„Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2023 07:00 Janus Daði Smárason verður klár í slaginn þegar Evrópumót karla í handbolta hefst í janúar. Vísir/Diego Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir til leiks á EM í handbolta þann 12. janúar næstkomandi. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason segir að strákarnir séu hungraðir fyrir verkefnið. „Stemningin er frábær. Ég held að það séu allir bara spenntir og ferskir,“ sagði Janus Daði. „Það hlakkar öllum til að komast þarna út og það er alveg sama hvað menn eru búnir að vera að gera með sínum félagsliðum þá hefur maður bara heyrt það á mönnum að við erum bara klárir í að taka þessari áskorun.“ „Það verður gott að komast heim á parketið og pönkast aðeins á æfingum, taka fótbolta í upphitun og segja góða brandara í klefanum. Eins og við lítum á þetta þá eru allir möguleikar í stöðunni opnir fyrir okkur þannig við erum bara spenntir að mæta og koma með frammistöðu. Þetta snýst fyrst og fremst um það.“ „Við erum með mjög breiðan hóp og marga mjög góða handboltamenn. Það eitt og sér fleytir okkur ekkert sérstaklega langt því við þurfum að standa okkur vel og sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerðir.“ Spennandi verkefni með Snorra við stjórnvölin Eins og landsmenn vita urður þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti stuttu eftir síðasta stórmót. Þrátt fyrir stuttan tíma undir stjórn nýs þjálfara segist Janus finna fyrir nokkrum mun á handboltanum sem liðið mun koma til með að spila á EM í janúar eftir að Snorri tók við. „Það eru auðvitað öðruvísi áherslur sem eru kannski aðrar en voru. En þegar allt kemur til alls er þetta bara handbolti,“ sagði Janus. „Æfingafyrirkomulagið er kannski aðeins öðruvísi og svo er maður auðvitað spenntur að fá að vinna með Snorra varðandi sókn og hraðan leik. Við sáum hvað hann gerði með Valsarana þar sem þeir stýrðu tempóinu vel og héldu því yfirleitt bara í botni. Það er kannski það sem mér finnst við eiga inni, seinni bylgju og hraðaupphlaup. Sex á sex höfum við verið góðir, en þegar það gengur ekki þá höfum við lent í veseni.“ „Ég held að við eigum inni í hraðaupphlaupum og annað að verða enn beittari.“ Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í sumar.Vísir/Diego Þá segir Janus að þessi hraði bolti sem Snorri vill spila eigi alveg örugglega eftir að koma sér vel á móti þjóðunum sem munu leika með Íslandi í riðli á EM í janúar. Ísland verður með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi í riðli og allt eru þetta þjóðir sem oft og tíðum stilla upp stóru og þungu liði sem líður best í uppstilltum varnarleik. Þá sé gott að eiga hraðaupphlaup og seinni bylgju uppi í erminni. „Klárlega. Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu og gætu verið vel lúnir. Þá er gott að við mætum ferskir,“ sagði Janus að lokum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01 Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
„Stemningin er frábær. Ég held að það séu allir bara spenntir og ferskir,“ sagði Janus Daði. „Það hlakkar öllum til að komast þarna út og það er alveg sama hvað menn eru búnir að vera að gera með sínum félagsliðum þá hefur maður bara heyrt það á mönnum að við erum bara klárir í að taka þessari áskorun.“ „Það verður gott að komast heim á parketið og pönkast aðeins á æfingum, taka fótbolta í upphitun og segja góða brandara í klefanum. Eins og við lítum á þetta þá eru allir möguleikar í stöðunni opnir fyrir okkur þannig við erum bara spenntir að mæta og koma með frammistöðu. Þetta snýst fyrst og fremst um það.“ „Við erum með mjög breiðan hóp og marga mjög góða handboltamenn. Það eitt og sér fleytir okkur ekkert sérstaklega langt því við þurfum að standa okkur vel og sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerðir.“ Spennandi verkefni með Snorra við stjórnvölin Eins og landsmenn vita urður þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti stuttu eftir síðasta stórmót. Þrátt fyrir stuttan tíma undir stjórn nýs þjálfara segist Janus finna fyrir nokkrum mun á handboltanum sem liðið mun koma til með að spila á EM í janúar eftir að Snorri tók við. „Það eru auðvitað öðruvísi áherslur sem eru kannski aðrar en voru. En þegar allt kemur til alls er þetta bara handbolti,“ sagði Janus. „Æfingafyrirkomulagið er kannski aðeins öðruvísi og svo er maður auðvitað spenntur að fá að vinna með Snorra varðandi sókn og hraðan leik. Við sáum hvað hann gerði með Valsarana þar sem þeir stýrðu tempóinu vel og héldu því yfirleitt bara í botni. Það er kannski það sem mér finnst við eiga inni, seinni bylgju og hraðaupphlaup. Sex á sex höfum við verið góðir, en þegar það gengur ekki þá höfum við lent í veseni.“ „Ég held að við eigum inni í hraðaupphlaupum og annað að verða enn beittari.“ Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í sumar.Vísir/Diego Þá segir Janus að þessi hraði bolti sem Snorri vill spila eigi alveg örugglega eftir að koma sér vel á móti þjóðunum sem munu leika með Íslandi í riðli á EM í janúar. Ísland verður með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi í riðli og allt eru þetta þjóðir sem oft og tíðum stilla upp stóru og þungu liði sem líður best í uppstilltum varnarleik. Þá sé gott að eiga hraðaupphlaup og seinni bylgju uppi í erminni. „Klárlega. Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu og gætu verið vel lúnir. Þá er gott að við mætum ferskir,“ sagði Janus að lokum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01 Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
„Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01
Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46