Hópur bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi mótmæla vindmyllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2023 21:03 Gunnar Örn að ræða við starfsmenn wpd á Íslandi, sem voru með kynningu á verkefninu fyrir íbúa í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal hóps bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem mótmæla harðlega uppsetningu vindmyllugarðs með tuttugu og fimm vindmyllum í landi Skáldabúða í nágrenni við jarðir þeirra. Forsvarsmaður þýsks orkufyrirtækis, sem hyggst reisa garðinn, segir hins vegar að íbúar hafa almennt tekið hugmyndinni mjög vel. Tveir starfsmenn þýska orkufyrirtækisins wpd voru með kynningu í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag þar sem íbúum gafst kostur á að hitta þá og fá kynningu á fyrirhuguðum vindorkukosti á jörðinni Skáldabúðum, sem hefur fengið vinnuheitið Hrútmúlavirkjun en jörðin er í eigu fyrirtækisins Gunnbjörns ehf., í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin yrði 85 megavatta virkjun með 25 vindmyllum. „En raunveruleg staðsetning og lega og fjöldi á þessum túrbínum er gríðarlega háð niðurstöðum umhverfismats og þeim rannsóknum, sem eiga eftir að fara fram,” segir Gísli Gamm, skrifstofustjóri wpd á Íslandi. En hvernig tóku íbúar kynningunni í Árnesi? „Okkur var bara tekið mjög vel. Það hafa verið mismunandi sjónarhorn og það eru ekki allir ánægðir með þessi áform og hafa látið okkur vita mjög skýrt og greinileg af því en þetta hafa allt verið mjög góð og þörf samtöl, sem við höfum átt hérna,” segir Gísli. Gísli Gamm skrifstofustjóri wpd á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið, sem búa næst Skáldabúðum mótmæla öllum hugmyndum um vindmyllugarð en þar fer bóndi og sveitarstjórnarmaður fremstur í flokki. Hópurinn hefur meira að segja útbúið sérstakt mótmælamyndband að þessu tilefni. „Og við horfum með skelfingu á það ef við eigum að fara að hafa þarna 200 metra háar vindmyllur í kringum okkur í landi, sem er yfir 200 metra hæð þannig að spaðarnir fara yfir 400 metra hæð og þetta mun blasa við af öllu Suðurlandi. Við skiljum ekki hvernig að hægt er að fara áfram með svona verkefni þetta langt að það sé komið til umfjöllunar í verkefnisstjórn um rammaáætlun og gæti hugsanlega þess vegna ef svo verði niðurstaðan komin í nýtingarflokk í mars án þess að það sé búið að halda nokkra einustu kynningu fyrir okkur eða vinna umhverfismat,” segir Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar Örn Marteinsson, bóndi í Steinsholti og sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þarf ekki að virkja meira og meira, er ekki alltaf verið að tala um það? „Jú, jú það þarf að virkja en það þarf ekki að virkja alls staðar og allt,” segir Gunnar Örn. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Tveir starfsmenn þýska orkufyrirtækisins wpd voru með kynningu í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag þar sem íbúum gafst kostur á að hitta þá og fá kynningu á fyrirhuguðum vindorkukosti á jörðinni Skáldabúðum, sem hefur fengið vinnuheitið Hrútmúlavirkjun en jörðin er í eigu fyrirtækisins Gunnbjörns ehf., í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin yrði 85 megavatta virkjun með 25 vindmyllum. „En raunveruleg staðsetning og lega og fjöldi á þessum túrbínum er gríðarlega háð niðurstöðum umhverfismats og þeim rannsóknum, sem eiga eftir að fara fram,” segir Gísli Gamm, skrifstofustjóri wpd á Íslandi. En hvernig tóku íbúar kynningunni í Árnesi? „Okkur var bara tekið mjög vel. Það hafa verið mismunandi sjónarhorn og það eru ekki allir ánægðir með þessi áform og hafa látið okkur vita mjög skýrt og greinileg af því en þetta hafa allt verið mjög góð og þörf samtöl, sem við höfum átt hérna,” segir Gísli. Gísli Gamm skrifstofustjóri wpd á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið, sem búa næst Skáldabúðum mótmæla öllum hugmyndum um vindmyllugarð en þar fer bóndi og sveitarstjórnarmaður fremstur í flokki. Hópurinn hefur meira að segja útbúið sérstakt mótmælamyndband að þessu tilefni. „Og við horfum með skelfingu á það ef við eigum að fara að hafa þarna 200 metra háar vindmyllur í kringum okkur í landi, sem er yfir 200 metra hæð þannig að spaðarnir fara yfir 400 metra hæð og þetta mun blasa við af öllu Suðurlandi. Við skiljum ekki hvernig að hægt er að fara áfram með svona verkefni þetta langt að það sé komið til umfjöllunar í verkefnisstjórn um rammaáætlun og gæti hugsanlega þess vegna ef svo verði niðurstaðan komin í nýtingarflokk í mars án þess að það sé búið að halda nokkra einustu kynningu fyrir okkur eða vinna umhverfismat,” segir Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar Örn Marteinsson, bóndi í Steinsholti og sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þarf ekki að virkja meira og meira, er ekki alltaf verið að tala um það? „Jú, jú það þarf að virkja en það þarf ekki að virkja alls staðar og allt,” segir Gunnar Örn.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda