Síðasti séns á stórum jólabónus Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2023 11:30 Jason Daði Svanþórsson og félagar í Breiðabliki bíða enn eftir fyrsta stigi íslensks liðs í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeir fá annað tækifæri gegn Zorya í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Karlalið Breiðabliks spilar sinn síðasta leik á löngu keppnistímabili í kvöld, þegar lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta fer fram. Félagið gæti tryggt sér 75 milljónir króna. Breiðablik mætir úkraínska liðinu Zorya Luhansk í kvöld, og fer leikurinn fram í pólsku borginni Lublin vegna stríðsins í Úkraínu. Blikar eru enn án stiga í sínum riðli en töpuðu 1-0 gegn Zorya á heimavelli í október, og hafa einnig tapað naumlega í leikjum gegn Maccabi Tel Aviv og Gent. Blikar hafa því ekki unnið sér inn neitt aukaverðlaunafé, eftir að þeir komust fyrstir íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði eru 500.000 evrur fyrir hvern sigurleik, svo að ef að Blikum tekst að landa sigri í kvöld bíða þeirra 75 milljónir íslenskra króna. Fyrir að ná jafntefli fæst öllu minna eða 166.000 evrur, jafnvirði 25 milljóna króna. Búnir að ná hálfum milljarði Með því að komast í riðlakeppnina tryggðu Blikar sér 2,94 milljónir evra, sem í dag jafngildir um 440 milljónum króna, til viðbótar við lægri upphæðir sem liðið fékk vegna þátttöku í undankeppnum í sumar. Alls höfðu Blikar því tryggt sér um 3,4 milljónir evra, sem á gengi dagsins í dag er meira en hálfur milljarður króna, áður en riðlakeppnin hófst en við það hefur hins vegar hingað til ekki bæst neitt verðlaunafé. Vert er að taka fram að þátttöku í Evrópukeppni, með tilheyrandi ferðalögum og hótelgistingu, fylgir kostnaður. Ljóst er að hvernig sem fer í kvöld þá enda Blikar í neðsta sæti síns riðils, B-riðilsins. Gent er efst með 13 stig og Maccabi Tel Aviv er með 12, en Zorya 4 stig. Gent og Maccabi spila um efsta sæti riðilsins í kvöld og liðið sem endar efst fær 650.000 evrur, en liðið í 2. sæti fær 325.000 evrur. Leikur Zorya og Breiðabliks hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Breiðablik mætir úkraínska liðinu Zorya Luhansk í kvöld, og fer leikurinn fram í pólsku borginni Lublin vegna stríðsins í Úkraínu. Blikar eru enn án stiga í sínum riðli en töpuðu 1-0 gegn Zorya á heimavelli í október, og hafa einnig tapað naumlega í leikjum gegn Maccabi Tel Aviv og Gent. Blikar hafa því ekki unnið sér inn neitt aukaverðlaunafé, eftir að þeir komust fyrstir íslenskra liða í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Í boði eru 500.000 evrur fyrir hvern sigurleik, svo að ef að Blikum tekst að landa sigri í kvöld bíða þeirra 75 milljónir íslenskra króna. Fyrir að ná jafntefli fæst öllu minna eða 166.000 evrur, jafnvirði 25 milljóna króna. Búnir að ná hálfum milljarði Með því að komast í riðlakeppnina tryggðu Blikar sér 2,94 milljónir evra, sem í dag jafngildir um 440 milljónum króna, til viðbótar við lægri upphæðir sem liðið fékk vegna þátttöku í undankeppnum í sumar. Alls höfðu Blikar því tryggt sér um 3,4 milljónir evra, sem á gengi dagsins í dag er meira en hálfur milljarður króna, áður en riðlakeppnin hófst en við það hefur hins vegar hingað til ekki bæst neitt verðlaunafé. Vert er að taka fram að þátttöku í Evrópukeppni, með tilheyrandi ferðalögum og hótelgistingu, fylgir kostnaður. Ljóst er að hvernig sem fer í kvöld þá enda Blikar í neðsta sæti síns riðils, B-riðilsins. Gent er efst með 13 stig og Maccabi Tel Aviv er með 12, en Zorya 4 stig. Gent og Maccabi spila um efsta sæti riðilsins í kvöld og liðið sem endar efst fær 650.000 evrur, en liðið í 2. sæti fær 325.000 evrur. Leikur Zorya og Breiðabliks hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira