„Gleymi aldrei því sem við upplifðum saman“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 13:01 Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby. Getty/Jan Christensen Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson kveður sína gömlu vinnuveitendur hjá Lyngby, stuðningsmenn og alla sem að félaginu koma, í hjartnæmu myndbandi í dag. Greinilegt er af myndbandinu hve þakklátur Freyr er fyrir þau tvö og hálft ár sem hann hefur búið í Danmörku og þjálfað Lyngby. Hann stýrði liðinu í fyrstu tilraun upp í dönsku úrvalsdeildina, hélt því þar með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, og skilur nú við það um miðja deild til að taka við Kortrijk í Belgíu. „Ég hef átt fjölda stórkostlegra stunda í Lyngby Boldklub og finnst ég óhemju heppinn að hafa verið hluti af þessu félagi, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og mína fjölskyldu. Nú er því miður kominn tími til að kveðja – því miður, vegna þess að það er svo erfitt að kveðja félagið og allt það sem við höfum átt hér saman,“ segir Freyr í myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) „Ég vil nýta tækifærið til að segja takk við alla í kringum félagið – stuðningsmenn, styrktaraðila og samverkamenn mína. Mér er svo annt um alla í Lyngby-fjölskyldunni og ég gleymi aldrei því sem við upplifðum saman,“ segir Freyr og kveðst ekki í vafa um að Lyngby verði áfram stýrt í rétta átt með samtakamætti allra þeirra sem að félaginu koma. Í frétt á vef Lyngby þakkar félagið Frey sömuleiðis „fyrir stórkostlegan tíma sem mun aldrei gleymast“, og á samfélagsmiðlum birtist þetta myndband honum til heiðurs: TAK FOR ALT, FREYR #SammenForLyngby pic.twitter.com/oyuvfBAals— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024 Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30 Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Greinilegt er af myndbandinu hve þakklátur Freyr er fyrir þau tvö og hálft ár sem hann hefur búið í Danmörku og þjálfað Lyngby. Hann stýrði liðinu í fyrstu tilraun upp í dönsku úrvalsdeildina, hélt því þar með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, og skilur nú við það um miðja deild til að taka við Kortrijk í Belgíu. „Ég hef átt fjölda stórkostlegra stunda í Lyngby Boldklub og finnst ég óhemju heppinn að hafa verið hluti af þessu félagi, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og mína fjölskyldu. Nú er því miður kominn tími til að kveðja – því miður, vegna þess að það er svo erfitt að kveðja félagið og allt það sem við höfum átt hér saman,“ segir Freyr í myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) „Ég vil nýta tækifærið til að segja takk við alla í kringum félagið – stuðningsmenn, styrktaraðila og samverkamenn mína. Mér er svo annt um alla í Lyngby-fjölskyldunni og ég gleymi aldrei því sem við upplifðum saman,“ segir Freyr og kveðst ekki í vafa um að Lyngby verði áfram stýrt í rétta átt með samtakamætti allra þeirra sem að félaginu koma. Í frétt á vef Lyngby þakkar félagið Frey sömuleiðis „fyrir stórkostlegan tíma sem mun aldrei gleymast“, og á samfélagsmiðlum birtist þetta myndband honum til heiðurs: TAK FOR ALT, FREYR #SammenForLyngby pic.twitter.com/oyuvfBAals— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024
Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30 Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30
Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49