Heimir og hans menn komust inn á mótið með því að slá út Kanada í spennandi einvígi þar sem 3-2 útisigur dugði Jamaíku eftir 2-1 tap á heimavelli. Þetta verður aðeins í þriðja skiptið sem Jamaíka er með á Copa America en að þessu sinni spila þar 10 lið úr Suður-Ameríku og sex sem tilheyra Mið- og Norður-Ameríku.
Jamaíka dróst í nótt í B-riðil mótsins með Mexíkó, Ekvador og Venesúela. Heimsmeistarar Argentínu, með Lionel Messi í broddi fylkingar, eru svo á meðal þeirra liða sem Jamaíka gæti mætt komist liðið upp úr riðlinum.
Jamaica have Drawn in Group B for the 2024 Copa America alongside Mexico, Ecuador and Venezuela.
— Official J.F.F (@jff_football) December 8, 2023
Jamaica will open the group stages on June 22 against Mexico at the NRG Stadium in Houston, Texas.June 26 Jamaica will face Ecuador in Paradise and June 30 face Venezuela in Austin. pic.twitter.com/WnNd7R9rH2
Tvö efstu lið hvers riðils komast í átta liða úrslit og gæti Jamaíka mætt þar Argentínu, Perú eða Síle, eða sigurliðinu úr einvígi Kanada og Trínidad og Tóbagó sem berjast enn um að komast á mótið.
The Copa América groups are set for next summer
— ESPN FC (@ESPNFC) December 8, 2023
Who will be crowned champions? pic.twitter.com/A8izO7bfKf
Brasilíumenn eru í D-riðli með Kólumbíu, Paragvæ og sigurliðinu úr einvígi Hondúras og Kosta Ríka. Í C-riðli eru svo Bandaríkin, sem verða á heimavelli á mótinu, Úrúgvæ, Panama og Bólivía.
Copa America fer fram víða um Bandaríkin og verður spilað dagana 20. júní til 14. júlí.