Segist ekki búinn að ráða Jóa Kalla Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2023 14:59 Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í tæp tvö ár. Getty/Alex Nicodim Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, er eftirsóttur og kemur til greina sem þjálfari tveggja liða í Svíþjóð. Jóhannes Karl er einn þeirra sem fundað hafa með forráðamönnum úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, sem sonur hans Ísak Bergmann lék með á árunum 2019-2021. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, hefur einnig fundað með þeim. Fótbolti.net greindi svo frá því í morgun að Jóhannes Karl hefði, samkvæmt heimildum, rætt við forráðamenn 1. deildarfélagsins Öster, um að taka við liðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru þær viðræður óformlegar og veltur framhald þeirra á ákvörðun Norrköping. Síðasti þjálfari Öster er vel þekktur á Íslandi en það er Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem lengi þjálfaði KA en einnig Grindavík auk þess að vera aðstoðarþjálfari Vals. Vito Stavljanin, íþróttastjóri Öster, var spurður um það af Fotbollskanalen hvort rétt væri að félagið hefði ráðið Jóhannes Karl: „Við höfum ekki samið við nýjan þjálfara,“ sagði Stavljanin. Öster lét Túfa fara eftir að liðið missti af sæti í sænsku úrvalsdeildinni nú í haust, og leitar því að arftaka hans. Er stutt í að nýr þjálfari verði ráðinn? „Það veit ég ekki. Við erum að vinna í því. Þegar það verður klárt þá greinum við frá því. Á meðan að það er ekki frágengið þá höfum við ekkert um málið að segja,“ sagði Stavljanin. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Jóhannes Karl myndi hætta samstundis sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, tæki hann við liði í Svíþjóð, en hann hefur gegnt því starfi frá því í janúar 2022, fyrst sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar og svo Åge Hareide. Fram undan eru umspilsleikir í lok mars sem ráða því hvort Ísland kemst á EM næsta sumar. Sænski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Jóhannes Karl er einn þeirra sem fundað hafa með forráðamönnum úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, sem sonur hans Ísak Bergmann lék með á árunum 2019-2021. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, hefur einnig fundað með þeim. Fótbolti.net greindi svo frá því í morgun að Jóhannes Karl hefði, samkvæmt heimildum, rætt við forráðamenn 1. deildarfélagsins Öster, um að taka við liðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis voru þær viðræður óformlegar og veltur framhald þeirra á ákvörðun Norrköping. Síðasti þjálfari Öster er vel þekktur á Íslandi en það er Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem lengi þjálfaði KA en einnig Grindavík auk þess að vera aðstoðarþjálfari Vals. Vito Stavljanin, íþróttastjóri Öster, var spurður um það af Fotbollskanalen hvort rétt væri að félagið hefði ráðið Jóhannes Karl: „Við höfum ekki samið við nýjan þjálfara,“ sagði Stavljanin. Öster lét Túfa fara eftir að liðið missti af sæti í sænsku úrvalsdeildinni nú í haust, og leitar því að arftaka hans. Er stutt í að nýr þjálfari verði ráðinn? „Það veit ég ekki. Við erum að vinna í því. Þegar það verður klárt þá greinum við frá því. Á meðan að það er ekki frágengið þá höfum við ekkert um málið að segja,“ sagði Stavljanin. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Jóhannes Karl myndi hætta samstundis sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, tæki hann við liði í Svíþjóð, en hann hefur gegnt því starfi frá því í janúar 2022, fyrst sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar og svo Åge Hareide. Fram undan eru umspilsleikir í lok mars sem ráða því hvort Ísland kemst á EM næsta sumar.
Sænski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira