Svanhildur drífandi dugnaðarforkur og skarpur greinandi Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 14:18 Umsögn hæfisnefndarinnar sem Bjarni skipaði er afar jákvæð: „Þar kemur fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu.“ vísir/vilhelm Vísi hefur borist svar við fyrirspurnum frá utanríkisráðuneytinu sem snúa að skipan Svanhildar Hólm í stöðu sendiherra í Washington. Til stendur að Svanhildur taki við að Bergdísi Ellertsdóttur núverandi sendiherra í Washington. Bergdís flyst frá sendiráði Íslands í Washington til starfa í utanríkisráðuneytinu 1. ágúst næstkomandi. Utanríkisráðuneytið svarar þeirri spurningu um hvort hún hafi óskað eftir því að láta af embætti því svo til að almennt gegni sendiherrar og forstöðumenn sendiskrifstofa stöðum erlendis í 3-5 ár í senn og flytjast þá til, „ýmist í nýja stöðu erlendis eða til starfa í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Bergdís hefur á næsta ári stýrt þremur sendiskrifstofum erlendis, í samtals 10 ár og flyst því eins og áður segir til starfa í ráðuneytinu.“ Hæfnisnefndin skipuð reyndum starfsmönnum Spurningar og svör voru skrifleg og spurningunni um hvort Bergdís hafi lýst yfir áhuga sínum að gegna embættinu áfram er svarað með vísan til svars við fyrri spurningu. Þá segir: „í byrjun september sl. var tilkynnt innan utanríkisráðuneytisins um stöður erlendis sem ætlunin var að flytja í ágúst 2024. Staða sendiherra í Washington var ein af þeim. Hæfisnefndin, sem Bjarni skipaði til að kanna hæfi Svanhildar, sátu formaðurinn Einar Gunnarsson, fastafulltrúi í Genf, sendiherra og fv. ráðuneytisstjóri. Aðrir nefndarmenn voru Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins og Hreinn Pálsson mannauðsstjóri. Öll eru þau reyndir starfsmenn utanríkisþjónustunnar og hafa starfað hvert um sig á fjölmörgum sendiskrifstofum um meira en tveggja áratuga skeið, segir í svari. „Við mat vegna skipunar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um utanríkisþjónustu er hlutverk hæfnisnefndar eingöngu að meta tilnefnt sendiherraefni og veita ráðgjöf um almennt hæfi og hæfni þess. Enginn annar var tilnefndur,“ segir í svari við spurningunni um hvort enginn annar hafi komið til álita en Svanhildur. Niðurstöður hæfisnefndarinnar má svo lesa í meðfylgjandi skjali en þar segir meðal annars, eftir að hlaupið hefur verið yfir feril hennar, að hún hafi getið sér gott orð sem „stjórnandi og leiðtogi í störfum sínum hjá viðskiptaráði þar sem hún hefur stýrt sjö til tíu manna starfsliði og borið beina ábyrgð á mannahaldi, rekstri, fjármálum, stefnumótun og áætlanagerð gagnvart stjórn.“ Skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi Menn hafa viljað gagnrýna þessa tilnefningu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra á Svanhildi sem sendiherra en þeir hinir sömu hafa þá ekki lesið umsögnina sem er afar lofsamleg. Þá hefur Svanhildur „enn fremur getið sér gott orð sem leiðtogi, greinandi og hugmyndasmiður í störfum sínum sem aðstoðarmaður fjármála- og forsætisráðherra, aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Svanhildur gerði sjálf grein fyrir því í viðtali að í þessum hlutverkum hafi bein stjórnun og mannaforráð eðli máls verið takmörkuð en á móti kom að hún hafi öðlast víðfeðma þekkingu á æðstu stjórnsýslu ríksins, gangverki stjórnmala og pólitískri stefnumörkun.“ Þá er vikið að góðu orði sem Svanhildur nýtur, þar eru umsagnir lofsamlegar. „Þar kemur fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu.“ Einungis voru nefnd tvö atriði sem töldust líklega ekki styrkleikar hjá Svanhildi „og er annað það að viðhalda einbeitingu/áhuga á hægfara rútínuverkefnum og hitt að hún geti átt til að klára verkefni á síðustu stundu en án þess að það hafi þó komið niður á gæðum.“ Tengd skjöl Greinargerð_og_umsögn_-_17-12-2023PDF6.6MBSækja skjal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Til stendur að Svanhildur taki við að Bergdísi Ellertsdóttur núverandi sendiherra í Washington. Bergdís flyst frá sendiráði Íslands í Washington til starfa í utanríkisráðuneytinu 1. ágúst næstkomandi. Utanríkisráðuneytið svarar þeirri spurningu um hvort hún hafi óskað eftir því að láta af embætti því svo til að almennt gegni sendiherrar og forstöðumenn sendiskrifstofa stöðum erlendis í 3-5 ár í senn og flytjast þá til, „ýmist í nýja stöðu erlendis eða til starfa í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Bergdís hefur á næsta ári stýrt þremur sendiskrifstofum erlendis, í samtals 10 ár og flyst því eins og áður segir til starfa í ráðuneytinu.“ Hæfnisnefndin skipuð reyndum starfsmönnum Spurningar og svör voru skrifleg og spurningunni um hvort Bergdís hafi lýst yfir áhuga sínum að gegna embættinu áfram er svarað með vísan til svars við fyrri spurningu. Þá segir: „í byrjun september sl. var tilkynnt innan utanríkisráðuneytisins um stöður erlendis sem ætlunin var að flytja í ágúst 2024. Staða sendiherra í Washington var ein af þeim. Hæfisnefndin, sem Bjarni skipaði til að kanna hæfi Svanhildar, sátu formaðurinn Einar Gunnarsson, fastafulltrúi í Genf, sendiherra og fv. ráðuneytisstjóri. Aðrir nefndarmenn voru Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu ráðuneytisins og Hreinn Pálsson mannauðsstjóri. Öll eru þau reyndir starfsmenn utanríkisþjónustunnar og hafa starfað hvert um sig á fjölmörgum sendiskrifstofum um meira en tveggja áratuga skeið, segir í svari. „Við mat vegna skipunar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um utanríkisþjónustu er hlutverk hæfnisnefndar eingöngu að meta tilnefnt sendiherraefni og veita ráðgjöf um almennt hæfi og hæfni þess. Enginn annar var tilnefndur,“ segir í svari við spurningunni um hvort enginn annar hafi komið til álita en Svanhildur. Niðurstöður hæfisnefndarinnar má svo lesa í meðfylgjandi skjali en þar segir meðal annars, eftir að hlaupið hefur verið yfir feril hennar, að hún hafi getið sér gott orð sem „stjórnandi og leiðtogi í störfum sínum hjá viðskiptaráði þar sem hún hefur stýrt sjö til tíu manna starfsliði og borið beina ábyrgð á mannahaldi, rekstri, fjármálum, stefnumótun og áætlanagerð gagnvart stjórn.“ Skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi Menn hafa viljað gagnrýna þessa tilnefningu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra á Svanhildi sem sendiherra en þeir hinir sömu hafa þá ekki lesið umsögnina sem er afar lofsamleg. Þá hefur Svanhildur „enn fremur getið sér gott orð sem leiðtogi, greinandi og hugmyndasmiður í störfum sínum sem aðstoðarmaður fjármála- og forsætisráðherra, aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Svanhildur gerði sjálf grein fyrir því í viðtali að í þessum hlutverkum hafi bein stjórnun og mannaforráð eðli máls verið takmörkuð en á móti kom að hún hafi öðlast víðfeðma þekkingu á æðstu stjórnsýslu ríksins, gangverki stjórnmala og pólitískri stefnumörkun.“ Þá er vikið að góðu orði sem Svanhildur nýtur, þar eru umsagnir lofsamlegar. „Þar kemur fram að hún þyki vera leiðtogi og liðsmaður, drífandi dugnaðarforkur, skarpur greinandi, hugmyndarík og frammúrskarandi í öllum samskiptum og framkomu.“ Einungis voru nefnd tvö atriði sem töldust líklega ekki styrkleikar hjá Svanhildi „og er annað það að viðhalda einbeitingu/áhuga á hægfara rútínuverkefnum og hitt að hún geti átt til að klára verkefni á síðustu stundu en án þess að það hafi þó komið niður á gæðum.“ Tengd skjöl Greinargerð_og_umsögn_-_17-12-2023PDF6.6MBSækja skjal
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Reynsluboltinn sem Svanhildur tekur við af í Washington Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar. 27. desember 2023 07:56