Einkunnir Íslands: Fullkomin frumraun hjá átján ára nýliða Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 5. desember 2023 20:56 Fanney Inga Birkisdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir faðmast eftir frábæra frammistöðu í Viborg í kvöld. EPA-EFE/Johnny Pedersen Hin átján ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og markaskorarinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir stóðu upp úr í fræknum 1-0 sigri Íslands gegn Danmörku í kvöld. Ísland gerði Danmörku risastóran grikk með sigrinum, og réttu Þýskalandi hjálparhönd, því Danir hefðu með sigri getað náð efsta sæti riðilsins og komist í úrslit Þjóðadeildarinnar í fótbolta, með möguleika á ólympíusæti. Fanney Inga og Glódís stóðu upp úr aftast á vellinum í þéttri vörn íslenska liðsins sem sá til þess að færi Dana yrðu ekki nægilega góð, og Karólína sýndi á ný sínar bestu hliðar eins og hún gerði á EM í Englandi í fyrra. Einkunnir íslenska liðsins í kvöld má sjá hér að neðan. Einkunnir Íslands: Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 9 Svo til fullkomin frumraun hjá þessum 18 ára gamla markverði Vals sem öðlast hefur hellings reynslu á þessu tímabili, meðal annars í lokakeppni EM U19. Fanney Inga var öryggið uppmálað allan leikinn, óhrædd við að spila boltanum stutt á samherja þegar það var hægt og við að rífa til sín lausa bolta í teignum. Þurfti sjaldan að verja erfið skot en átti eina frábæra markvörslu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 6 Að mestu örugg í varnarleiknum en mögulega ekki rétt staðsett í sumum tilvikum þegar verjast þurfti fyrirgjöfum frá hinum kantinum. Skilaði litlu fram á við eins og mátti svo sem búast við í svona leik. Guðrún Arnardóttir, hafsent: 7 Gerði engin mistök í vörninni og passar vel saman með Glódísi í miðri vörninni. Saman sáu þær til þess að stöðva fjölda sókna Dana. Glódís Perla Viggósdóttir, hafsent: 9 Yfirburðamaður í varnarleiknum og raunar í algjörum heimsklassa. Alltaf mætt á réttan stað og ef boltinn kemur í loftinu inn í vítateiginn þá skallar Glódís hann, eða þannig var það alla vega í kvöld. Var nálægt því að skora í fyrri hálfleik, með skalla. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Ekki alltaf rétt tengd í varnarleiknum en olli engum stórslysum. Það var þó helst að einhverjar glufur mynduðust í vörninni hennar megin. Átti frábæra sendingu á Karólínu í markinu. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 7 Búin að festa sig vel í sessi á miðjunni hjá íslenska liðinu, lætur alltaf finna vel fyrir sér og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 6 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu og stóð sig ágætlega en hefði mátt skila meiru fram á við. Gefur ekkert eftir í návígjum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður: 8 Fengum að sjá þá Karólínu sem hefur verið svo frábær í þýsku deildinni í vetur. Hún var sérstaklega áberandi í fyrri hálfleiknum og ógnandi fram á við, og nýtti svo eina tækifærið sitt í seinni hálfleik til að skora sigurmarkið. Agla María Albertsdóttir, hægri kantur: 6 Nálægt því að skora með góðu skoti í fyrri hálfleiknum en annars ekki mjög áberandi í leiknum. Studdi þó vel við í varnarleiknum. Diljá Ýr Zomers, vinstri kantur: 5 Ekki alveg nógu vel tengd við liðsfélagana í kvöld, bæði í vörn og sókn, og náði ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunni gegn Wales þar sem hún skoraði á föstudaginn. Hlín Eiríksdóttir, framherji: 6 Barðist af krafti allan tímann og gerði sérstaklega vel í að halda boltanum í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið þurfti að losa boltann fram. Kom hins vegar minna út úr henni fremst á vellinum. Varamenn Íslands: Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 70. mínútu: 6 Kom inn í leikinn skömmu áður en markið kom. Þurfti mikið að verjast en skilaði boltanum ágætlega frá sér. Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Kom inn fyrir Öglu Maríu á 70. mínútu: 6 Lítt áberandi en dugleg sem fyrr. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 78. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Arna Sif Ásgrímsdóttir - Kom inn fyrir Karólínu Leu á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Sjá meira
Ísland gerði Danmörku risastóran grikk með sigrinum, og réttu Þýskalandi hjálparhönd, því Danir hefðu með sigri getað náð efsta sæti riðilsins og komist í úrslit Þjóðadeildarinnar í fótbolta, með möguleika á ólympíusæti. Fanney Inga og Glódís stóðu upp úr aftast á vellinum í þéttri vörn íslenska liðsins sem sá til þess að færi Dana yrðu ekki nægilega góð, og Karólína sýndi á ný sínar bestu hliðar eins og hún gerði á EM í Englandi í fyrra. Einkunnir íslenska liðsins í kvöld má sjá hér að neðan. Einkunnir Íslands: Fanney Inga Birkisdóttir, markvörður: 9 Svo til fullkomin frumraun hjá þessum 18 ára gamla markverði Vals sem öðlast hefur hellings reynslu á þessu tímabili, meðal annars í lokakeppni EM U19. Fanney Inga var öryggið uppmálað allan leikinn, óhrædd við að spila boltanum stutt á samherja þegar það var hægt og við að rífa til sín lausa bolta í teignum. Þurfti sjaldan að verja erfið skot en átti eina frábæra markvörslu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 6 Að mestu örugg í varnarleiknum en mögulega ekki rétt staðsett í sumum tilvikum þegar verjast þurfti fyrirgjöfum frá hinum kantinum. Skilaði litlu fram á við eins og mátti svo sem búast við í svona leik. Guðrún Arnardóttir, hafsent: 7 Gerði engin mistök í vörninni og passar vel saman með Glódísi í miðri vörninni. Saman sáu þær til þess að stöðva fjölda sókna Dana. Glódís Perla Viggósdóttir, hafsent: 9 Yfirburðamaður í varnarleiknum og raunar í algjörum heimsklassa. Alltaf mætt á réttan stað og ef boltinn kemur í loftinu inn í vítateiginn þá skallar Glódís hann, eða þannig var það alla vega í kvöld. Var nálægt því að skora í fyrri hálfleik, með skalla. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Ekki alltaf rétt tengd í varnarleiknum en olli engum stórslysum. Það var þó helst að einhverjar glufur mynduðust í vörninni hennar megin. Átti frábæra sendingu á Karólínu í markinu. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 7 Búin að festa sig vel í sessi á miðjunni hjá íslenska liðinu, lætur alltaf finna vel fyrir sér og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður: 6 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu og stóð sig ágætlega en hefði mátt skila meiru fram á við. Gefur ekkert eftir í návígjum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður: 8 Fengum að sjá þá Karólínu sem hefur verið svo frábær í þýsku deildinni í vetur. Hún var sérstaklega áberandi í fyrri hálfleiknum og ógnandi fram á við, og nýtti svo eina tækifærið sitt í seinni hálfleik til að skora sigurmarkið. Agla María Albertsdóttir, hægri kantur: 6 Nálægt því að skora með góðu skoti í fyrri hálfleiknum en annars ekki mjög áberandi í leiknum. Studdi þó vel við í varnarleiknum. Diljá Ýr Zomers, vinstri kantur: 5 Ekki alveg nógu vel tengd við liðsfélagana í kvöld, bæði í vörn og sókn, og náði ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunni gegn Wales þar sem hún skoraði á föstudaginn. Hlín Eiríksdóttir, framherji: 6 Barðist af krafti allan tímann og gerði sérstaklega vel í að halda boltanum í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið þurfti að losa boltann fram. Kom hins vegar minna út úr henni fremst á vellinum. Varamenn Íslands: Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 70. mínútu: 6 Kom inn í leikinn skömmu áður en markið kom. Þurfti mikið að verjast en skilaði boltanum ágætlega frá sér. Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Kom inn fyrir Öglu Maríu á 70. mínútu: 6 Lítt áberandi en dugleg sem fyrr. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 78. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Arna Sif Ásgrímsdóttir - Kom inn fyrir Karólínu Leu á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Sjá meira