Aðstæður eins og í Austurríki Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. desember 2023 11:22 Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla er kátur í dag. Skíðasvæðið verður opnað í fyrsta sinn í vetur. Vísir/arnar Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. Skíðagarpar munu geta byrjað að renna sér í brekkum Bláfjalla klukkan tvö í dag. Svæðið mun svo standa opið til klukkan níu í kvöld, áður en aftur verður skellt í lás næstu þrjá daga. Opnað verður á ný annan í jólum, 26. desember, og brekkunum áfram haldið opnum milli jóla og nýárs. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla var heldur betur kátur þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. „Færið er draumur í dós, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Tólf stiga frost, troðið í gær, búið að standa lengi og þá verður snjórinn með hundrað prósent grip. Þetta er eins og að vera á nagladekkjum í hálku. Þetta er bara geggjað sko!“ segir Einar. Opið verður í eina stólalyftu og annarri bætt við ef þörf krefur, auk þess sem allt barnasvæðið er opið. Einar bætir við að stillt sé á svæðinu, logn hafi ríkt í alla nótt. Veður semsagt með besta móti þó kalt sé. Og snjóframleiðsla hefur auk þess verið í fullum gangi. Þá sé sérstaklega ánægjulegt að geta opnað fyrir jól. „Í svona veðri getur ekki orðið annað en stemning. Þetta er bara Austurríki, núna. Ég bara hvet fólk til að mæta, eiga geggjaðan dag og hreyfa sig fyrir jólin. Á gönguskíðum og svigskíðum og bretti. Mæta bara á öllu sem fólk á og skemmta sér,“ segir Einar. Auk Bláfjalla er stefnt að opnun skíðasvæðisins í Hlíðafjalli á Akureyri klukkan tvö í dag. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn; Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar auk Töfrateppisins. Áfram verður opið á morgun, lokað á aðfangadag og svo aftur opnað á jóladag. Skíðasvæði Kópavogur Akureyri Veður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Skíðagarpar munu geta byrjað að renna sér í brekkum Bláfjalla klukkan tvö í dag. Svæðið mun svo standa opið til klukkan níu í kvöld, áður en aftur verður skellt í lás næstu þrjá daga. Opnað verður á ný annan í jólum, 26. desember, og brekkunum áfram haldið opnum milli jóla og nýárs. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla var heldur betur kátur þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. „Færið er draumur í dós, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu. Tólf stiga frost, troðið í gær, búið að standa lengi og þá verður snjórinn með hundrað prósent grip. Þetta er eins og að vera á nagladekkjum í hálku. Þetta er bara geggjað sko!“ segir Einar. Opið verður í eina stólalyftu og annarri bætt við ef þörf krefur, auk þess sem allt barnasvæðið er opið. Einar bætir við að stillt sé á svæðinu, logn hafi ríkt í alla nótt. Veður semsagt með besta móti þó kalt sé. Og snjóframleiðsla hefur auk þess verið í fullum gangi. Þá sé sérstaklega ánægjulegt að geta opnað fyrir jól. „Í svona veðri getur ekki orðið annað en stemning. Þetta er bara Austurríki, núna. Ég bara hvet fólk til að mæta, eiga geggjaðan dag og hreyfa sig fyrir jólin. Á gönguskíðum og svigskíðum og bretti. Mæta bara á öllu sem fólk á og skemmta sér,“ segir Einar. Auk Bláfjalla er stefnt að opnun skíðasvæðisins í Hlíðafjalli á Akureyri klukkan tvö í dag. Fyrst um sinn verður aðeins hluti neðra svæðis opinn; Hólabraut og Hjallabraut verða opnaðar auk Töfrateppisins. Áfram verður opið á morgun, lokað á aðfangadag og svo aftur opnað á jóladag.
Skíðasvæði Kópavogur Akureyri Veður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira