Bjartsýnn að ná EM þrátt fyrir meiðsli sem há daglegu lífi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2023 09:00 Elvar Örn Jónsson leikur væntanlega ekki meira með Melsungen á árinu. getty/Andreas Gora Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst bjartsýnn á að vera klár í slaginn fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Hann glímir við erfið meiðsli sem há honum í daglegu lífi. Elvar tognaði á kvið þegar Melsungen vann Eisenach 24. nóvember og hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins; stóru tapi fyrir Flensburg, 34-24, og jafntefli við Evrópumeistara Magdeburg, 29-29. „Ég er ekki enn byrjaður að hlaupa og er enn með verk þegar ég er að því. En frá viku til viku er ég alltaf að lagast smátt og smátt. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta verði orðið gott fyrir mót,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila meira með Melsungen á árinu. „Líklega ekki. Það er of stutt. Þetta tekur kannski 2-3 vikur í viðbót til að lagast. Það er ekki búist við því að ég nái einhverjum leikjum í desember,“ sagði Elvar. Hvílir og æfir það sem hann getur Erfitt er að meðhöndla meiðsli á kvið og það hefur reynt á þolinmæði Elvars. „Það er voða lítið sem maður getur gert til að flýta batanum. Maður hvílir bara og æfi allt þar sem ég finn ekki verk; hjóla og lyfta eitthvað. En það er lítið annað sem ég get gert,“ sagði Elvar. „Ég finn fyrir þessu í daglegu lífi og það er líka erfitt að hvíla kviðinn. Maður þarf mikið að passa sig og hugsa um þetta dags daglega. En mér finnst þetta vera á góðri leið og vonandi get byrjað að hlaupa og spila handbolta sem fyrst.“ Elvar er vongóður um að geta leikið með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. „Já, já. Ég hef alveg talað við lækna og sjúkraþjálfara og þeir búast við að ég muni ná EM. Það er full bjartsýnt að ná þessum síðustu leikjum fyrir jól en maður veit aldrei,“ sagði Elvar. Áfall að detta út Hann segir að það hafi verið sér mikið áfall að meiðast enda hefur hann spilað stórvel með Melsungen á tímabilinu og sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. „Þetta var alveg áfall fyrir mér. Maður vildi mikið vera með í þessum síðustu tveimur leikjum, gegn Flensburg og Magdeburg, en svona er þetta,“ sagði Elvar að endingu. Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Elvar tognaði á kvið þegar Melsungen vann Eisenach 24. nóvember og hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins; stóru tapi fyrir Flensburg, 34-24, og jafntefli við Evrópumeistara Magdeburg, 29-29. „Ég er ekki enn byrjaður að hlaupa og er enn með verk þegar ég er að því. En frá viku til viku er ég alltaf að lagast smátt og smátt. Ég er alveg bjartsýnn á að þetta verði orðið gott fyrir mót,“ sagði Elvar í samtali við Vísi í gær. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila meira með Melsungen á árinu. „Líklega ekki. Það er of stutt. Þetta tekur kannski 2-3 vikur í viðbót til að lagast. Það er ekki búist við því að ég nái einhverjum leikjum í desember,“ sagði Elvar. Hvílir og æfir það sem hann getur Erfitt er að meðhöndla meiðsli á kvið og það hefur reynt á þolinmæði Elvars. „Það er voða lítið sem maður getur gert til að flýta batanum. Maður hvílir bara og æfi allt þar sem ég finn ekki verk; hjóla og lyfta eitthvað. En það er lítið annað sem ég get gert,“ sagði Elvar. „Ég finn fyrir þessu í daglegu lífi og það er líka erfitt að hvíla kviðinn. Maður þarf mikið að passa sig og hugsa um þetta dags daglega. En mér finnst þetta vera á góðri leið og vonandi get byrjað að hlaupa og spila handbolta sem fyrst.“ Elvar er vongóður um að geta leikið með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. „Já, já. Ég hef alveg talað við lækna og sjúkraþjálfara og þeir búast við að ég muni ná EM. Það er full bjartsýnt að ná þessum síðustu leikjum fyrir jól en maður veit aldrei,“ sagði Elvar. Áfall að detta út Hann segir að það hafi verið sér mikið áfall að meiðast enda hefur hann spilað stórvel með Melsungen á tímabilinu og sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. „Þetta var alveg áfall fyrir mér. Maður vildi mikið vera með í þessum síðustu tveimur leikjum, gegn Flensburg og Magdeburg, en svona er þetta,“ sagði Elvar að endingu.
Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira