Sextándi heimsmeistaratitillinn í höfn: „Ég er ekki kominn með leið á að vinna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 17:31 Magnus Carlsen tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í hraðskák. Vísir/Getty Magnus Carlsen tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í hraðskák í fimmta sinn. Þetta er sextándi heimsmeistaratitill hins rúmlega þrítuga Norðmanns. Magnus Carlsen er efsti maður heimslistans í skák og hefur verið besti skákmaður heims síðustu árin. Hann er fæddur árið 1990 og því aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall en hefur engu að síður raðað inn titlum á sínum ferli. Hann varð stórmeistari 13 ára og tryggði sér fyrsta heimsmeistaratitilinn í skák árið 2013. Í dag bætti Carlsen enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann varð heimsmeistari í hraðskák. Mótið fór fram í Samarkand í Úsbekistan og tapaði Carlsen ekki einni einustu viðureign. „Þetta hefur mikla þýðingu og ég er mjög glaður. Ég vildi þetta mikið og er ekki kominn með leið á því að vinna,“ sagði Carlsen í samtali við norska ríkissjónvarpið NRK þegar titillinn var í höfn. Unbeatable. Congratulations to @MagnusCarlsen for winning his fifth world rapid title!The victory earns the Norwegian legend an incredible 16th world championship in chess! #RapidBlitz pic.twitter.com/jFdIiQQxKu— Chess.com (@chesscom) December 28, 2023 Carlsen vann allar viðureignir sínar á mótinu og tryggði sér titilinn með sigri á indverska undrabarninu Rameshbabu Praggnanandhaa í lokaviðureigninni. „Lykillinn var að ég vann fyrstu viðureignina í dag gegn Fedoseyev,“ sagði Carlsen en Vladimir Fedoseyev frá Rússlandi vann silfurverðlaun. Þetta er í fimmta sinn sem hann vinnur þennan titil en hann hefur einnig orðið heimsmeistari í hefðbundinni skák í fimm skipti og í atskák sex sinnum. Hann fær rúmar 8 milljónir í verðlaun fyrir sigurinn. Skák Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Sjá meira
Magnus Carlsen er efsti maður heimslistans í skák og hefur verið besti skákmaður heims síðustu árin. Hann er fæddur árið 1990 og því aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall en hefur engu að síður raðað inn titlum á sínum ferli. Hann varð stórmeistari 13 ára og tryggði sér fyrsta heimsmeistaratitilinn í skák árið 2013. Í dag bætti Carlsen enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann varð heimsmeistari í hraðskák. Mótið fór fram í Samarkand í Úsbekistan og tapaði Carlsen ekki einni einustu viðureign. „Þetta hefur mikla þýðingu og ég er mjög glaður. Ég vildi þetta mikið og er ekki kominn með leið á því að vinna,“ sagði Carlsen í samtali við norska ríkissjónvarpið NRK þegar titillinn var í höfn. Unbeatable. Congratulations to @MagnusCarlsen for winning his fifth world rapid title!The victory earns the Norwegian legend an incredible 16th world championship in chess! #RapidBlitz pic.twitter.com/jFdIiQQxKu— Chess.com (@chesscom) December 28, 2023 Carlsen vann allar viðureignir sínar á mótinu og tryggði sér titilinn með sigri á indverska undrabarninu Rameshbabu Praggnanandhaa í lokaviðureigninni. „Lykillinn var að ég vann fyrstu viðureignina í dag gegn Fedoseyev,“ sagði Carlsen en Vladimir Fedoseyev frá Rússlandi vann silfurverðlaun. Þetta er í fimmta sinn sem hann vinnur þennan titil en hann hefur einnig orðið heimsmeistari í hefðbundinni skák í fimm skipti og í atskák sex sinnum. Hann fær rúmar 8 milljónir í verðlaun fyrir sigurinn.
Skák Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Sjá meira