allir vel gíraðir í þetta verkefni, allir að leggja allt í æfingarnar og róa í sömu átt. Ég er því virkilega spenntur fyrir þessu móti.“ Viðtalið allt við Elvar og innslag hans í Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Elvar lenti í því að rífa kviðvöðva í leik með félagsliði sínu Melsungen í Þýskalandi fyrir um sex vikum síðan. Meðhöndlun við meiðslunum hefur falið í sér að Elvar hefur þurft að hvíla mikið, leyfa vöðvanum að gróa í friði og koma sér hægt og rólega aftur inn á völlinn. Nú sér til sólar í þeim efnum. „Mér líður bara mjög vel,“ segir Elvar Örn aðspurður um stöðuna á sér en íslenska landsliðið mun á næstu dögum fyrir EM leika tvo æfingarleiki gegn Austurríki. „Þetta er allt á lokastigi hjá mér. Ég er búinn að taka eina æfingu á fullu og batinn er bara virkilega góður. Þetta lítur vel út eins og er. Við erum bara fullir bjartsýni með þetta fyrir mót.“ Meiðslin voru af þeim toga að fann fyrir verkjum af þeim valdandi í öllum hliðum daglegs lífs. „Þegar að ég labbaði um og já bara í öllu. Mér finnst hins vegar jákvætt að þessa stundina finn ég ekki neitt fyrir þessu. Þannig ætlum við að reyna halda þessu áfram og ná fullum bata fyrir mót.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að geta tekið þátt í þessum komandi æfingarleikjum fyrir EM til að láta reyna almennilega á þetta? „Já, það væri flott ef ég myndi ná því. Fá svona aðeins leiktilfinninguna og láta mér líða vel inn á vellinum áður en að Evrópumótið byrjar. Að ná einhverjum mínútum í þessum æfingarleikjum væri mjög gott.“ Slétt vika er í fyrsta leik Strákanna okkar á EM í Þýskalandi gegn Serbíu. Því næst mætir liðið Svartfellingum og svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Þetta verður fyrsta stórmót íslenska landsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Elvari Erni lýst vel á framhaldið undir stjórn þessa fyrrum landsliðsfyrirliða. Greina megi ákveðna áherslubreytingu með hans komu. „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemur annar leikstíll inn í þetta með innkomu Snorra. Við erum að hlaupa meira og erum aðeins að breyta áherslum í vörn. Erum komnir aftar þar og byrjaðir að vinna meira með markmönnunum, hjálpa þeim að verja nokkra bolta. En annars finnst mér undirbúningurinn fyrir þessi stórmót alltaf vera svipaður. Það eru allir vel gíraðir í þetta verkefni, allir að leggja allt í æfingarnar og róa í sömu átt. Ég er því virkilega spenntur fyrir þessu móti.“ Viðtalið allt við Elvar og innslag hans í Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira