Spennan magnaðist í riðlakeppninni eftir úrslit kvöldsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 19:52 Glódís Perla spilaði allan leikinn í 1-0 tapi gegn Ajax. Catherine Steenkeste/Getty Images Enn ríkir mikil spenna yfir C-riðli Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir að bæði Bayern Munchen og Roma mistókst að tryggja sig áfram í átta liða úrslitin í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins hefðu Bayern Munchen og Roma getað tryggt sig áfram í átta liða úrslit með því að sigra leiki sína á útivelli gegn Ajax og PSG. Hvorugu liði tókst að sækja sigur og öll lið geta því enn komist áfram. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern Munchen töpuðu leik sínum gegn Ajax með einu marki gegn engu. Glódís var í dag valin 42. besti leikmaður heims á síðasta tímabili af vefsíðunni GOAL. Hún stóð sem oftast áður í hjarta varnarinnar hjá Bayern en kom engum vörnum við Romee Leuchter skoraði rétt fyrir hálfleikslok eftir góðan undirbúning Nadine Noordam. Þetta var þeirra fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu. Wir müssen im #UWCL-Spiel gegen Ajax Amsterdam unsere erste Niederlage der Saison hinnehmen. #AJAFCB #FCBayern pic.twitter.com/6829EVGOLM— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 20, 2023 Hinum megin urðu mörkin fleiri þegar PSG vann annan leik sinn í röð gegn Roma. Fyrri leikur liðanna í Parísarborg í síðustu viku endaði með 1-2 sigri PSG. Rómverjar máttu svo þola slæmt tap á heimavelli í kvöld. Gestirnir komust þremur mörkum yfir en Manuela Giugliano minnkaði muninn á lokamínútunum með marki beint úr aukaspyrnu, lokatölur 1-3. Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig Öll lið eiga því enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar. Glódís og félagar í Bayern heimsækja næst Roma og taka svo á móti PSG í lokaumferðinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjá meira
Fyrir leiki kvöldsins hefðu Bayern Munchen og Roma getað tryggt sig áfram í átta liða úrslit með því að sigra leiki sína á útivelli gegn Ajax og PSG. Hvorugu liði tókst að sækja sigur og öll lið geta því enn komist áfram. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern Munchen töpuðu leik sínum gegn Ajax með einu marki gegn engu. Glódís var í dag valin 42. besti leikmaður heims á síðasta tímabili af vefsíðunni GOAL. Hún stóð sem oftast áður í hjarta varnarinnar hjá Bayern en kom engum vörnum við Romee Leuchter skoraði rétt fyrir hálfleikslok eftir góðan undirbúning Nadine Noordam. Þetta var þeirra fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu. Wir müssen im #UWCL-Spiel gegen Ajax Amsterdam unsere erste Niederlage der Saison hinnehmen. #AJAFCB #FCBayern pic.twitter.com/6829EVGOLM— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 20, 2023 Hinum megin urðu mörkin fleiri þegar PSG vann annan leik sinn í röð gegn Roma. Fyrri leikur liðanna í Parísarborg í síðustu viku endaði með 1-2 sigri PSG. Rómverjar máttu svo þola slæmt tap á heimavelli í kvöld. Gestirnir komust þremur mörkum yfir en Manuela Giugliano minnkaði muninn á lokamínútunum með marki beint úr aukaspyrnu, lokatölur 1-3. Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig Öll lið eiga því enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit keppninnar. Glódís og félagar í Bayern heimsækja næst Roma og taka svo á móti PSG í lokaumferðinni.
Staðan í C-riðli eftir úrslit kvöldsins: Öll lið eru með markatöluna 0. 1. Ajax – 7 stig 2. PSG – 6 stig 3. Bayern – 5 stig 4. Roma – 4 stig
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjá meira