Sakar Rahm um að skemma golfið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2023 11:31 Rory McIlroy heldur áfram að bauna á LIV-hlaupana eins og Jon Rahm. getty/Waleed Tariq Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sakað Spánverjann Jon Rahm um að skemma golfíþróttina með því að semja við LIV. Rahm hefur gert sannkallaðan risasamning við LIV en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum fær hann 560 milljónir dollara fyrir að semja við sádi-arabísku mótaröðina. Ekki eru allir sáttir við þessi vistaskipti Rahms og meðal þeirra er McIlroy sem er harður andstæðingur LIV. Hann er hræddur um að gjá myndist í golfíþróttinni. „Ég óttast að færri horfi á íþróttina þegar mótaraðirnar eru í samkeppni. Sumir velja LIV en meirihlutinn PGA mótaröðina en ef LIV heldur áfram að fá til sín fleiri leikmenn veldur það sundrungu og það er ekki gott fyrir neinn,“ sagði McIlroy. „Þú ert eiginlega að skemma fyrir íþróttinni, svipað eins og boxið hefur gert með öllum mismunandi samtökunum. Fyrir mér er best að hafa alla bestu kylfingana undir sama hatti upp á framtíðina að gera því það er það sem fólkið vill.“ McIlroy kveðst hræddur um að þessi þróun leiði til þess að fólk fylgist bara með golfi fjórum sinnum á ári, í kringum risamótin, og það sé íþróttinni ekki til heilla. „Við þurfum að fá alla saman og reyna að gleyma fortíðinni. Slíðrum sverðin og höldum áfram saman. Ég held að það sé best fyrir íþróttina,“ sagði McIlroy. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rahm hefur gert sannkallaðan risasamning við LIV en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum fær hann 560 milljónir dollara fyrir að semja við sádi-arabísku mótaröðina. Ekki eru allir sáttir við þessi vistaskipti Rahms og meðal þeirra er McIlroy sem er harður andstæðingur LIV. Hann er hræddur um að gjá myndist í golfíþróttinni. „Ég óttast að færri horfi á íþróttina þegar mótaraðirnar eru í samkeppni. Sumir velja LIV en meirihlutinn PGA mótaröðina en ef LIV heldur áfram að fá til sín fleiri leikmenn veldur það sundrungu og það er ekki gott fyrir neinn,“ sagði McIlroy. „Þú ert eiginlega að skemma fyrir íþróttinni, svipað eins og boxið hefur gert með öllum mismunandi samtökunum. Fyrir mér er best að hafa alla bestu kylfingana undir sama hatti upp á framtíðina að gera því það er það sem fólkið vill.“ McIlroy kveðst hræddur um að þessi þróun leiði til þess að fólk fylgist bara með golfi fjórum sinnum á ári, í kringum risamótin, og það sé íþróttinni ekki til heilla. „Við þurfum að fá alla saman og reyna að gleyma fortíðinni. Slíðrum sverðin og höldum áfram saman. Ég held að það sé best fyrir íþróttina,“ sagði McIlroy.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira