Kötturinn Prins var týndur í tólf ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2023 20:30 Prins, sem hefur verið týndur í 12 ár og allir voru búnir að telja hann af en nú var hann að finnast sprelllifandi i Húsafelli eftir að hafa verið á vergangi þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi. Prins dvelur nú í góðu yfirlæti á Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík. Hann var reyndar frekar feiminn við að láta mynda sig enda komin í nýjar aðstæður og enn að jafna sig eftir að hafa verið týndur í öll þessi ár. En hver er saga hans? „Hann var upphaflega í eigu frænda míns, hann tók hann að sér sumarið 2010 og tæpu ári seinna sleppur hann út og týnist. Hann leitaði að honum út um allt, hann auglýsti og gekk um hverfið og aldrei fannst Prins og svo fær hann hringingu á mánudaginn þar sem honum er tilkynnt að Prins sé fundinn í Húsafelli eftir að hafa týnst í Hlíðunum í Reykjavík fyrir 12 árum,” segir Ragnheiður Birgisdóttir, umsjónarmaður Prins þessa dagana og eigandi Kattakaffihússins. Ragnheiður segir að vitað sé að Prins hafi verið búin að sniglast í kringum iðnaðarmenn í Húsafelli við byggingaframkvæmdir þar en nú þegar því verki er lokið höfðu mennirnir áhyggjur af því hvað yrði um Prins og fóru því með hann til dýralæknis í Borgarnesi til að láta lesa úr örmerki hans og þá kom í ljós að kötturinn hefur verið skráður týndur í öll þessi ár. Dýralæknirinn lét þá eigandann vita að Prins væri fundinn en sá á býr í Þýskalandi. Prins vill helst bara vera í fanginu á Ragnheiði enda að jafna sig smátt og smátt á atburðarásinni og nýja umhverfinu sína í Kattarkaffihúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúleg saga, alveg ótrúleg saga. Það hefur allavega greinilega einhver verið með hann af því að hann lítur vel út, hann er kelinn, hann er með fallegan felld, þannig að einhvers staðar hefur hann verið,” segir Ragnheiður og bætir við. „Þetta er heldur betur falleg jólagjöf, gæti ekki verið betri jólagjöf fyrir frænda minn að vita að Prins er á lífi eftir öll þessi ár og að hann geti fengið að hitta hann og vonandi verða bara fagnaðarfundir þegar hann kemur til landsins. Ég vildi að Prins gæti sagt okkur hvar hann hafi verið öll þessi á en það getur hann ekki.” Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kettir Borgarbyggð Dýr Gæludýr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Prins dvelur nú í góðu yfirlæti á Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík. Hann var reyndar frekar feiminn við að láta mynda sig enda komin í nýjar aðstæður og enn að jafna sig eftir að hafa verið týndur í öll þessi ár. En hver er saga hans? „Hann var upphaflega í eigu frænda míns, hann tók hann að sér sumarið 2010 og tæpu ári seinna sleppur hann út og týnist. Hann leitaði að honum út um allt, hann auglýsti og gekk um hverfið og aldrei fannst Prins og svo fær hann hringingu á mánudaginn þar sem honum er tilkynnt að Prins sé fundinn í Húsafelli eftir að hafa týnst í Hlíðunum í Reykjavík fyrir 12 árum,” segir Ragnheiður Birgisdóttir, umsjónarmaður Prins þessa dagana og eigandi Kattakaffihússins. Ragnheiður segir að vitað sé að Prins hafi verið búin að sniglast í kringum iðnaðarmenn í Húsafelli við byggingaframkvæmdir þar en nú þegar því verki er lokið höfðu mennirnir áhyggjur af því hvað yrði um Prins og fóru því með hann til dýralæknis í Borgarnesi til að láta lesa úr örmerki hans og þá kom í ljós að kötturinn hefur verið skráður týndur í öll þessi ár. Dýralæknirinn lét þá eigandann vita að Prins væri fundinn en sá á býr í Þýskalandi. Prins vill helst bara vera í fanginu á Ragnheiði enda að jafna sig smátt og smátt á atburðarásinni og nýja umhverfinu sína í Kattarkaffihúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúleg saga, alveg ótrúleg saga. Það hefur allavega greinilega einhver verið með hann af því að hann lítur vel út, hann er kelinn, hann er með fallegan felld, þannig að einhvers staðar hefur hann verið,” segir Ragnheiður og bætir við. „Þetta er heldur betur falleg jólagjöf, gæti ekki verið betri jólagjöf fyrir frænda minn að vita að Prins er á lífi eftir öll þessi ár og að hann geti fengið að hitta hann og vonandi verða bara fagnaðarfundir þegar hann kemur til landsins. Ég vildi að Prins gæti sagt okkur hvar hann hafi verið öll þessi á en það getur hann ekki.” Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kettir Borgarbyggð Dýr Gæludýr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira