Sögulega fáir fálkar í ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2023 18:11 Talningar á fálkaungum fara fram á vorin á Norðausturlandi. Vísir/Vilhelm Varpstofn fálka vorið 2023 er sá minnsti sem mælst hefur frá upphafi rannsókna samkvæmt talningum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samfelld fækkun fálka síðustu fjögur ár er sögð koma á óvart. Talið er að fuglaflensa eigi í hlut. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að talningar sýni að fálkum hafi fækkað samfellt frá árinu 2019 en viðkoma fálka hafi verið mjög góð árin 2018 og 2019. Raunar hafi varpstofninn 2018 verið sá stærsti frá upphafi mælinga, sem hófust árið 1981 og eru framkvæmdar ár hvert á Norðausturlandi. En árið 2018 komust á legg 104 fálkar á rannsóknarsvæðinu. Fram kemur að heildarfjöldi fálkaunga sem kemst á legg hvert ár hefur sýnt marktæk tengsl við stofnstærð rjúpu, sem er aðalfæða fálkanna. Það séu því nýliðar sem klekist þegar rjúpnastofninn er í hámarki, sem standa þremur til fjórum árum síðar undir toppárum hjá fálkastofninum. Þannig hafi verið búist við að að áhrifa áranna 2018 og 2019 væri farið að gæta í í nýliðun í varpstofni, sem varð svo ekki. Líklega sé það vegna hárra affalla geldfugla sem leiðir af sér lélega nýliðun. Þá skipti afföll óðalfálka líklega máli. Loks segir að líklegur áhrifavaldur umræddra affalla sé fuglaflensa, ein eitt staðfest tilvik sé um fálka sem dó úr flensu haustið 2022. Á Náttúrufræðistofnun séu í frysti um tugur fálkahræja frá sama tíma og mjög líklega séu flensudauðir fuglar þar á meðal. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að talningar sýni að fálkum hafi fækkað samfellt frá árinu 2019 en viðkoma fálka hafi verið mjög góð árin 2018 og 2019. Raunar hafi varpstofninn 2018 verið sá stærsti frá upphafi mælinga, sem hófust árið 1981 og eru framkvæmdar ár hvert á Norðausturlandi. En árið 2018 komust á legg 104 fálkar á rannsóknarsvæðinu. Fram kemur að heildarfjöldi fálkaunga sem kemst á legg hvert ár hefur sýnt marktæk tengsl við stofnstærð rjúpu, sem er aðalfæða fálkanna. Það séu því nýliðar sem klekist þegar rjúpnastofninn er í hámarki, sem standa þremur til fjórum árum síðar undir toppárum hjá fálkastofninum. Þannig hafi verið búist við að að áhrifa áranna 2018 og 2019 væri farið að gæta í í nýliðun í varpstofni, sem varð svo ekki. Líklega sé það vegna hárra affalla geldfugla sem leiðir af sér lélega nýliðun. Þá skipti afföll óðalfálka líklega máli. Loks segir að líklegur áhrifavaldur umræddra affalla sé fuglaflensa, ein eitt staðfest tilvik sé um fálka sem dó úr flensu haustið 2022. Á Náttúrufræðistofnun séu í frysti um tugur fálkahræja frá sama tíma og mjög líklega séu flensudauðir fuglar þar á meðal.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26