Fulham í undanúrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 22:02 Tosin Adarabioyo tryggði Fulham sigur í vítaspyrnukeppninni með áttundu spyrnu liðsins. Richard Heathcote/Getty Images Fulham tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með sigri í vítaspyrnukeppni gegn Everton í úrvalsdeildarslag í átta liða úrslitum. Gestirnir í Fulham tóku forystuna á 41. mínútu þegar Michael Keane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Portúgalski framherjinn Beto jafnaði þó metin fyrir Everton þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn beggja liða virtust hafa stáltaugar og sjö fyrstu spyrnur vítaspyrnukeppninnar rötuðu í netið. Þá var komið að Bobby Decordova-Reid að taka fjórðu spyrnu Fulham, en Jordan Pickford varði vel í marki Everton. Amadou Onana fékk því tækifæri til að tryggja Everton sigurinn, en furðulegt aðhlaup og slök spyrna urðu til þess að Bernd Leno þurfti varla að hreyfa sig til að verja og tryggja Fulham möguleika á að koma sér í bráðabana. Carlos Vinicius tók fimmtu spyrnu Fulham og skoraði af miklu öryggi og bráðabaninn tók við. Varnarmennirnir James Tarkowski og Kenny Tete skorðu báðir úr sínum spyrnum áður en James Garner og Antonee Robinson gerðu slíkt hið sama. Idrissa Gueye klikkaði hins vegar á áttundu spyrnu Everton og miðvörðurinn Tosin Adarabioyo fékk því tækifæri til að vera hetjan fyrir Fulham. Hann nýtti tækifærið vel, skoraði framhjá Pickford, sem þó var í boltanum, og tryggði Fulham sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins á kostnað Everton. Gueye hits the post. TOSIN WINS IT!!!!!!🔵 ✅ ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ❌🤍 ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ✅ ✅— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 19, 2023 Á sama tíma tryggði Middlesbrough sér sæti í undanúrslitum með 0-3 sigri gegn C-deildarliði Port Vale. Jonny Howson og Morgan Rogers sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Matt Crooks gulltryggði sigur Middlesbrough í síðari hálfleik. Enski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Gestirnir í Fulham tóku forystuna á 41. mínútu þegar Michael Keane varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Portúgalski framherjinn Beto jafnaði þó metin fyrir Everton þegar aðeins um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli að venjulegum leiktíma loknum. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Leikmenn beggja liða virtust hafa stáltaugar og sjö fyrstu spyrnur vítaspyrnukeppninnar rötuðu í netið. Þá var komið að Bobby Decordova-Reid að taka fjórðu spyrnu Fulham, en Jordan Pickford varði vel í marki Everton. Amadou Onana fékk því tækifæri til að tryggja Everton sigurinn, en furðulegt aðhlaup og slök spyrna urðu til þess að Bernd Leno þurfti varla að hreyfa sig til að verja og tryggja Fulham möguleika á að koma sér í bráðabana. Carlos Vinicius tók fimmtu spyrnu Fulham og skoraði af miklu öryggi og bráðabaninn tók við. Varnarmennirnir James Tarkowski og Kenny Tete skorðu báðir úr sínum spyrnum áður en James Garner og Antonee Robinson gerðu slíkt hið sama. Idrissa Gueye klikkaði hins vegar á áttundu spyrnu Everton og miðvörðurinn Tosin Adarabioyo fékk því tækifæri til að vera hetjan fyrir Fulham. Hann nýtti tækifærið vel, skoraði framhjá Pickford, sem þó var í boltanum, og tryggði Fulham sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins á kostnað Everton. Gueye hits the post. TOSIN WINS IT!!!!!!🔵 ✅ ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ❌🤍 ✅ ✅ ✅ ❌ ✅ ✅ ✅ ✅— Fulham Football Club (@FulhamFC) December 19, 2023 Á sama tíma tryggði Middlesbrough sér sæti í undanúrslitum með 0-3 sigri gegn C-deildarliði Port Vale. Jonny Howson og Morgan Rogers sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Matt Crooks gulltryggði sigur Middlesbrough í síðari hálfleik.
Enski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira