Snorri um þá sem verða eftir: „Margir í þeirra stöðum“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 15:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið þá átján leikmenn sem hann ætlar að treysta á næstu vikurnar. Sextán leikmenn verða til taks í hverjum leik fyrir sig á EM. vísir/Einar Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, heldur á morgun út til Austurríkis með EM-hópinn sinn sem hefur svo keppni í Þýskalandi á föstudaginn eftir viku. Hann útskýrði ákvörðun sína um hvaða tveir leikmenn detta núna út úr hópnum. Snorri valdi tuttugu leikmenn til æfinga hér á landi en hópurinn hóf æfingar á milli jóla og nýárs. Tveir yngstu mennirnir, hinir 21 árs gömlu Þorsteinn Leó Gunnarsson og Andri Már Rúnarsson, ferðast ekki með hópnum til Austurríkis, þar sem Ísland spilar vináttulandsleiki á laugardag og mánudag. „Andri og Þorsteinn Leó verða eftir að þessu sinni. Það eru margir í þeirra stöðum, við erum ekki undirmannaðir þar eins og er,“ sagði Snorri fyrir æfingu í Safamýri í dag. Báðir geta leikið í stöðu vinstri skyttu, þó ólíkir séu, og Andri auk þess sem miðjumaður. Á EM fara hins vegar Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Janus Daði Smárason, sem leyst geta þessi hlutverk. Vildi geta nýtt krafta Donna Snorri valdi Kristján Örn Kristjánsson, Donna, en þessi öfluga, örvhenta skytta hefur átt við meiðsli að stríða: „Ég vildi hafa þrjár örvhentar skyttur með, þrátt fyrir að Donni hafi verið að glíma við einhver meiðsli undanfarið. Ég vildi hafa smá breidd þar,“ sagði Snorri sem er einnig með Ómar Inga Magnússon og Viggó Kristjánsson. Hann bætti við: „Ég tel þetta vera okkar átján bestu leikmenn, sem passa vel saman og passa inn í það sem við erum að gera. Svo vitum við náttúrulega aldrei hvað gerist á löngu og ströngu móti.“ Klippa: Snorri um EM-hópinn og stöðu Elvars Ekki að sjá að Elvar hafi misst af síðustu vikum Elvar Örn Jónsson hefur verið í kapphlaupi við tímann til að ná mótinu, eftir að hafa tognað í kviðvöðva, og Gísli Þorgeir Kristjánsson byrjaði að spila að nýju í síðasta mánuði eftir að hafa farið í aðgerð vegna axlarmeiðsla í sumar. „Þeir hafa báðir verið flottir. Elvar kom seinna inn í þetta og er nýbyrjaður en það er ekki að sjá að hann hafi verið frá í 5-6 vikur. Auðvitað verðum við samt að hafa varann á þegar menn eru að stíga sín fyrstu skref eftir meiðsli,“ sagði Snorri. „Gísli er búinn að vera „full force“ með okkur en það segir sig sjálft að hann er ekki sá maður sem kemur til með að skjóta lengst frá markinu fyrir okkur, en þeir sem þekkja vel til vita að hann hefur aðra eiginleika sem við viljum klárlega hafa með okkur,“ bætti hann við. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. 4. janúar 2024 09:31 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 „Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. 3. janúar 2024 13:00 Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2024 08:11 Segir Ísland geta komið á óvart á EM Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. 2. janúar 2024 15:01 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Snorri valdi tuttugu leikmenn til æfinga hér á landi en hópurinn hóf æfingar á milli jóla og nýárs. Tveir yngstu mennirnir, hinir 21 árs gömlu Þorsteinn Leó Gunnarsson og Andri Már Rúnarsson, ferðast ekki með hópnum til Austurríkis, þar sem Ísland spilar vináttulandsleiki á laugardag og mánudag. „Andri og Þorsteinn Leó verða eftir að þessu sinni. Það eru margir í þeirra stöðum, við erum ekki undirmannaðir þar eins og er,“ sagði Snorri fyrir æfingu í Safamýri í dag. Báðir geta leikið í stöðu vinstri skyttu, þó ólíkir séu, og Andri auk þess sem miðjumaður. Á EM fara hins vegar Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Janus Daði Smárason, sem leyst geta þessi hlutverk. Vildi geta nýtt krafta Donna Snorri valdi Kristján Örn Kristjánsson, Donna, en þessi öfluga, örvhenta skytta hefur átt við meiðsli að stríða: „Ég vildi hafa þrjár örvhentar skyttur með, þrátt fyrir að Donni hafi verið að glíma við einhver meiðsli undanfarið. Ég vildi hafa smá breidd þar,“ sagði Snorri sem er einnig með Ómar Inga Magnússon og Viggó Kristjánsson. Hann bætti við: „Ég tel þetta vera okkar átján bestu leikmenn, sem passa vel saman og passa inn í það sem við erum að gera. Svo vitum við náttúrulega aldrei hvað gerist á löngu og ströngu móti.“ Klippa: Snorri um EM-hópinn og stöðu Elvars Ekki að sjá að Elvar hafi misst af síðustu vikum Elvar Örn Jónsson hefur verið í kapphlaupi við tímann til að ná mótinu, eftir að hafa tognað í kviðvöðva, og Gísli Þorgeir Kristjánsson byrjaði að spila að nýju í síðasta mánuði eftir að hafa farið í aðgerð vegna axlarmeiðsla í sumar. „Þeir hafa báðir verið flottir. Elvar kom seinna inn í þetta og er nýbyrjaður en það er ekki að sjá að hann hafi verið frá í 5-6 vikur. Auðvitað verðum við samt að hafa varann á þegar menn eru að stíga sín fyrstu skref eftir meiðsli,“ sagði Snorri. „Gísli er búinn að vera „full force“ með okkur en það segir sig sjálft að hann er ekki sá maður sem kemur til með að skjóta lengst frá markinu fyrir okkur, en þeir sem þekkja vel til vita að hann hefur aðra eiginleika sem við viljum klárlega hafa með okkur,“ bætti hann við.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. 4. janúar 2024 09:31 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 „Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. 3. janúar 2024 13:00 Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2024 08:11 Segir Ísland geta komið á óvart á EM Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. 2. janúar 2024 15:01 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06
Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. 4. janúar 2024 09:31
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
„Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. 3. janúar 2024 13:00
Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2024 08:11
Segir Ísland geta komið á óvart á EM Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. 2. janúar 2024 15:01