Guðrún Brá missti keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 15:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur verið að keppa á Evrópumótaröðinni undanfarin þrjú ár. Getty/Charles McQuillan Íslensku kylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa báðar lokið keppni á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Þær voru báðar með lokaúrtökumótinu sem fór fram 16. til 20. desember en keppt var á á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech í Marokkó. Þar kepptu 156 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Guðrún Brá lék á 298 höggum (+8) á fyrstu fjórum keppnisdögunum (77-75-73-73) og endaði hún í 104. sæti. Ragnhildur lék á 304 höggum (+14) (76-76-77-75) og endaði hún í 130. sæti. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn sem var +1 samtals. Ragnhildur og Guðrún Brá höfðu áður farið báðar í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina, sem fór líka fram í Marókkó en þar tóku 220 keppendur þátt. Guðrún Brá hefur verið með keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga undanfarin þrjú ár en þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi náði ekki að halda keppnisrétti sínum á síðasta tímabili. Keiliskonan lék á lokaúrtökumótinu í fyrra og endaði þar í 42. sæti sem gaf henni takmarkaðan keppnisrétt á LET á síðasta tímabili. Nú hefur hún aftur á móti endanlega misst keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Guðrún Brá og Ragnhildur eru aftur á móti báðar með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Golf Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Þær voru báðar með lokaúrtökumótinu sem fór fram 16. til 20. desember en keppt var á á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech í Marokkó. Þar kepptu 156 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Guðrún Brá lék á 298 höggum (+8) á fyrstu fjórum keppnisdögunum (77-75-73-73) og endaði hún í 104. sæti. Ragnhildur lék á 304 höggum (+14) (76-76-77-75) og endaði hún í 130. sæti. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn sem var +1 samtals. Ragnhildur og Guðrún Brá höfðu áður farið báðar í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina, sem fór líka fram í Marókkó en þar tóku 220 keppendur þátt. Guðrún Brá hefur verið með keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga undanfarin þrjú ár en þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi náði ekki að halda keppnisrétti sínum á síðasta tímabili. Keiliskonan lék á lokaúrtökumótinu í fyrra og endaði þar í 42. sæti sem gaf henni takmarkaðan keppnisrétt á LET á síðasta tímabili. Nú hefur hún aftur á móti endanlega misst keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Guðrún Brá og Ragnhildur eru aftur á móti báðar með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Golf Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira