Óvinsældir Bjarna sláandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. desember 2023 19:55 Eiríkur segir óvinsældir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra sláandi. Vísir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir óvinsældir Bjarna Benediktssonar samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Maskínu sláandi. Spurt var við framkvæmd könnunarinnar hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili. Sá ráðherra sem svarendur sem tóku afstöðu töldu hafa staðið sig best var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með 9,7 prósent. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með 7,2 prósent. Stuðningurinn þverr ansi fljótt Tæp 34 prósent töldu þó að enginn einn ráðherra hefði staðið sig best. Á hinum enda skalans voru 45,5 prósent sem töldu Bjarna Benediktsson hafa staðið sig verst, en 14,6 prósent töldu Svandísi hafa staðið sig verst. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra býr ekki við miklar vinsældir um þessar mundir.Vísir „Þetta eru alveg fádæma óvinsældir sem Bjarni Benediktsson býr við núna. Hann er auðvitað stjórnmálamaður sem hefur notið töluverðs trausts og stuðnings í íslensku þjóðfélagi en núna þverr það ansi fljótt. Og þetta eru sláandi tölur að sjá núna,“ segir Eiríkur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þá var einnig spurt við framkvæmd könnunarinnar hversu vel eða illa ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist að koma sínum málefnum til framkvæmda í ríkisstjórnarsamstarfinu. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda, en 13 prósent telja það hafa tekist vel hjá flokknum. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda.Vísir Rúmum 35 prósentum þótti þá Framsóknarflokknum hafa tekist illa til við að koma málefnum sínum á framfæri, en tæp 17 prósent töldu það hafa tekist vel hjá flokknum. Yfir 30 prósent sögðu Sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel til, en tæp 38 prósent sögðu hið gagnstæða, að flokknum hefði illa eða alls ekki tekist að koma málefnum sínum til framkvæmda í samstarfinu. Hugur fólksins skýr Eiríkur tekur fram að langt sé í kosningar og að staðan gæti verið gjörbreytt þegar líður að kosningum. Þó segir Eiríkur að ákveðin mynd sé að festa sig í sessi. „Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins komið niður í rúmlega 17 prósent og heldur sér þar. Framsóknarflokkurinn missir þennan gríðarlega stuðning sem hann hafði í síðustu kosningum og VG heldur áfram að dala algjörlega kominn við þau mörk að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum og þetta er flokkur forsætisráðherrans. Samfylkingin fer áfram með himinskautum. Þessi mynd er að festast í sessi,“ segir Eiríkur. Hann segir það vera alveg rétt að það væru kosningar sem skiptu máli en ekki skoðanakannanir en að hugur fólksins í landinu um þessar mundir sé skýr og búinn að vera það í einhvern tíma. Eiríkur segir augljóst að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu reyna að mynda stjórn miðað við þessa könnun. „Framsókn getur alltaf verið með í öllum partíum,“ bætir hann við. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Spurt var við framkvæmd könnunarinnar hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á yfirstandandi kjörtímabili. Sá ráðherra sem svarendur sem tóku afstöðu töldu hafa staðið sig best var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með 9,7 prósent. Næst á eftir kom Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, með 7,2 prósent. Stuðningurinn þverr ansi fljótt Tæp 34 prósent töldu þó að enginn einn ráðherra hefði staðið sig best. Á hinum enda skalans voru 45,5 prósent sem töldu Bjarna Benediktsson hafa staðið sig verst, en 14,6 prósent töldu Svandísi hafa staðið sig verst. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra býr ekki við miklar vinsældir um þessar mundir.Vísir „Þetta eru alveg fádæma óvinsældir sem Bjarni Benediktsson býr við núna. Hann er auðvitað stjórnmálamaður sem hefur notið töluverðs trausts og stuðnings í íslensku þjóðfélagi en núna þverr það ansi fljótt. Og þetta eru sláandi tölur að sjá núna,“ segir Eiríkur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þá var einnig spurt við framkvæmd könnunarinnar hversu vel eða illa ríkisstjórnarflokkunum hefði tekist að koma sínum málefnum til framkvæmda í ríkisstjórnarsamstarfinu. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda, en 13 prósent telja það hafa tekist vel hjá flokknum. 57 prósentum svarenda þykir VG hafa tekist illa eða alls ekki að koma málefnum sínum til framkvæmda.Vísir Rúmum 35 prósentum þótti þá Framsóknarflokknum hafa tekist illa til við að koma málefnum sínum á framfæri, en tæp 17 prósent töldu það hafa tekist vel hjá flokknum. Yfir 30 prósent sögðu Sjálfstæðisflokknum hafa tekist vel til, en tæp 38 prósent sögðu hið gagnstæða, að flokknum hefði illa eða alls ekki tekist að koma málefnum sínum til framkvæmda í samstarfinu. Hugur fólksins skýr Eiríkur tekur fram að langt sé í kosningar og að staðan gæti verið gjörbreytt þegar líður að kosningum. Þó segir Eiríkur að ákveðin mynd sé að festa sig í sessi. „Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins komið niður í rúmlega 17 prósent og heldur sér þar. Framsóknarflokkurinn missir þennan gríðarlega stuðning sem hann hafði í síðustu kosningum og VG heldur áfram að dala algjörlega kominn við þau mörk að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum og þetta er flokkur forsætisráðherrans. Samfylkingin fer áfram með himinskautum. Þessi mynd er að festast í sessi,“ segir Eiríkur. Hann segir það vera alveg rétt að það væru kosningar sem skiptu máli en ekki skoðanakannanir en að hugur fólksins í landinu um þessar mundir sé skýr og búinn að vera það í einhvern tíma. Eiríkur segir augljóst að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndu reyna að mynda stjórn miðað við þessa könnun. „Framsókn getur alltaf verið með í öllum partíum,“ bætir hann við.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Níu prósentum munar á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingarinnar eykst lítillega á milli mánaða og mælist nú rúmlega 26 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar lítillega á milli mánaða og mælist nú rúm 17 prósent. 30. desember 2023 21:21