Erlendur íþróttaannáll 2023: Óumbeðinn koss, endurkoma og langþráður titill Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2023 10:00 Nokkrar af aðalpersónunum á erlendum íþróttavettvangi árið 2023. vísir/getty Íþróttaárið 2023 var viðburðarríkt að venju. Þar skiptust á skin og skúrir, sigrar og skandalar, nýjar stjörnur komu fram og svo mætti áfram telja. Vísir tók saman tíu eftirminnileg augnablik af erlendum íþróttavettvangi ársins 2023 sem senn er á enda. Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleik HM. Sigurinn féll þó í skuggann af atviki sem átti sér stað eftir leikinn þar sem Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, smellti óumbeðnum rembingskossi á Jennifer Hermoso, eina skærustu stjörnu spænska liðsins. Forsetinn var harðlega gagnrýndur, dæmdur í bann af FIFA og sagði loks af sér eftir mikið fjaðrafok.getty/cameron spencer Denver Nuggets varð NBA-meistari í fyrsta sinn eftir sigur á Miami Heat í úrslitum, 4-1. Serbneski miðherjinn Nikola Jokic leiddi Denver til fyrirheitna landsins og var valinn besti leikmaður úrslitanna. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 að meðaltali í leik. Jokic var jafnframt með flest stig, flest fráköst og flestar stoðsendingar allra leikmanna í úrslitakeppninni.getty/Matthew Stockman Norski framherjinn Erling Haaland var magnaður á sínu fyrsta tímabili með Manchester City þar sem liðið vann þrefalt; ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. City varð þar með annað enska liðið á eftir Manchester United 1999 til að vinna þrennuna. Haaland skoraði 52 mörk í 53 leikjum á tímabilinu, þar á meðal 36 mörk í ensku úrvalsdeildinni sem er met.Getty/Tom Flathers Ein fremsta íþróttakona sögunnar, Simone Biles, sneri aftur til keppni eftir tveggja ára hlé. Hún gerði sér lítið fyrir og vann til fernra gullverðlauna á HM. Hún er sigursælasti fimleikakappi sögunnar en hún hefur unnið 37 verðlaun á HM og Ólympíuleikum, þar af 27 gullverðlaun.getty/Stacy Revere Max Verstappen hafði mikla yfirburði í heimsmeistarakeppni ökuþóra í Formúlu 1 og vann hana þriðja árið í röð. Hollendingurinn vann nítján af 22 keppnum tímabilsins sem er met og komst 21 sinni á verðlaunapall. Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Katar, sautjánda kappakstri tímabilsins. Red Bull varð jafnframt heimsmeistari bílasmiða með miklum yfirburðum.getty/Mark Thompson Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum, 83-77, í úrslitaleik í Manilla á Filippseyjum. Dennis Schröder skoraði 28 stig í leiknum og var valinn besti leikmaður HM. Þýskaland vann alla átta leiki sína á HM með samtals 113 stiga mun. Bandaríkjamenn ollu miklum vonbrigðum á mótinu og enduðu í 4. sæti.getty/Ezra Acayan Michael Smith faðmaði Sid Waddell bikarinn að sér eftir að hafa sigrað Michael van Gerwen í úrslitaleik HM í pílukasti, 7-3. Smith hafði verið góður í mörg ár en aldrei tekið stærsta skrefið og unnið stórmót fyrr en Grand Slam 2022. Hann fylgdi því svo eftir með því að vinna HM um síðustu jól.getty/Zac Goodwin Kansas City Chiefs vann Super Bowl eftir sigur á Philadelphia Eagles, 38-35, í Arizona. Íslandsvinurinn Patrick Mahomes var valinn maður leiksins. Höfðingjarnir hafa komist í Super Bowl þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og unnið tvisvar sinnum. Með Mahomes á myndinni er Travis Kelce sem var mikið í fréttunum seinni hluta ársins eftir að hann byrjaði með tónlistarstjörnunni Taylor Swift.getty/Gregory Shamus Spænski kylfingurinn Jon Rahm átti frábært ár. Hér fagnar hann eftir að hafa tryggt sér sigur á Masters í apríl. Hann hjálpaði Evrópu svo að vinna Ryder-bikarinn. Undir lok ársins samdi hann svo við LIV-mótartöðina umdeildu í Sádi-Arabíu. Samningurinn við LIV gerir Spánverjann að launahæsta íþróttamanni heims.getty/Christian Petersen Líkt og fleiri stuðningsmenn Napoli gat þessi ekki haldið aftur af tárunum eftir að liðið varð ítalskur meistari í fyrsta sinn í 33 ár, eða frá tíma Diego Maradona í borginni. Stórskemmtilegt lið Napoli, með Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia, byrjaði tímabilið af gríðarlegum krafti, vann 21 af fyrstu 24 leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni og tryggði sér titilinn þegar fimm umferðum var ólokið.Vísir/Getty Fréttir ársins 2023 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Vísir tók saman tíu eftirminnileg augnablik af erlendum íþróttavettvangi ársins 2023 sem senn er á enda. Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleik HM. Sigurinn féll þó í skuggann af atviki sem átti sér stað eftir leikinn þar sem Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, smellti óumbeðnum rembingskossi á Jennifer Hermoso, eina skærustu stjörnu spænska liðsins. Forsetinn var harðlega gagnrýndur, dæmdur í bann af FIFA og sagði loks af sér eftir mikið fjaðrafok.getty/cameron spencer Denver Nuggets varð NBA-meistari í fyrsta sinn eftir sigur á Miami Heat í úrslitum, 4-1. Serbneski miðherjinn Nikola Jokic leiddi Denver til fyrirheitna landsins og var valinn besti leikmaður úrslitanna. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 að meðaltali í leik. Jokic var jafnframt með flest stig, flest fráköst og flestar stoðsendingar allra leikmanna í úrslitakeppninni.getty/Matthew Stockman Norski framherjinn Erling Haaland var magnaður á sínu fyrsta tímabili með Manchester City þar sem liðið vann þrefalt; ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. City varð þar með annað enska liðið á eftir Manchester United 1999 til að vinna þrennuna. Haaland skoraði 52 mörk í 53 leikjum á tímabilinu, þar á meðal 36 mörk í ensku úrvalsdeildinni sem er met.Getty/Tom Flathers Ein fremsta íþróttakona sögunnar, Simone Biles, sneri aftur til keppni eftir tveggja ára hlé. Hún gerði sér lítið fyrir og vann til fernra gullverðlauna á HM. Hún er sigursælasti fimleikakappi sögunnar en hún hefur unnið 37 verðlaun á HM og Ólympíuleikum, þar af 27 gullverðlaun.getty/Stacy Revere Max Verstappen hafði mikla yfirburði í heimsmeistarakeppni ökuþóra í Formúlu 1 og vann hana þriðja árið í röð. Hollendingurinn vann nítján af 22 keppnum tímabilsins sem er met og komst 21 sinni á verðlaunapall. Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Katar, sautjánda kappakstri tímabilsins. Red Bull varð jafnframt heimsmeistari bílasmiða með miklum yfirburðum.getty/Mark Thompson Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum, 83-77, í úrslitaleik í Manilla á Filippseyjum. Dennis Schröder skoraði 28 stig í leiknum og var valinn besti leikmaður HM. Þýskaland vann alla átta leiki sína á HM með samtals 113 stiga mun. Bandaríkjamenn ollu miklum vonbrigðum á mótinu og enduðu í 4. sæti.getty/Ezra Acayan Michael Smith faðmaði Sid Waddell bikarinn að sér eftir að hafa sigrað Michael van Gerwen í úrslitaleik HM í pílukasti, 7-3. Smith hafði verið góður í mörg ár en aldrei tekið stærsta skrefið og unnið stórmót fyrr en Grand Slam 2022. Hann fylgdi því svo eftir með því að vinna HM um síðustu jól.getty/Zac Goodwin Kansas City Chiefs vann Super Bowl eftir sigur á Philadelphia Eagles, 38-35, í Arizona. Íslandsvinurinn Patrick Mahomes var valinn maður leiksins. Höfðingjarnir hafa komist í Super Bowl þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og unnið tvisvar sinnum. Með Mahomes á myndinni er Travis Kelce sem var mikið í fréttunum seinni hluta ársins eftir að hann byrjaði með tónlistarstjörnunni Taylor Swift.getty/Gregory Shamus Spænski kylfingurinn Jon Rahm átti frábært ár. Hér fagnar hann eftir að hafa tryggt sér sigur á Masters í apríl. Hann hjálpaði Evrópu svo að vinna Ryder-bikarinn. Undir lok ársins samdi hann svo við LIV-mótartöðina umdeildu í Sádi-Arabíu. Samningurinn við LIV gerir Spánverjann að launahæsta íþróttamanni heims.getty/Christian Petersen Líkt og fleiri stuðningsmenn Napoli gat þessi ekki haldið aftur af tárunum eftir að liðið varð ítalskur meistari í fyrsta sinn í 33 ár, eða frá tíma Diego Maradona í borginni. Stórskemmtilegt lið Napoli, með Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia, byrjaði tímabilið af gríðarlegum krafti, vann 21 af fyrstu 24 leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni og tryggði sér titilinn þegar fimm umferðum var ólokið.Vísir/Getty
Fréttir ársins 2023 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira