Wenger viss um að stækkun HM félagsliða muni hjálpa fótboltanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2023 07:01 Arsene Wenger er viss um að stækkun HM félagsliða í 32-liða mót muni hjálpa fótboltanum. Vísir/Getty Arsene Wenger, fyrrum þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, segir að stækkun heimsmeistaramóts félagsliða muni hjálpa til við að gera fótbolta enn alþjóðlegri en hann er nú og að ekki eigi aðeins að horfa á breytinguna út frá sjónahorni evrópskra liða. Um liðna helgi staðfesti alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA áform sín um að stækka HM félagsliða í 32-liða mót og verður það haldið í fyrsta sinn með nýju sniði í Bandaríkjunum árið 2025. Alls munu tólf evrópsk lið fá keppnisrétt á mótinu og hin tuttugu sætin munu svo deilast niður á hinar fimm heimsálfurnar. Eins og oft er þegar teknar eru ákvarðanir um að fjölga leikjum heyrast áhyggjuraddir yfir leikjaálagi á leikmenn og er stækkun HM félagsliða engin undantekning þar á bæ. Pep Guardiola, þjálfari Evrópumeistara Manchester City, er einn þeirra sem hefur viðrað áhyggjur sínar, sem og leikmannasamtökin FIFPro. Wenger, sem í dag starfar sem yfirmaður þróunarmála hjá FIFA, blæs þó á þessar áhyggjur og segir mótið vera tækifæri fyrir önnur lið að taka skref í rétta átt. „Jákvæðu áhrifin sem þetta mun hafa á félög verða gríðarleg af því að þetta mun auka tekjur félaga út um allan heim og möguleika þeirra á að keppa við þau bestu,“ sagði Wenger. „Við erum heppin hérna í Evrópu, en það er mikilvægt að við gerum fótboltann enn alþjóðlegri og þetta er tækifæri fyrir önnur lið að taka skrefið. Þetta gefur fleiri leikmönnum tækifæri á að keppa í hæsta gæðaflokki.“ FIFA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Um liðna helgi staðfesti alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA áform sín um að stækka HM félagsliða í 32-liða mót og verður það haldið í fyrsta sinn með nýju sniði í Bandaríkjunum árið 2025. Alls munu tólf evrópsk lið fá keppnisrétt á mótinu og hin tuttugu sætin munu svo deilast niður á hinar fimm heimsálfurnar. Eins og oft er þegar teknar eru ákvarðanir um að fjölga leikjum heyrast áhyggjuraddir yfir leikjaálagi á leikmenn og er stækkun HM félagsliða engin undantekning þar á bæ. Pep Guardiola, þjálfari Evrópumeistara Manchester City, er einn þeirra sem hefur viðrað áhyggjur sínar, sem og leikmannasamtökin FIFPro. Wenger, sem í dag starfar sem yfirmaður þróunarmála hjá FIFA, blæs þó á þessar áhyggjur og segir mótið vera tækifæri fyrir önnur lið að taka skref í rétta átt. „Jákvæðu áhrifin sem þetta mun hafa á félög verða gríðarleg af því að þetta mun auka tekjur félaga út um allan heim og möguleika þeirra á að keppa við þau bestu,“ sagði Wenger. „Við erum heppin hérna í Evrópu, en það er mikilvægt að við gerum fótboltann enn alþjóðlegri og þetta er tækifæri fyrir önnur lið að taka skrefið. Þetta gefur fleiri leikmönnum tækifæri á að keppa í hæsta gæðaflokki.“
FIFA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira