Opna aðra lyftuna í fyrra fallinu eftir sprenginguna í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2023 11:58 Langar raðir, fólks og bíla, mynduðust í Bláfjöllum í gær. Vísir Örtröð myndaðist í Bláfjöllum í gær þegar fimm þúsund manns lögðu leið sína í brekkurnar. Framkvæmdastjóri segir daginn einn þann allra fjölmennasta frá því hann hóf störf. Langar raðir myndist óhjákvæmilega þegar slíkur fjöldi komi saman. Ekki hafi verið hægt að opna fleiri lyftur vegna manneklu. Eins og sjá mátti af myndum úr Bláfjöllum í gær voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis greinilega orðnir skíðaþyrstir eftir jólin. „Og veðrið var bara einstakt. Þannig að já, dagurinn í gær var bara sá stærsti eða einn sá stærsti sem ég hef upplifað síðan 2007,“ segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Hann segir um fimm þúsund manns hafa komið á svæðið í gær. Raðir á öllum vígstöðvum hafi orðið svo langar að margir hafi hreinlega aldrei komist á skíði, sem gerist óhjákvæmilega þegar „uppselt“ er á svæðið eins og í gær. „Við erum með þarna tvær stólalyftur í gangi í gær sem hvor um sig ber um 2500 manns upp á klukkutíma þannig það er gríðarlegur mokstur á lyftunum. Raðirnar voru langar í stólalyfturnar en að sögn fólks sem var í röðunum þá tóku þær ekki nema um tíu mínútur.“ Hefði getað stýrt umferð betur Aukafólk mannar iðulega vaktirnar í desember og fullmannað var í gær. Fast starfsfólk kemur ekki til starfa fyrr en í janúar, að sögn Magnúsar. „Þannig að ég hafði ekki aðgang að þessu fastafólki sem kemur í janúar nema tveimur af tólf. Það hefði breytt miklu, þá hefði ég getað haft fleiri lyftur opnar.“ Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Steingrímur Dúi Löng bílaröð myndaðist einnig inn á svæðið. Magnús er þó ekki endilega á því að leggja þurfi fleiri bílastæði. „Það voru bílastæði til staðar við skálana en fólk valdi það frekar að leggja á veginum og mynda þannig teppu,“ segir Magnús. „Svo hefðum við auðvitað getað verið með betri stýringar á þessu. Við gátum opnað svokallaða vesturgötu þannig að við mynduðum hringstreymi á svæðinu fyrir bíla sem hjálpar alltaf til. En við hefðum mögulega getað stýrt umferðinni betur.“ Skíðasvæðið er opið í dag og önnur stólalyftan verður opnuð í fyrra fallinu, klukkan eitt. Magnús gerir þó ekki ráð fyrir jafnmörgum gestum og í gær. „Það spáir samt, eins og núna og næstu daga, góðu veðri og fínu í dag líka, þó það verði skýjað. Það á að detta niður vindurinn klukkan eitt. Þannig að ég geri bara ráð fyrir mjög góðum degi eins og vanalega er milli jóla og nýárs en ekki þeirri sprengju sem var í gær.“ Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar Bláfjöll voru opnuð í fyrsta sinn í vetur rétt fyrir jól. Skíðasvæði Kópavogur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Eins og sjá mátti af myndum úr Bláfjöllum í gær voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis greinilega orðnir skíðaþyrstir eftir jólin. „Og veðrið var bara einstakt. Þannig að já, dagurinn í gær var bara sá stærsti eða einn sá stærsti sem ég hef upplifað síðan 2007,“ segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Hann segir um fimm þúsund manns hafa komið á svæðið í gær. Raðir á öllum vígstöðvum hafi orðið svo langar að margir hafi hreinlega aldrei komist á skíði, sem gerist óhjákvæmilega þegar „uppselt“ er á svæðið eins og í gær. „Við erum með þarna tvær stólalyftur í gangi í gær sem hvor um sig ber um 2500 manns upp á klukkutíma þannig það er gríðarlegur mokstur á lyftunum. Raðirnar voru langar í stólalyfturnar en að sögn fólks sem var í röðunum þá tóku þær ekki nema um tíu mínútur.“ Hefði getað stýrt umferð betur Aukafólk mannar iðulega vaktirnar í desember og fullmannað var í gær. Fast starfsfólk kemur ekki til starfa fyrr en í janúar, að sögn Magnúsar. „Þannig að ég hafði ekki aðgang að þessu fastafólki sem kemur í janúar nema tveimur af tólf. Það hefði breytt miklu, þá hefði ég getað haft fleiri lyftur opnar.“ Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Steingrímur Dúi Löng bílaröð myndaðist einnig inn á svæðið. Magnús er þó ekki endilega á því að leggja þurfi fleiri bílastæði. „Það voru bílastæði til staðar við skálana en fólk valdi það frekar að leggja á veginum og mynda þannig teppu,“ segir Magnús. „Svo hefðum við auðvitað getað verið með betri stýringar á þessu. Við gátum opnað svokallaða vesturgötu þannig að við mynduðum hringstreymi á svæðinu fyrir bíla sem hjálpar alltaf til. En við hefðum mögulega getað stýrt umferðinni betur.“ Skíðasvæðið er opið í dag og önnur stólalyftan verður opnuð í fyrra fallinu, klukkan eitt. Magnús gerir þó ekki ráð fyrir jafnmörgum gestum og í gær. „Það spáir samt, eins og núna og næstu daga, góðu veðri og fínu í dag líka, þó það verði skýjað. Það á að detta niður vindurinn klukkan eitt. Þannig að ég geri bara ráð fyrir mjög góðum degi eins og vanalega er milli jóla og nýárs en ekki þeirri sprengju sem var í gær.“ Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar Bláfjöll voru opnuð í fyrsta sinn í vetur rétt fyrir jól.
Skíðasvæði Kópavogur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22
Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28
Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22