Átján ára nýliði í markinu gegn Dönum Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 13:16 Telma Ívarsdóttir má ekki spila á morgun en Fanney Inga Birkisdóttir fyllir í hennar skarð. Instagram/@footballiceland Valskonan unga Fanney Inga Birkisdóttir mun spila sinn fyrsta A-landsleik á morgun þegar Ísland mætir Danmörku í Viborg, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Telma Ívarsdóttir hefur varið mark Íslands í keppninni til þessa en hún fékk sitt annað gula spjald í 2-1 sigrinum gegn Wales á föstudag og tekur því út leikbann á morgun. Valið stóð því á milli Fanneyjar Ingu og Guðnýjar Geirsdóttur, og staðfesti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari það í samtali við RÚV í Danmörku í dag að Fanney Inga yrði í markinu. Fanney Inga er aðeins 18 ára gömul en var aðalmarkvörður Vals í sumar og varði mark U19-landsliðsins í lokakeppni EM í júlí. Fanney Inga varði áfram mark U19-landsliðsins í leikjum í október og hefði eflaust verið í markinu síðdegis í dag þegar U20-landsliðið mætir Austurríki á Spáni í úrslitaleik um sæti á HM, ef hún hefði ekki verið valin í A-landsliðið. Þess í stað spilar hún gegn einu af betri landsliðum Evrópu, Danmörku, á morgun. „Hún er klár í það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn í samtali við RÚV í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við tóku Fanneyju inn núna. Að undirbúa hana fyrir það líka ef eitthvað gerist í umspilinu, þá er hún klár í það líka, við þurfum alltaf að reyna að hugsa líka aðeins fram í tímann,“ segir Þorsteinn. Guðný, sem verður varamarkvörður á morgun, hefur heldur ekki spilað landsleik og Telma er svo sem ekki reynslumikil en hefur spilað níu A-landsleiki. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, leikmaður Bayern München, hefur ekkert getað spilað með landsliðinu í haust vegna meiðsla í hné. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Telma Ívarsdóttir hefur varið mark Íslands í keppninni til þessa en hún fékk sitt annað gula spjald í 2-1 sigrinum gegn Wales á föstudag og tekur því út leikbann á morgun. Valið stóð því á milli Fanneyjar Ingu og Guðnýjar Geirsdóttur, og staðfesti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari það í samtali við RÚV í Danmörku í dag að Fanney Inga yrði í markinu. Fanney Inga er aðeins 18 ára gömul en var aðalmarkvörður Vals í sumar og varði mark U19-landsliðsins í lokakeppni EM í júlí. Fanney Inga varði áfram mark U19-landsliðsins í leikjum í október og hefði eflaust verið í markinu síðdegis í dag þegar U20-landsliðið mætir Austurríki á Spáni í úrslitaleik um sæti á HM, ef hún hefði ekki verið valin í A-landsliðið. Þess í stað spilar hún gegn einu af betri landsliðum Evrópu, Danmörku, á morgun. „Hún er klár í það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn í samtali við RÚV í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við tóku Fanneyju inn núna. Að undirbúa hana fyrir það líka ef eitthvað gerist í umspilinu, þá er hún klár í það líka, við þurfum alltaf að reyna að hugsa líka aðeins fram í tímann,“ segir Þorsteinn. Guðný, sem verður varamarkvörður á morgun, hefur heldur ekki spilað landsleik og Telma er svo sem ekki reynslumikil en hefur spilað níu A-landsleiki. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, leikmaður Bayern München, hefur ekkert getað spilað með landsliðinu í haust vegna meiðsla í hné.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira