Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2023 09:31 Dönsku miðlarnir undirstrikuðu vonbrigði gærkvöldsins eftir tapið gegn Íslandi. Skjáskot/DR/EkstraBladet og EPA/Johnny Pedersen Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. Í dönsku miðlunum er því lýst sem „jólakraftaverki“ að Wales hafi náð jafntefli við Þýskaland í gær, í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Það jafntefli þýddi að Dönum dugði sigur gegn Íslandi til að vinna riðilinn og komast í fjögurra liða úrslit keppninnar, þaðan sem þrjú lið komast á Ólympíuleikana í París næsta sumar. En íslenska vörnin, með hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur stórkostlega í markinu, hélt hreinu gegn Dönum og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sigurmark í seinni hálfleik. Þessu lýsir danski ríkismiðillinn DR sem „fíaskói“ og flestir leikmanna liðsins fá falleinkunn hjá bæði sérfræðingum og lesendum miðilsins. „Ég trúi þessu ekki enn þá. Það var algjör draumur að komast á Ólympíuleikana. Eða að spila að minnsta kosti um sæti þar, þar sem allt hefði getað gerst. En við fáum það ekki því við vorum ekki nógu skilvirkar í dag, og það er ofboðslega sárt,“ sagði Frederikke Thögersen, leikmaður danska liðsins, við TV 2. „Þetta er svo vont“ Fyrirliðinn Stine Ballisager tók í sama streng: „Þetta er svo vont. Fyrir fram fannst manni Ólympíuleikarnir svo langt í burtu. Svo voru þeir allt í einu svo nærri en svo aftur langt í burtu. Þetta er bara svo vont, þegar maður vill upplifa draum og það hefði verið svo stórt að komast á Ólympíuleikana, en svo tókst það ekki, og þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Ballisager. „Maður er bara tómur núna. Mér finnst það helvíti hlægilegt, ef maður má blóta, að við skulum ekki hafa gengið harðar eftir þessu og að við höfum ekki sýnt meiri vilja, spilandi hér á heimavelli,“ sagði Sanne Troelsgaard við Ekstra Bladet. Lokastaðan í riðlinum var sú að Þýskaland fékk 13 stig og vann, Danmörk hlaut 12 stig, Ísland 9 stig og Wales aðeins eitt stig. Þýskaland og Danmörk eru því örugg um að halda sæti sínu í A-deild, Ísland fer í umspil við lið úr B-deild í lok febrúar, en Wales fellur. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
Í dönsku miðlunum er því lýst sem „jólakraftaverki“ að Wales hafi náð jafntefli við Þýskaland í gær, í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Það jafntefli þýddi að Dönum dugði sigur gegn Íslandi til að vinna riðilinn og komast í fjögurra liða úrslit keppninnar, þaðan sem þrjú lið komast á Ólympíuleikana í París næsta sumar. En íslenska vörnin, með hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur stórkostlega í markinu, hélt hreinu gegn Dönum og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sigurmark í seinni hálfleik. Þessu lýsir danski ríkismiðillinn DR sem „fíaskói“ og flestir leikmanna liðsins fá falleinkunn hjá bæði sérfræðingum og lesendum miðilsins. „Ég trúi þessu ekki enn þá. Það var algjör draumur að komast á Ólympíuleikana. Eða að spila að minnsta kosti um sæti þar, þar sem allt hefði getað gerst. En við fáum það ekki því við vorum ekki nógu skilvirkar í dag, og það er ofboðslega sárt,“ sagði Frederikke Thögersen, leikmaður danska liðsins, við TV 2. „Þetta er svo vont“ Fyrirliðinn Stine Ballisager tók í sama streng: „Þetta er svo vont. Fyrir fram fannst manni Ólympíuleikarnir svo langt í burtu. Svo voru þeir allt í einu svo nærri en svo aftur langt í burtu. Þetta er bara svo vont, þegar maður vill upplifa draum og það hefði verið svo stórt að komast á Ólympíuleikana, en svo tókst það ekki, og þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Ballisager. „Maður er bara tómur núna. Mér finnst það helvíti hlægilegt, ef maður má blóta, að við skulum ekki hafa gengið harðar eftir þessu og að við höfum ekki sýnt meiri vilja, spilandi hér á heimavelli,“ sagði Sanne Troelsgaard við Ekstra Bladet. Lokastaðan í riðlinum var sú að Þýskaland fékk 13 stig og vann, Danmörk hlaut 12 stig, Ísland 9 stig og Wales aðeins eitt stig. Þýskaland og Danmörk eru því örugg um að halda sæti sínu í A-deild, Ísland fer í umspil við lið úr B-deild í lok febrúar, en Wales fellur.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10