Til umhugsunar á nýju ári: Almenningur - þögli hagaðilinn Halla Hrund Logadóttir skrifar 1. janúar 2024 09:30 Ekki þarf að fjölyrða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja getur haft á daglegt líf samfélagsins. Mikil umræða hefur verið um málið að undanförnu - en hvað er nákvæmlega átt við þegar vísað er til orkuöryggis almennings? Í kjölfar orkukrísunnar í Evrópu og aukinnar áherslu heimsins á grænni orku hefur tímabil umframeftirspurnar eftir endurnýjanlegri orku hér á landi gengið í garð. Í slíku umhverfi er stöðug hætta á að heimili og venjuleg fyrirtæki verði undir í samkeppni við stærri raforkunotendur. Ólíkt því sem víða þekkist eru stórir orkukaupendur, svokallaðir stórnotendur, ráðandi í raforkunotkuninni. Þeir nota um 80 prósent af raforkunni á Íslandi, önnur fyrirtæki um 15 prósent og heimili um 5 prósent. Ef hugsað er um þessi hlutföll í kökusneiðum má í raun segja að áhættan á orkuskorti hjá almenningi sé sú að stærri orkunotendur ásælist kökusneiðar heimila og venjulegra fyrirtækja. Fram til ársins 2003 bar Landsvirkjun lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en sú skylda var afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög og er í dag ekki á hendi neins. Á ábyrgðina reynir fyrst og fremst þegar umframeftirspurn er eftir orku. Þá getur skapast hvati hjá ólíkum orkufyrirtækjum til að selja meira til stórra orkunotenda á kostnað almennings þegar enginn ber ábyrgð á þeim hópi eða hefur það hlutverk að bregðast við í neyð. Nánar um áhættu og ábyrgð Í landi eins og Íslandi þar sem orkuframleiðsla byggir á auðlindum náttúrunnar er sérlega mikilvægt að innleiða öryggisventla til að vernda almenning þar sem orkuframleiðsla sveiflast eftir tíðarfari hverju sinni. Öryggisventlar eru jafnframt nauðsynlegir vegna þess að orkukerfið okkar er einangrað og því ekki hægt að kaupa raforku í neyð hratt annars staðar frá eins og raunin er víða. Hætta á að almenningur verði undir í samkeppni um raforku verður til staðar óháð fjölda virkjana hverju sinni og þá sér í lagi ef nýir stærri orkukaupendur bjóða betur og tryggja sér þannig mikið magn raforku til lengri tíma. Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga. Umræðan um raforkuöryggi fer stundum í þær öfgar að engin raforka sé til í landinu. Það rétta er að stór hluti orkunnar er bundinn í samningum fyrirtækja á milli sem stjórnvöld hlutast ekki til um. Það að tryggja öryggi raforku til almennings gengur því út á að tryggja að almenningur sitji ekki uppi með Svarta Pétur, sé tekið af sneiðinni hans án nokkurra varna. Hér skal undirstrikað að vernd í þágu heimila hróflar ekki við langtímasamningum stórnotenda. Hún skapar hins vegar ákveðnar neyðarvarnir gegn því að samningar stórnotenda stækki eða nýir séu gerðir á kostnað almennings ef svigrúm myndast ekki á orkumarkaði eða ef ný orkuframleiðsla kemur ekki á móti. Þögli hagaðilinn; almenningur í landinu Til að bæta raforkuöryggi almennings lagði atvinnuveganefnd, fyrir hönd ráðherra orkumála, fram frumvarp til Alþingis nú í lok árs. Þingnefndin tók málinu alvarlega og þingheimur sömuleiðis enda málið brýnt og aðkallandi í ljósi ofangreinds. Á meðan að háværir hagsmunahópar tókust á af hörku um málið var lykilaðilinn sem frumvarpið snýst um, almenningur, hins vegar hljóðlátur við vinnu og at hversdagsleikans að undirbúa komu jólahátíðar. Fólk mætti ekki á þingpallana heldur treysti því að allir ynnu saman að farsælli lausn. Sama má segja um þann mikla fjölda venjulegra fyrirtækja eða rekstrareininga sem frumvarpinu var ætlað að vernda fyrir áhrifum orkuskorts og tilheyrandi verðhækkunum. Hér er til dæmis átt við fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu og bændur um land allt, ráðgjafafyrirtæki, matsölustaði, líftæknifyrirtæki, verslanir Kringlunnar og Glerártorgs og svo mætti lengi telja – allt fyrirtæki sem treysta á raforkuöryggi fyrir rekstur sinn. Takmörkuð inngrip í neyð og hluti af þróun raforkumarkaða Frumvarp nefndarinnar fól í sér heimild til ákvörðunar um viðbrögð þar sem orku í magni á hnífsoddi af orkuframleiðslu landsins væri tímabundið beint til almennings þegar gögn og greiningar frá aðilum á orkumarkaði sýndu fram á slíka þörf - og eingöngu sem tímabundið neyðarviðbragð. Hún fól því langt í frá í sér handahófskennda handstýringu á markaðnum með inngripum í núverandi langtímasamninga stórnotenda eins og látið var í skína. Útfærslan er þó ekki yfir gagnrýni hafin. Áður höfðu ólíkar leiðir verið skoðaðar af starfshópi ráðherra með Orkustofnun og fjölmörgum hagaðilum þar sem sett var fram tillaga að framboðsskyldu á raforku til almennings. Hún virkar best ef aðgreining markaða almennings og stórnotenda er skýr, eða ef tenging framboðs við almenna notendur er útfærð með öðrum hætti eins og fyrri útgáfa frumvarps nefndarinnar horfði að ákveðnu leyti til. Rými er því fyrir umbætur en mikilvægast er - óháð leiðum - að bregðast við nú í byrjun árs með lagabreytingu fyrir almenning. Hafa ber í huga að löggjöf Evrópusambandsins gerir beinlínis ráð fyrir að ríki setji öryggisventla og áhersla í þá veru hefur aukist eftir Úkraínustríðið, og eru þeir því viðurkenndur hluti af hraðri þróun raforkumarkaða, ekki andstæða þeirra. Í því samhengi má nefna að upphaflega frumvarpið var stutt í umsögnum af nýjum fyrirtækjum á raforkumarkaði á Íslandi sem selja til almennings en núverandi staða ógnar samkeppnishæfni þeirra. Gagnrýni er alltaf mikilvæg Opinber umræða og málefnaleg gagnrýni er mikilvæg fyrir þróun laga- og regluverks og enginn í samfélaginu okkar er yfir gagnrýni hafinn. Í hagsmunabaráttu getur hins vegar verið fín lína á milli þess að fara í manninn og boltann. Samtök iðnaðarins höfnuðu frumvarpi með öllu og gagnrýndu meðal annars sérstaklega ummæli orkumálastjóra um að „almenningur fái að njóta raforku.“ Til skýringar er mikilvægt að átta sig á að skýrt er kveðið á um forgang heimila umfram aðra hagsmuni í Orkustefnu Íslands og Orkustofnun hefur lagalega skyldu til að vera ríkisstjórn til ráðgjafar um málefni stofnunarinnar svo sem um raforkuöryggi. Að leggjast gegn vernd fyrir íslensk heimili og almenn fyrirtæki Þegar meginmarkmið frumvarpsins er algjörlega virt að vettugi, líkt og gert var í umsögn Samtaka iðnaðarins, er ekki aðeins hagsmunum heimilanna ýtt til hliðar heldur einnig rekstrarhagsmunum fjölda venjulegra fyrirtækja í landinu sem falla undir gildissvið lagabreytingarinnar. Hér er um að ræða marga smærri atvinnurekendur, sem líklega mynda meirihluta meðlima í fjölbreyttum samtökum á borð við Samtök iðnaðarins, allt frá málurum og hárgreiðslustofum til bakaría og byggingarfyrirtækja. Í samanburði má nefna að umsagnir frá félögum og hagaðilum voru margs konar og gagnrýnar en nálguðust málið á lausnarmiðaðri hátt fyrir almenning svo sem með því að leggja áherslu á mikilvægi vægra tímabundinna heimilda eða horfa til annarra leiða svo sem framboðsskyldu. Öll orkufyrirtækin, bæði framleiðendur og sölufyrirtæki, höfðu í umsögnum sínum skilning á stöðunni þó að deilt sé um útfærslur að markmiði. Almenningur og orkufrekur iðnaður; tillitssemi lykill að farsælli sambúð Með afdráttarlausri synjun á tilgangi frumvarpsins er sömuleiðis verið að etja saman almenningi; venjulegum fyrirtækjum og heimilum á móti orkufrekum iðnaði í landinu. Slíkt er óþarfi enda vel vitað að orkuöryggi Íslendinga í dag er ekki síst afrakstur orkufrekrar iðnaðaruppbyggingar fyrri kynslóða. Sú hugsun fyrirrennara að byggja upp iðnað, en á sama tíma hlúa ætíð um leið að orkuöryggi almennings, lagði mikilvægan grunn að þeim lífsgæðum sem við búum við í dag eins og kemur glögglega fram í ævisögu Jóhannesar Nordal, fyrsta stjórnarformanns Landsvirkjunar. Flestum er ljóst að fjölbreyttur iðnaður á Íslandi er mikilvægur fyrir nútíð og framtíð landsins. Að stuðla að sundrung og skipa í fylkingar getur vart talist gott veganesti fyrir frekari uppbyggingu orkumála hér á landi. Geta öryggisventlar í þágu almennings gagnast orkumálum og iðnaði? Nýlegt dæmi um sundrung sem getur skapast ef almenningi þykir á hagsmunum þeirra troðið er að finna í Noregi. Þar snerist almenningur á móti orkumálunum þegar orkuverð til heimila hækkaði upp úr öllu valdi í orkukrísunni og vernd var ekki til staðar. Einnig hafa skapast miklar deilur um þróun vindorku í Noregi, meðal annars vegna þess að allt að 70% af raforkuframleiðslu vindorkuvera hefur farið í stækkun orkufreks iðnaðar og almenningur upplifir að á honum sé troðið með fölskum loforðum um að uppbyggingin bæti orkuöryggi hans. Öryggisventlar sem skapa almenningi skjól draga hins vegar úr líkum á aðstæðum og átökum sem þessum en samlyndi og tillitssemi við íbúa landsins hlýtur að vera hagsmunamál allra. Áfram þarf að vinna að orkumálum Áfram þarf að vinna að öðrum orkumálum sem frumvarpi um orkuöryggi almennings er ekki ætlað að ná til – það dregur enginn dul á. Hér er átt við þætti sem leysa ekki skammtímavanda í orkukerfinu svo sem uppbyggingu flutnings- og dreifikerfis í þágu byggðarlaga um allt land, auka orkunýtni og þróun verkefna til dæmis á sviði hitaveitu og raforku. Töluvert er hér þegar í vinnslu og síðasta afgreiðsla rammaáætlunar mun leiða af sér fleiri verkefni. Þar skipta leyfismál meðal annars máli og vert er að vekja athygli á niðurskurði til stofnana á nýju ári á meðan að stjórnsýslan þarf að eflast. Samhliða þarf að huga að jafnvægi við ósnortna náttúru landsins þar sem afar mikil framtíðarverðmæti eru einnig fólgin. Úr átökum yfir í friðsamlega samvinnu fyrir almenning og Ísland í heild Frumvarpið um orkuöryggi almennings verður aftur tekið til afgreiðslu í byrjun nýs árs. Ólíkar útfærslur hafa verið birtar og margs konar sjónarmið og tillögur komið fram en nú gefst tækifæri til að finna sameiginlegan flöt á skrefi fram á við og sigla máli í höfn í ljósi stöðunnar. Orkumálin hafa allt of lengi verið föst í skotgröfum. Til að komast upp úr þeim og leysa mál þarf nýjan tón og metnað í samskiptum og úthald í verkefnin í stað upphrópana. Þannig getum við náð miklu lengra fyrir samfélagið í heild. Í slíkri vinnu er aðkoma og þekking hagaðila og samtaka bæði dýrmæt og mikilvæg; fyrir hagsmuni allra - ekki bara sumra - svo að heimili, fyrirtæki og iðnaður blómstri. Gleðilegt friðsælt komandi ár. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Orkuskipti Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ekki þarf að fjölyrða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja getur haft á daglegt líf samfélagsins. Mikil umræða hefur verið um málið að undanförnu - en hvað er nákvæmlega átt við þegar vísað er til orkuöryggis almennings? Í kjölfar orkukrísunnar í Evrópu og aukinnar áherslu heimsins á grænni orku hefur tímabil umframeftirspurnar eftir endurnýjanlegri orku hér á landi gengið í garð. Í slíku umhverfi er stöðug hætta á að heimili og venjuleg fyrirtæki verði undir í samkeppni við stærri raforkunotendur. Ólíkt því sem víða þekkist eru stórir orkukaupendur, svokallaðir stórnotendur, ráðandi í raforkunotkuninni. Þeir nota um 80 prósent af raforkunni á Íslandi, önnur fyrirtæki um 15 prósent og heimili um 5 prósent. Ef hugsað er um þessi hlutföll í kökusneiðum má í raun segja að áhættan á orkuskorti hjá almenningi sé sú að stærri orkunotendur ásælist kökusneiðar heimila og venjulegra fyrirtækja. Fram til ársins 2003 bar Landsvirkjun lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en sú skylda var afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög og er í dag ekki á hendi neins. Á ábyrgðina reynir fyrst og fremst þegar umframeftirspurn er eftir orku. Þá getur skapast hvati hjá ólíkum orkufyrirtækjum til að selja meira til stórra orkunotenda á kostnað almennings þegar enginn ber ábyrgð á þeim hópi eða hefur það hlutverk að bregðast við í neyð. Nánar um áhættu og ábyrgð Í landi eins og Íslandi þar sem orkuframleiðsla byggir á auðlindum náttúrunnar er sérlega mikilvægt að innleiða öryggisventla til að vernda almenning þar sem orkuframleiðsla sveiflast eftir tíðarfari hverju sinni. Öryggisventlar eru jafnframt nauðsynlegir vegna þess að orkukerfið okkar er einangrað og því ekki hægt að kaupa raforku í neyð hratt annars staðar frá eins og raunin er víða. Hætta á að almenningur verði undir í samkeppni um raforku verður til staðar óháð fjölda virkjana hverju sinni og þá sér í lagi ef nýir stærri orkukaupendur bjóða betur og tryggja sér þannig mikið magn raforku til lengri tíma. Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga. Umræðan um raforkuöryggi fer stundum í þær öfgar að engin raforka sé til í landinu. Það rétta er að stór hluti orkunnar er bundinn í samningum fyrirtækja á milli sem stjórnvöld hlutast ekki til um. Það að tryggja öryggi raforku til almennings gengur því út á að tryggja að almenningur sitji ekki uppi með Svarta Pétur, sé tekið af sneiðinni hans án nokkurra varna. Hér skal undirstrikað að vernd í þágu heimila hróflar ekki við langtímasamningum stórnotenda. Hún skapar hins vegar ákveðnar neyðarvarnir gegn því að samningar stórnotenda stækki eða nýir séu gerðir á kostnað almennings ef svigrúm myndast ekki á orkumarkaði eða ef ný orkuframleiðsla kemur ekki á móti. Þögli hagaðilinn; almenningur í landinu Til að bæta raforkuöryggi almennings lagði atvinnuveganefnd, fyrir hönd ráðherra orkumála, fram frumvarp til Alþingis nú í lok árs. Þingnefndin tók málinu alvarlega og þingheimur sömuleiðis enda málið brýnt og aðkallandi í ljósi ofangreinds. Á meðan að háværir hagsmunahópar tókust á af hörku um málið var lykilaðilinn sem frumvarpið snýst um, almenningur, hins vegar hljóðlátur við vinnu og at hversdagsleikans að undirbúa komu jólahátíðar. Fólk mætti ekki á þingpallana heldur treysti því að allir ynnu saman að farsælli lausn. Sama má segja um þann mikla fjölda venjulegra fyrirtækja eða rekstrareininga sem frumvarpinu var ætlað að vernda fyrir áhrifum orkuskorts og tilheyrandi verðhækkunum. Hér er til dæmis átt við fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu og bændur um land allt, ráðgjafafyrirtæki, matsölustaði, líftæknifyrirtæki, verslanir Kringlunnar og Glerártorgs og svo mætti lengi telja – allt fyrirtæki sem treysta á raforkuöryggi fyrir rekstur sinn. Takmörkuð inngrip í neyð og hluti af þróun raforkumarkaða Frumvarp nefndarinnar fól í sér heimild til ákvörðunar um viðbrögð þar sem orku í magni á hnífsoddi af orkuframleiðslu landsins væri tímabundið beint til almennings þegar gögn og greiningar frá aðilum á orkumarkaði sýndu fram á slíka þörf - og eingöngu sem tímabundið neyðarviðbragð. Hún fól því langt í frá í sér handahófskennda handstýringu á markaðnum með inngripum í núverandi langtímasamninga stórnotenda eins og látið var í skína. Útfærslan er þó ekki yfir gagnrýni hafin. Áður höfðu ólíkar leiðir verið skoðaðar af starfshópi ráðherra með Orkustofnun og fjölmörgum hagaðilum þar sem sett var fram tillaga að framboðsskyldu á raforku til almennings. Hún virkar best ef aðgreining markaða almennings og stórnotenda er skýr, eða ef tenging framboðs við almenna notendur er útfærð með öðrum hætti eins og fyrri útgáfa frumvarps nefndarinnar horfði að ákveðnu leyti til. Rými er því fyrir umbætur en mikilvægast er - óháð leiðum - að bregðast við nú í byrjun árs með lagabreytingu fyrir almenning. Hafa ber í huga að löggjöf Evrópusambandsins gerir beinlínis ráð fyrir að ríki setji öryggisventla og áhersla í þá veru hefur aukist eftir Úkraínustríðið, og eru þeir því viðurkenndur hluti af hraðri þróun raforkumarkaða, ekki andstæða þeirra. Í því samhengi má nefna að upphaflega frumvarpið var stutt í umsögnum af nýjum fyrirtækjum á raforkumarkaði á Íslandi sem selja til almennings en núverandi staða ógnar samkeppnishæfni þeirra. Gagnrýni er alltaf mikilvæg Opinber umræða og málefnaleg gagnrýni er mikilvæg fyrir þróun laga- og regluverks og enginn í samfélaginu okkar er yfir gagnrýni hafinn. Í hagsmunabaráttu getur hins vegar verið fín lína á milli þess að fara í manninn og boltann. Samtök iðnaðarins höfnuðu frumvarpi með öllu og gagnrýndu meðal annars sérstaklega ummæli orkumálastjóra um að „almenningur fái að njóta raforku.“ Til skýringar er mikilvægt að átta sig á að skýrt er kveðið á um forgang heimila umfram aðra hagsmuni í Orkustefnu Íslands og Orkustofnun hefur lagalega skyldu til að vera ríkisstjórn til ráðgjafar um málefni stofnunarinnar svo sem um raforkuöryggi. Að leggjast gegn vernd fyrir íslensk heimili og almenn fyrirtæki Þegar meginmarkmið frumvarpsins er algjörlega virt að vettugi, líkt og gert var í umsögn Samtaka iðnaðarins, er ekki aðeins hagsmunum heimilanna ýtt til hliðar heldur einnig rekstrarhagsmunum fjölda venjulegra fyrirtækja í landinu sem falla undir gildissvið lagabreytingarinnar. Hér er um að ræða marga smærri atvinnurekendur, sem líklega mynda meirihluta meðlima í fjölbreyttum samtökum á borð við Samtök iðnaðarins, allt frá málurum og hárgreiðslustofum til bakaría og byggingarfyrirtækja. Í samanburði má nefna að umsagnir frá félögum og hagaðilum voru margs konar og gagnrýnar en nálguðust málið á lausnarmiðaðri hátt fyrir almenning svo sem með því að leggja áherslu á mikilvægi vægra tímabundinna heimilda eða horfa til annarra leiða svo sem framboðsskyldu. Öll orkufyrirtækin, bæði framleiðendur og sölufyrirtæki, höfðu í umsögnum sínum skilning á stöðunni þó að deilt sé um útfærslur að markmiði. Almenningur og orkufrekur iðnaður; tillitssemi lykill að farsælli sambúð Með afdráttarlausri synjun á tilgangi frumvarpsins er sömuleiðis verið að etja saman almenningi; venjulegum fyrirtækjum og heimilum á móti orkufrekum iðnaði í landinu. Slíkt er óþarfi enda vel vitað að orkuöryggi Íslendinga í dag er ekki síst afrakstur orkufrekrar iðnaðaruppbyggingar fyrri kynslóða. Sú hugsun fyrirrennara að byggja upp iðnað, en á sama tíma hlúa ætíð um leið að orkuöryggi almennings, lagði mikilvægan grunn að þeim lífsgæðum sem við búum við í dag eins og kemur glögglega fram í ævisögu Jóhannesar Nordal, fyrsta stjórnarformanns Landsvirkjunar. Flestum er ljóst að fjölbreyttur iðnaður á Íslandi er mikilvægur fyrir nútíð og framtíð landsins. Að stuðla að sundrung og skipa í fylkingar getur vart talist gott veganesti fyrir frekari uppbyggingu orkumála hér á landi. Geta öryggisventlar í þágu almennings gagnast orkumálum og iðnaði? Nýlegt dæmi um sundrung sem getur skapast ef almenningi þykir á hagsmunum þeirra troðið er að finna í Noregi. Þar snerist almenningur á móti orkumálunum þegar orkuverð til heimila hækkaði upp úr öllu valdi í orkukrísunni og vernd var ekki til staðar. Einnig hafa skapast miklar deilur um þróun vindorku í Noregi, meðal annars vegna þess að allt að 70% af raforkuframleiðslu vindorkuvera hefur farið í stækkun orkufreks iðnaðar og almenningur upplifir að á honum sé troðið með fölskum loforðum um að uppbyggingin bæti orkuöryggi hans. Öryggisventlar sem skapa almenningi skjól draga hins vegar úr líkum á aðstæðum og átökum sem þessum en samlyndi og tillitssemi við íbúa landsins hlýtur að vera hagsmunamál allra. Áfram þarf að vinna að orkumálum Áfram þarf að vinna að öðrum orkumálum sem frumvarpi um orkuöryggi almennings er ekki ætlað að ná til – það dregur enginn dul á. Hér er átt við þætti sem leysa ekki skammtímavanda í orkukerfinu svo sem uppbyggingu flutnings- og dreifikerfis í þágu byggðarlaga um allt land, auka orkunýtni og þróun verkefna til dæmis á sviði hitaveitu og raforku. Töluvert er hér þegar í vinnslu og síðasta afgreiðsla rammaáætlunar mun leiða af sér fleiri verkefni. Þar skipta leyfismál meðal annars máli og vert er að vekja athygli á niðurskurði til stofnana á nýju ári á meðan að stjórnsýslan þarf að eflast. Samhliða þarf að huga að jafnvægi við ósnortna náttúru landsins þar sem afar mikil framtíðarverðmæti eru einnig fólgin. Úr átökum yfir í friðsamlega samvinnu fyrir almenning og Ísland í heild Frumvarpið um orkuöryggi almennings verður aftur tekið til afgreiðslu í byrjun nýs árs. Ólíkar útfærslur hafa verið birtar og margs konar sjónarmið og tillögur komið fram en nú gefst tækifæri til að finna sameiginlegan flöt á skrefi fram á við og sigla máli í höfn í ljósi stöðunnar. Orkumálin hafa allt of lengi verið föst í skotgröfum. Til að komast upp úr þeim og leysa mál þarf nýjan tón og metnað í samskiptum og úthald í verkefnin í stað upphrópana. Þannig getum við náð miklu lengra fyrir samfélagið í heild. Í slíkri vinnu er aðkoma og þekking hagaðila og samtaka bæði dýrmæt og mikilvæg; fyrir hagsmuni allra - ekki bara sumra - svo að heimili, fyrirtæki og iðnaður blómstri. Gleðilegt friðsælt komandi ár. Höfundur er orkumálastjóri.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar