Einhver verður Íþróttamaður ársins í fyrsta sinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 12:46 Ómar Ingi Magnússon hefur verið Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár. MummiLú Íþróttamaður ársins verður krýndur í 68. skiptið í kvöld og það er þegar ljóst að sigurvegari kvöldsins fær þessa stærstu viðurkenningu íslensks íþróttafólks í fyrsta sinn á ferlinum. Enginn af þeim tíu íþróttamönnum sem eru meðal tíu efstu í kjörinu í ár hafa fengið þennan heiður áður. Ómar Ingi Magnússon hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár en hann er ekki tilnefndur í ár. Ekki heldur Sara Björk Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson sem unnu titilinn á undan honum. Íþróttamaður ársins var kjörinn í fyrsta sinn árið 1956 og þá vann þrístökkvarinn Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur vann líka næstu tvö ár á eftir og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Enginn hefur unnið þetta oftar en hann. Síðan Vilhjálmur var kjörinn fyrstur fyrir næstum því sjö áratugum síðan hafa 44 einstaklingar til viðbótar verið kjörnir Íþróttamenn ársins, 38 karlar að Vilhjálmi meðtöldum og sjö konur. Sá 46. bætist því í hópinn í kvöld. Samsett mynd Sex konur og fjórir karlar koma til greina að þessu sinni en aldrei áður hafa verið fleiri konur meðal tíu efstu. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir voru bæði meðal þriggja efstu í kjörinu í fyrra og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð þá í fimmta sæti. Öll gera þau tilkall til þess að vera kosin Íþróttamaður ársins í ár. Það gera líka fleiri. Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er á topp tíu listanum eins og í fyrra, knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þar eftir eins árs fjarveru og knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tilnefndur í fyrsta sinn í fimm ár. Það eru líka fjórar konur á listanum sem eru tilnefndar í fyrsta sinn á ferlinum en það eru frjálsíþróttakonan Andrea Kolbeinsdóttir, sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir, kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir og fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Það verður einnig kosið lið ársins og þjálfari ársins í kvöld. Víkingur á tvö af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins enduðu meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli í kvöld og verður útsendingin að venju í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19.35. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta Íþróttamaður ársins Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira
Enginn af þeim tíu íþróttamönnum sem eru meðal tíu efstu í kjörinu í ár hafa fengið þennan heiður áður. Ómar Ingi Magnússon hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár en hann er ekki tilnefndur í ár. Ekki heldur Sara Björk Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson sem unnu titilinn á undan honum. Íþróttamaður ársins var kjörinn í fyrsta sinn árið 1956 og þá vann þrístökkvarinn Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur vann líka næstu tvö ár á eftir og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Enginn hefur unnið þetta oftar en hann. Síðan Vilhjálmur var kjörinn fyrstur fyrir næstum því sjö áratugum síðan hafa 44 einstaklingar til viðbótar verið kjörnir Íþróttamenn ársins, 38 karlar að Vilhjálmi meðtöldum og sjö konur. Sá 46. bætist því í hópinn í kvöld. Samsett mynd Sex konur og fjórir karlar koma til greina að þessu sinni en aldrei áður hafa verið fleiri konur meðal tíu efstu. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir voru bæði meðal þriggja efstu í kjörinu í fyrra og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð þá í fimmta sæti. Öll gera þau tilkall til þess að vera kosin Íþróttamaður ársins í ár. Það gera líka fleiri. Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er á topp tíu listanum eins og í fyrra, knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þar eftir eins árs fjarveru og knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tilnefndur í fyrsta sinn í fimm ár. Það eru líka fjórar konur á listanum sem eru tilnefndar í fyrsta sinn á ferlinum en það eru frjálsíþróttakonan Andrea Kolbeinsdóttir, sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir, kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir og fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Það verður einnig kosið lið ársins og þjálfari ársins í kvöld. Víkingur á tvö af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins enduðu meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli í kvöld og verður útsendingin að venju í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19.35. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Íþróttamaður ársins Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Sjá meira