Fótbolti

Vara­maðurinn Welbeck bjargaði stigi fyrir Brighton

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danny Welbeck sá til þess að Brighton nældi sér í eitt stig í kvöld.
Danny Welbeck sá til þess að Brighton nældi sér í eitt stig í kvöld. Clive Rose/Getty Images

Crystal Palace og Brighton gerði 1-1 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Jordan Ayew stangaði hornspyrnu Michael Olise í netið og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi í síðari hálfleik gekk gestunum illa að finna netmöskvana, en það tókst þó að lokum þegar Danny Welbeck, sem hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik, skallaði fyrirgjö Pascal Gross í netið og þar við sat.

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og slæmt gengi Crystal Palace heldur áfram. Liðið situr í 15. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 18 leiki og er án sigurs í síðustu sjö deildarleikjum. Brighton situr hins vegar í áttunda sæti með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×