„Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. janúar 2024 10:01 Bjarni Benediktsson segist ekki vera að íhuga að hætta í stjórnmálum. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera að íhuga að hætta í stjórnmálum. Þetta kom fram í Kryddsíldinni á Stöð 2, en þar var hann var spurður út í ummæli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og varaformanns flokksins, sem segist vera orðin tilbúin að taka við formennsku í flokknum. Ertu að íhuga að láta þetta gott heita? „Nei. Ég er ekkert að íhuga það. Þið fjölmiðlamenn eruð ítrekað að spyrja mig að þessu,“ svaraði Bjarni sem rifjaði upp aðdraganda síðustu kosninga. „Ímyndið ykkur þetta: Í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins fyrir síðustu kosningar, daginn áður enn átti að kjósa fæ ég spurninguna: „Hvenær ætlar þú að segja af þér?““ Bjarni uppskar hlátur, en bætti sjálfur við: „Menn hlægja af þessu hérna, en þetta er bara staðreynd. Þetta er minn veruleiki. Svona er komið fram við mann. Ég er að leiða þetta ríkisstjórnarsamstarf og ég er nýkominn í embætti utanríkisráðherra, og þú spyrð mig: Hvenær ætlar þú að hætta?“ Hann ítrekaði að hann hygðist ekki vera að hætta. „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti, því ég hef verið þeim erfiður. Þess vegna hef ég verið lengi í þessu.“ Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á Alþingi benti Bjarni og þó Samfylking mælist stærri sagðist Bjarni hafa lært af sínum stjórnmálaferli að hundsa þær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kryddsíld Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Þetta kom fram í Kryddsíldinni á Stöð 2, en þar var hann var spurður út í ummæli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og varaformanns flokksins, sem segist vera orðin tilbúin að taka við formennsku í flokknum. Ertu að íhuga að láta þetta gott heita? „Nei. Ég er ekkert að íhuga það. Þið fjölmiðlamenn eruð ítrekað að spyrja mig að þessu,“ svaraði Bjarni sem rifjaði upp aðdraganda síðustu kosninga. „Ímyndið ykkur þetta: Í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins fyrir síðustu kosningar, daginn áður enn átti að kjósa fæ ég spurninguna: „Hvenær ætlar þú að segja af þér?““ Bjarni uppskar hlátur, en bætti sjálfur við: „Menn hlægja af þessu hérna, en þetta er bara staðreynd. Þetta er minn veruleiki. Svona er komið fram við mann. Ég er að leiða þetta ríkisstjórnarsamstarf og ég er nýkominn í embætti utanríkisráðherra, og þú spyrð mig: Hvenær ætlar þú að hætta?“ Hann ítrekaði að hann hygðist ekki vera að hætta. „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti, því ég hef verið þeim erfiður. Þess vegna hef ég verið lengi í þessu.“ Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á Alþingi benti Bjarni og þó Samfylking mælist stærri sagðist Bjarni hafa lært af sínum stjórnmálaferli að hundsa þær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kryddsíld Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55