Tækifæri fyrir íslenska leikmenn að láta til sín taka um helgina Aron Guðmundsson skrifar 4. janúar 2024 19:15 Ísland á margar framúrskarandi knattspyrnukonur og er Gonzalo Zamorano, talsmaður Woman Goal, yfir sig hrifinn af gæðastigin í fótboltanum hér á landi. Spennandi æfingarbúðir verða haldnar í Miðgarði um helgina. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenskum knattspyrnukonum gefst gott tækifæri til þess að láta ljós sitt skína út í heim héðan af landi um komandi helgi. Woman Goal stendur fyrir æfingum í Miðgarði í Garðabæ um komandi helgi fyrir knattspyrnukonur, 17 ára og eldri, þar sem í boði er styrktarsamningur við Woman Goal og tækifæri til þess að komast út í atvinnumennsku. Markmið Woman Goal er að hvetja til eflingar kvennaknattspyrnu og er Ísland fyrsta Evrópulandið sem æfingabúðirnar verða haldnar í. Knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano, sem leikið hefur við góðan orðstír hér á landi undanfarin ár, er tengiliður Woman Goal hér á landi. Gonzalo Zamorano í leik með ÍA á móti Breiðabliki fyrir nokkrum árum síðanVísir/Daníel „Við sjáum að kvennaboltinn er í örum vexti og þurfum að auka sýnileika og gefa kvenkyns leikmönnum tækifæri. Það er í grunninn aðal markmið Woman Goal. Að gefa þeim vettvang til þess að sýna listir sýnar og veita þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þær eiga það skilið.“ Um er að ræða verkefni á heimsvísu en sambærilegar æfingabúðir hafa farið fram í öðrum löndum og stendur þetta tækifæri kvenkyns leikmönnum yfir sautján ára aldri til boða þeim að kostnaðarlausu. Þer í gegnum tengingu Gonzalo við yfirmann íþróttamála hjá Woman Goal sem æfingabúðir verða haldnar hér á landi um helgina. „Ég hef sjálfur tekið eftir því yfir tíma minn á Íslandi, og sagði honum það, hversu hátt gæðastigið í fótboltanum hér á landi er. Það er mjög hátt. Þetta er lítið samfélag en gæðastigið er mjög hátt þrátt fyrir það, bæði í kvenna- og karlaboltanum. Í sameiningu þurfum við bara að gefa þessum leikmönnum sviðið og leyfa þeim að láta ljós sitt skína.“ Og vísar Gonzalo þar í vilja Woman Goal í að starfa með fótboltafélögum til þess að auka sýnileika og tækifæri fyrir kvenkyns leikmenn. „Það er mikilvægt að fólk á Íslandi viti að Womans Goal er ekki að fara halda þessar æfingabúðir á Íslandi í þeim tilgangi að stela leikmönnum. Þetta er ekki umboðsskrifstofa. Þetta snýst bara, eins og ég hef sagt áður um sýnileika og tækifæri.“ Klippa: Fá gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína Nánari upplýsingar um æfingarbúðir Womans Goal má finna hér. Þá er hægt að skrá sig í æfingabúðirnar í gegnum þennan hlekk. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Woman Goal stendur fyrir æfingum í Miðgarði í Garðabæ um komandi helgi fyrir knattspyrnukonur, 17 ára og eldri, þar sem í boði er styrktarsamningur við Woman Goal og tækifæri til þess að komast út í atvinnumennsku. Markmið Woman Goal er að hvetja til eflingar kvennaknattspyrnu og er Ísland fyrsta Evrópulandið sem æfingabúðirnar verða haldnar í. Knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano, sem leikið hefur við góðan orðstír hér á landi undanfarin ár, er tengiliður Woman Goal hér á landi. Gonzalo Zamorano í leik með ÍA á móti Breiðabliki fyrir nokkrum árum síðanVísir/Daníel „Við sjáum að kvennaboltinn er í örum vexti og þurfum að auka sýnileika og gefa kvenkyns leikmönnum tækifæri. Það er í grunninn aðal markmið Woman Goal. Að gefa þeim vettvang til þess að sýna listir sýnar og veita þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þær eiga það skilið.“ Um er að ræða verkefni á heimsvísu en sambærilegar æfingabúðir hafa farið fram í öðrum löndum og stendur þetta tækifæri kvenkyns leikmönnum yfir sautján ára aldri til boða þeim að kostnaðarlausu. Þer í gegnum tengingu Gonzalo við yfirmann íþróttamála hjá Woman Goal sem æfingabúðir verða haldnar hér á landi um helgina. „Ég hef sjálfur tekið eftir því yfir tíma minn á Íslandi, og sagði honum það, hversu hátt gæðastigið í fótboltanum hér á landi er. Það er mjög hátt. Þetta er lítið samfélag en gæðastigið er mjög hátt þrátt fyrir það, bæði í kvenna- og karlaboltanum. Í sameiningu þurfum við bara að gefa þessum leikmönnum sviðið og leyfa þeim að láta ljós sitt skína.“ Og vísar Gonzalo þar í vilja Woman Goal í að starfa með fótboltafélögum til þess að auka sýnileika og tækifæri fyrir kvenkyns leikmenn. „Það er mikilvægt að fólk á Íslandi viti að Womans Goal er ekki að fara halda þessar æfingabúðir á Íslandi í þeim tilgangi að stela leikmönnum. Þetta er ekki umboðsskrifstofa. Þetta snýst bara, eins og ég hef sagt áður um sýnileika og tækifæri.“ Klippa: Fá gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína Nánari upplýsingar um æfingarbúðir Womans Goal má finna hér. Þá er hægt að skrá sig í æfingabúðirnar í gegnum þennan hlekk.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira