Völdu Arnar og reyna nú að semja við Víkinga Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 11:51 Arnar Gunnlaugsson hefur gert Víkinga að besta liði landsins en liðið vann tvöfalt í ár og varð Íslandsmeistari með yfirburðum. vísir/Sigurjón Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping hafa hafið viðræður við kollega sína hjá Víkingi um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag. Nokkuð er liðið síðan að Víkingar gáfu leyfi fyrir því að Norrköping ræddi við Arnar og ljóst er að þeir fundir hafa gengið vel því Arnar er nú fyrsti kostur hjá félaginu. Kári segir að þó að viðræður á milli félaganna tveggja séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn en ljóst er að Víkingar vilja að sjálfsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara. Arnar hefur verið aðalþjálfari Víkings frá árinu 2018 og undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla. Liðið vann tvöfalt bæði í ár og árið 2021. Norrköping var með fleiri kandídata í huga og fundaði til að mynda einnig með Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur sænska 1. deildarfélagið Öster einnig sett sig í samband við Jóhannes Karl. Kynnti þrjá nýja leikmenn á mánudaginn Arnar var í Víkinni á mánudag þar sem hann kynnti þrjá nýja leikmenn Víkings til leiks. Þá var þó þegar ljóst að óvíst væri hvort Arnar yrði þjálfari þeirra. Eftir leikmannakynninguna sagði Arnar í samtali við Vísi að hann væri ánægður með hvernig fundirnir í Svíþjóð hefðu gengið. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ sagði Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá er hann sannfærður um að félagið verði áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt,“ sagði Arnar á mánudaginn. Mikið Íslendingafélag IFK Norrköping hefur haft sterka tengingu við Ísland um árabil og á síðustu leiktíð, þegar liðið endaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, léku þrír Íslendingar með liðinu. Það voru þeir Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason, sem nú er hættur í fótbolta en starfar áfram fyrir Norrköping. Glen Riddersholm var þjálfari liðsins frá því í ágúst í fyrra en hætti svo í nóvember þegar síðustu leiktíð lauk. Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag. Nokkuð er liðið síðan að Víkingar gáfu leyfi fyrir því að Norrköping ræddi við Arnar og ljóst er að þeir fundir hafa gengið vel því Arnar er nú fyrsti kostur hjá félaginu. Kári segir að þó að viðræður á milli félaganna tveggja séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn en ljóst er að Víkingar vilja að sjálfsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara. Arnar hefur verið aðalþjálfari Víkings frá árinu 2018 og undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla. Liðið vann tvöfalt bæði í ár og árið 2021. Norrköping var með fleiri kandídata í huga og fundaði til að mynda einnig með Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur sænska 1. deildarfélagið Öster einnig sett sig í samband við Jóhannes Karl. Kynnti þrjá nýja leikmenn á mánudaginn Arnar var í Víkinni á mánudag þar sem hann kynnti þrjá nýja leikmenn Víkings til leiks. Þá var þó þegar ljóst að óvíst væri hvort Arnar yrði þjálfari þeirra. Eftir leikmannakynninguna sagði Arnar í samtali við Vísi að hann væri ánægður með hvernig fundirnir í Svíþjóð hefðu gengið. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ sagði Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá er hann sannfærður um að félagið verði áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt,“ sagði Arnar á mánudaginn. Mikið Íslendingafélag IFK Norrköping hefur haft sterka tengingu við Ísland um árabil og á síðustu leiktíð, þegar liðið endaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, léku þrír Íslendingar með liðinu. Það voru þeir Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason, sem nú er hættur í fótbolta en starfar áfram fyrir Norrköping. Glen Riddersholm var þjálfari liðsins frá því í ágúst í fyrra en hætti svo í nóvember þegar síðustu leiktíð lauk.
Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira