Elvar Örn verkjalaus og klár í mínútur í dag Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 09:31 Staðan á Elvari Erni Jónssyni virðist skána með hverjum deginum sem líður. Eftir margra vikna meiðslatímabil lítur út fyrir að hann geti verið klár í slaginn með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti. Vísir/Einar Það bendir allt til þess landsliðsmaðurinn öflugi. Elvar Örn Jónsson, geti beitt sér að fullu með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti í Þýskalandi. Elvar lenti í því að rífa kviðvöðva í leik með félagsliði sínu Melsungen í Þýskalandi fyrir um sex vikum síðan. Meðhöndlun við meiðslunum hefur falið í sér að Elvar hefur þurft að hvíla mikið, leyfa vöðvanum að gróa í friði og koma sér hægt og rólega aftur inn á völlinn. Nú sér til sólar í þeim efnum. „Mér líður bara mjög vel,“ segir Elvar Örn aðspurður um stöðuna á sér en íslenska landsliðið mun á næstu dögum fyrir EM leika tvo æfingarleiki gegn Austurríki. „Þetta er allt á lokastigi hjá mér. Ég er búinn að taka eina æfingu á fullu og batinn er bara virkilega góður. Þetta lítur vel út eins og er. Við erum bara fullir bjartsýni með þetta fyrir mót.“ Meiðslin voru af þeim toga að fann fyrir verkjum af þeim valdandi í öllum hliðum daglegs lífs. „Þegar að ég labbaði um og já bara í öllu. Mér finnst hins vegar jákvætt að þessa stundina finn ég ekki neitt fyrir þessu. Þannig ætlum við að reyna halda þessu áfram og ná fullum bata fyrir mót.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að geta tekið þátt í þessum komandi æfingarleikjum fyrir EM til að láta reyna almennilega á þetta? „Já, það væri flott ef ég myndi ná því. Fá svona aðeins leiktilfinninguna og láta mér líða vel inn á vellinum áður en að Evrópumótið byrjar. Að ná einhverjum mínútum í þessum æfingarleikjum væri mjög gott.“ Slétt vika er í fyrsta leik Strákanna okkar á EM í Þýskalandi gegn Serbíu. Því næst mætir liðið Svartfellingum og svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Þetta verður fyrsta stórmót íslenska landsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Elvari Erni lýst vel á framhaldið undir stjórn þessa fyrrum landsliðsfyrirliða. Greina megi ákveðna áherslubreytingu með hans komu. „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemur annar leikstíll inn í þetta með innkomu Snorra. Við erum að hlaupa meira og erum aðeins að breyta áherslum í vörn. Erum komnir aftar þar og byrjaðir að vinna meira með markmönnunum, hjálpa þeim að verja nokkra bolta. En annars finnst mér undirbúningurinn fyrir þessi stórmót alltaf vera svipaður. Það eru allir vel gíraðir í þetta verkefni, allir að leggja allt í æfingarnar og róa í sömu átt. Ég er því virkilega spenntur fyrir þessu móti.“ Viðtalið allt við Elvar og innslag hans í Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Elvar lenti í því að rífa kviðvöðva í leik með félagsliði sínu Melsungen í Þýskalandi fyrir um sex vikum síðan. Meðhöndlun við meiðslunum hefur falið í sér að Elvar hefur þurft að hvíla mikið, leyfa vöðvanum að gróa í friði og koma sér hægt og rólega aftur inn á völlinn. Nú sér til sólar í þeim efnum. „Mér líður bara mjög vel,“ segir Elvar Örn aðspurður um stöðuna á sér en íslenska landsliðið mun á næstu dögum fyrir EM leika tvo æfingarleiki gegn Austurríki. „Þetta er allt á lokastigi hjá mér. Ég er búinn að taka eina æfingu á fullu og batinn er bara virkilega góður. Þetta lítur vel út eins og er. Við erum bara fullir bjartsýni með þetta fyrir mót.“ Meiðslin voru af þeim toga að fann fyrir verkjum af þeim valdandi í öllum hliðum daglegs lífs. „Þegar að ég labbaði um og já bara í öllu. Mér finnst hins vegar jákvætt að þessa stundina finn ég ekki neitt fyrir þessu. Þannig ætlum við að reyna halda þessu áfram og ná fullum bata fyrir mót.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að geta tekið þátt í þessum komandi æfingarleikjum fyrir EM til að láta reyna almennilega á þetta? „Já, það væri flott ef ég myndi ná því. Fá svona aðeins leiktilfinninguna og láta mér líða vel inn á vellinum áður en að Evrópumótið byrjar. Að ná einhverjum mínútum í þessum æfingarleikjum væri mjög gott.“ Slétt vika er í fyrsta leik Strákanna okkar á EM í Þýskalandi gegn Serbíu. Því næst mætir liðið Svartfellingum og svo Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar. Þetta verður fyrsta stórmót íslenska landsliðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Elvari Erni lýst vel á framhaldið undir stjórn þessa fyrrum landsliðsfyrirliða. Greina megi ákveðna áherslubreytingu með hans komu. „Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Það kemur annar leikstíll inn í þetta með innkomu Snorra. Við erum að hlaupa meira og erum aðeins að breyta áherslum í vörn. Erum komnir aftar þar og byrjaðir að vinna meira með markmönnunum, hjálpa þeim að verja nokkra bolta. En annars finnst mér undirbúningurinn fyrir þessi stórmót alltaf vera svipaður. Það eru allir vel gíraðir í þetta verkefni, allir að leggja allt í æfingarnar og róa í sömu átt. Ég er því virkilega spenntur fyrir þessu móti.“ Viðtalið allt við Elvar og innslag hans í Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti