Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. desember 2023 12:00 Fleiri barnafjölskyldur en áður en í hópi þeirra sem óska eftir aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Þau fá gjafakort í fataverslanir fyrir börnin og í bíó. vísir/Vilhelm Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. Hjálparsamtök standa fyrir jólaaðstoð um þessar mundir og víðast hvar virðist umsóknum hafa fjölgað þó nokkuð. Petrea A. Ómarsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar segir stóraukinn fjölda hafa leitað til þeirra. „Þetta hefur vanalega verið undir tvö hundruð umsóknum en slagar í hátt í þrjú hundruð núna. Við erum búnar með okkar úthlutun en það koma inn tíu til fimmtán beiðnir á hverjum degi.“ Sem þið getið þá ekki sinnt? „Náum ekki að sinna eins og er, en við erum bara að reyna okkar besta.“ Um er að ræða metfjölda og mun fleiri barnafjölskyldur en áður. „Þetta eru mest allt barnafjölskyldur; fólk með eitt upp í fjögur til fimm börn sem sér ekki fram á að haldið jólin almennilega.“ Fleiri umsóknir bætast við á hverjum degi.vísir/Vilhelm Hún segir Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa komið til móts við þau auk þess sem samtökin sendu út hjálparkall til almennings til að reyna að halda í við eftirspurn. Það hafi skilað því að þó var hægt að kaupa fleiri gjafakort í til dæmis matvöruverslanir. „Foreldrar unglinga hafa líka verið að fá kort í Sports direct og þau sem eru með yngri börn eru að fá gjafakort í Lindex. Svo erum við með fjölskyldukort í bíó,“ segir Petrea. Mikil neyð ríki í hópi þeirra sem leita til samtakanna. „Fólk er ekki að sækja til okkar nema það sé í mikilli neyð. Fólk er ekki með frekju eða neitt svoleiðis, bara að biðja um hjálp og við erum að reyna að anna því eftir fremsta megni. Ef hlutirnir fara ekki að breytast í þjóðfélaginu er ég hrædd um að þetta eigi eftir að versna mikið, því miður.“ Hjálparstarf Félagsmál Börn og uppeldi Jól Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Hjálparsamtök standa fyrir jólaaðstoð um þessar mundir og víðast hvar virðist umsóknum hafa fjölgað þó nokkuð. Petrea A. Ómarsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar segir stóraukinn fjölda hafa leitað til þeirra. „Þetta hefur vanalega verið undir tvö hundruð umsóknum en slagar í hátt í þrjú hundruð núna. Við erum búnar með okkar úthlutun en það koma inn tíu til fimmtán beiðnir á hverjum degi.“ Sem þið getið þá ekki sinnt? „Náum ekki að sinna eins og er, en við erum bara að reyna okkar besta.“ Um er að ræða metfjölda og mun fleiri barnafjölskyldur en áður. „Þetta eru mest allt barnafjölskyldur; fólk með eitt upp í fjögur til fimm börn sem sér ekki fram á að haldið jólin almennilega.“ Fleiri umsóknir bætast við á hverjum degi.vísir/Vilhelm Hún segir Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa komið til móts við þau auk þess sem samtökin sendu út hjálparkall til almennings til að reyna að halda í við eftirspurn. Það hafi skilað því að þó var hægt að kaupa fleiri gjafakort í til dæmis matvöruverslanir. „Foreldrar unglinga hafa líka verið að fá kort í Sports direct og þau sem eru með yngri börn eru að fá gjafakort í Lindex. Svo erum við með fjölskyldukort í bíó,“ segir Petrea. Mikil neyð ríki í hópi þeirra sem leita til samtakanna. „Fólk er ekki að sækja til okkar nema það sé í mikilli neyð. Fólk er ekki með frekju eða neitt svoleiðis, bara að biðja um hjálp og við erum að reyna að anna því eftir fremsta megni. Ef hlutirnir fara ekki að breytast í þjóðfélaginu er ég hrædd um að þetta eigi eftir að versna mikið, því miður.“
Hjálparstarf Félagsmál Börn og uppeldi Jól Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira