Bendi ekki til tengsla við sjálfsvígshugsanir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 15:44 Lyfin hafa notið gríðarlegra vinsælda. EPA-EFE/Ida Marie Odgaard Viðamikil bandarísk rannsókn bendir til þess að engin tengsl séu á milli notkunar sykursýkis-og megrunarlyfjanna Ozempic og Wegovy og aukinnar tíðni sjálfsskaða-og sjálfsvígshugsana. Reuters greinir frá en í umfjöllun miðilsins kemur fram að rannsóknin nái til 1,8 milljóna sjúklinga. Lyfin njóta gríðarlegra vinsælda og innihalda virka efnið semaglútín sem stemma stigu við blóðsykursmagni í líkamanum og slá á hungurtilfinningu. Áður hefur Lyfjastofnun Evrópu fengið ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli lyfjanna og sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsana. Sagði forstjóri Lyfjastofnunar við fréttastofu að um væri að ræða neytendavernd. Í umfjöllun Reuters kemur fram að rannsóknin, þar sem skoðuð voru gögn fleiri en 1,8 milljóna sjúklinga, til þess að hið gagnstæða sé raunin. Sjúklingar á lyfjunum séu ólíklegri en aðrir í svipaðri meðferð til þess að upplifa sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsanir. Fram kemur að 53 þúsund manns á Wegovy hafi verið bornir saman við sambærilega sjúklinga á öðrum megrunarlyfjum. Á fyrstu sex mánuðum á lyfinu hafi 0,11 prósent fundið fyrir sjálfsskaða-og sjálfsvígshugsunum en 0,43 prósent sjúklinga í hinum hópnum. Að teknu tilliti til annarra þátta hafi 73 prósent færri sjúklinga á Wegovy upplifað slíkar hugsanir en hinna lyfjanna. Segir í umfjöllun Reuters að tölurnar hafi verið sambærilegar fyrir Ozempic. Tekið er fram að rannsóknin sanni ekki með endanlegum hætti að lyfin valdi ekki slíkum hugsunum, en ætti þó að verða til þess að lægja áhyggjur af tengslunum. „Gríðarlegar vinsældir þessara lyfja gera það að verkum að það er nauðsynlegt að skilja þau til hlýtar,“ segir Pamela Davis, einn af vísindamönnunum á bakvið rannsóknina. Lyf Bandaríkin Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Reuters greinir frá en í umfjöllun miðilsins kemur fram að rannsóknin nái til 1,8 milljóna sjúklinga. Lyfin njóta gríðarlegra vinsælda og innihalda virka efnið semaglútín sem stemma stigu við blóðsykursmagni í líkamanum og slá á hungurtilfinningu. Áður hefur Lyfjastofnun Evrópu fengið ábendingu frá Lyfjastofnun Íslands um möguleg tengsl milli lyfjanna og sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsana. Sagði forstjóri Lyfjastofnunar við fréttastofu að um væri að ræða neytendavernd. Í umfjöllun Reuters kemur fram að rannsóknin, þar sem skoðuð voru gögn fleiri en 1,8 milljóna sjúklinga, til þess að hið gagnstæða sé raunin. Sjúklingar á lyfjunum séu ólíklegri en aðrir í svipaðri meðferð til þess að upplifa sjálfsvígs-og sjálfsskaðahugsanir. Fram kemur að 53 þúsund manns á Wegovy hafi verið bornir saman við sambærilega sjúklinga á öðrum megrunarlyfjum. Á fyrstu sex mánuðum á lyfinu hafi 0,11 prósent fundið fyrir sjálfsskaða-og sjálfsvígshugsunum en 0,43 prósent sjúklinga í hinum hópnum. Að teknu tilliti til annarra þátta hafi 73 prósent færri sjúklinga á Wegovy upplifað slíkar hugsanir en hinna lyfjanna. Segir í umfjöllun Reuters að tölurnar hafi verið sambærilegar fyrir Ozempic. Tekið er fram að rannsóknin sanni ekki með endanlegum hætti að lyfin valdi ekki slíkum hugsunum, en ætti þó að verða til þess að lægja áhyggjur af tengslunum. „Gríðarlegar vinsældir þessara lyfja gera það að verkum að það er nauðsynlegt að skilja þau til hlýtar,“ segir Pamela Davis, einn af vísindamönnunum á bakvið rannsóknina.
Lyf Bandaríkin Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent