„Aðeins eitt gat af völdum flugelda og húsin hreinlega springa“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 19:13 Guðmundur Steinar segir skaðann af flugeldum geta numið hundruðum milljóna Vísir/Samsett Garðyrkjubændur biðja nágranna um að skjóta ekki upp flugeldum í nágrenni við gróðurhúsin sín. Guðmundur Steinar Zebitz annar eiganda skógarmiðstöðvarinnar Kvistabæjar í Reykholti segir að flugeldar geti valdið mörghundruð milljóna króna skaða. Gróðurhús hreinlega springi Guðmundur segir að úrgangur flugelda, hattar og prik, geti virkað eins og hnífar á plastþekjur gróðurhúsa á leið sinni niður. Aðeins eitt gat af völdum flugelda geti valdið því að húsin hreinlega springi í roki og óveðri með tilheyrandi tjóni. „Þetta hefur komið fyrir í hverju ári.. Þá þarf maður að plástra einhverju í þetta til þess að vindurinn nái ekki að rífa í þetta. En stundum sér maður þetta ekki vegna þess að þetta getur verið hárfínt gat. Og þá þegar það gerir vont veður nær vindurinn að rífa í þetta og þá rifnar þekjan og þá bara springa húsin,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Fólk taki tillit Hann segir jafnframt að slíkt atvik hafi átt sér á Reykholtssvæðinu fyrir tæpum tveimur árum og að þá hafi tvö gróðurhús sprungið og annað lagst alveg flatt. Hann segir að það hafi valdið kostnaði sem nam mörghundruð milljónum króna. „Þetta má vekja fólk aðeins til umhugsunar. Maður skilur alveg að fólk vill skjóta upp flugeldum þetta er fullkomlega eðlilegt á þessum árstíma. Bara að fólk taki aðeins tillit til þess hvar það er að skjóta þessu upp og líka ef vindáttin stendur þannig að flugeldarnir fari í áttina að gróðurhúsum að fólk hafi varann á,“ segir Guðmundur. Hann segir að þó hann skilji fullkomlega að fólk vilji skjóta upp flugeldum um áramótin sé betur farið með aurinn að styrkja björgunarsveitina beint með peningaframlögum. Flugeldar Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Gróðurhús hreinlega springi Guðmundur segir að úrgangur flugelda, hattar og prik, geti virkað eins og hnífar á plastþekjur gróðurhúsa á leið sinni niður. Aðeins eitt gat af völdum flugelda geti valdið því að húsin hreinlega springi í roki og óveðri með tilheyrandi tjóni. „Þetta hefur komið fyrir í hverju ári.. Þá þarf maður að plástra einhverju í þetta til þess að vindurinn nái ekki að rífa í þetta. En stundum sér maður þetta ekki vegna þess að þetta getur verið hárfínt gat. Og þá þegar það gerir vont veður nær vindurinn að rífa í þetta og þá rifnar þekjan og þá bara springa húsin,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Fólk taki tillit Hann segir jafnframt að slíkt atvik hafi átt sér á Reykholtssvæðinu fyrir tæpum tveimur árum og að þá hafi tvö gróðurhús sprungið og annað lagst alveg flatt. Hann segir að það hafi valdið kostnaði sem nam mörghundruð milljónum króna. „Þetta má vekja fólk aðeins til umhugsunar. Maður skilur alveg að fólk vill skjóta upp flugeldum þetta er fullkomlega eðlilegt á þessum árstíma. Bara að fólk taki aðeins tillit til þess hvar það er að skjóta þessu upp og líka ef vindáttin stendur þannig að flugeldarnir fari í áttina að gróðurhúsum að fólk hafi varann á,“ segir Guðmundur. Hann segir að þó hann skilji fullkomlega að fólk vilji skjóta upp flugeldum um áramótin sé betur farið með aurinn að styrkja björgunarsveitina beint með peningaframlögum.
Flugeldar Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira