Ekki dæmdar bætur: Réðst á heimili sitt, flúði og ók í veg fyrir lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 3. desember 2023 21:38 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Suðurlandi í maí 2018 Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að íslenska ríkið og tvö tryggingafélög beri ekki bótaábyrgð vegna áreksturs sem maður lenti í við lögreglubíl í maí árið 2018. Lögreglubíllinn fór aftan í bíl mannsins með þeim afleiðingum að hann endaði utan vegar og maðurinn hálsbrotnaði við það. Maðurinn krafðist aðallega viðurkenningar á því að tryggingafélagið Vörður, sem tryggði lögreglubílinn, bæri ábyrgð á líkamstjóninu sem hann varð fyrir. Landsréttur féllst ekki á það. Lögreglan ók meðvitað á bíl mannsins, en það var til að stöðva ofsaakstur hans um Skálholtsveg, Skeiða- og Hrunamannveg og Þjórsárdalsveg á Suðurlandi. Réðst á heimili sitt Í dómi málsins kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna tilkynningar um árás mannsins gegn heimili hans, þar sem inni voru kona og börn, og í framhaldinu hafi hann flúið af vettvangi ölvaður. Maðurinn hafði farið fyrir dóm vegna aksturs síns þetta skipti. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekið bíl sínum á 110 kílómetra hraða og ekki fylgt stöðvunarmerkjum lögreglu, og viðurkenndi hann að hafa orðið var við stöðvunarmerkin. Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þeim dómi var ekki áfrýjað og því notaðist Landsréttur við hann við úrlausn málsins, en í honum kom fram að maðurinn hefði sveigt vísvitandi og af ásetningi yfir á rangan vegarhelming á meðan lögreglubíll veitti honum eftirför. Stefndi lífi lögreglumanna í hættu Þar að auki hafi hann, með lögreglubílinn fast á eftir sér, ítrekað nauðhemlað á yfir níutíu kílómetra hraða. Með því hafi hann hótað lögreglumönnum við skyldustörf ofbeldi og stofnað lífi og heilsu þeirra í hættu. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafði með framferði sínu skapað ótvíræða hættu fyrir aðra vegfarendur. Hann hefði raskað umferðaröryggi á alfaraleið. Í niðurstöðu sinni segir í dómi Landsréttar að hafa verði í huga hlutverk lögreglu til að gæta almannaöryggis og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgara. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið tæk viðurhlutaminni úrræði við að stöðva akstur mannsins. Lögreglumaðurinn hafi því átt rétt á að aka aftur á manninn. Maðurinn beri því sjálfur ábyrgð á líkamstjóni sínu. Dómsmál Tryggingar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Maðurinn krafðist aðallega viðurkenningar á því að tryggingafélagið Vörður, sem tryggði lögreglubílinn, bæri ábyrgð á líkamstjóninu sem hann varð fyrir. Landsréttur féllst ekki á það. Lögreglan ók meðvitað á bíl mannsins, en það var til að stöðva ofsaakstur hans um Skálholtsveg, Skeiða- og Hrunamannveg og Þjórsárdalsveg á Suðurlandi. Réðst á heimili sitt Í dómi málsins kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna tilkynningar um árás mannsins gegn heimili hans, þar sem inni voru kona og börn, og í framhaldinu hafi hann flúið af vettvangi ölvaður. Maðurinn hafði farið fyrir dóm vegna aksturs síns þetta skipti. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekið bíl sínum á 110 kílómetra hraða og ekki fylgt stöðvunarmerkjum lögreglu, og viðurkenndi hann að hafa orðið var við stöðvunarmerkin. Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þeim dómi var ekki áfrýjað og því notaðist Landsréttur við hann við úrlausn málsins, en í honum kom fram að maðurinn hefði sveigt vísvitandi og af ásetningi yfir á rangan vegarhelming á meðan lögreglubíll veitti honum eftirför. Stefndi lífi lögreglumanna í hættu Þar að auki hafi hann, með lögreglubílinn fast á eftir sér, ítrekað nauðhemlað á yfir níutíu kílómetra hraða. Með því hafi hann hótað lögreglumönnum við skyldustörf ofbeldi og stofnað lífi og heilsu þeirra í hættu. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafði með framferði sínu skapað ótvíræða hættu fyrir aðra vegfarendur. Hann hefði raskað umferðaröryggi á alfaraleið. Í niðurstöðu sinni segir í dómi Landsréttar að hafa verði í huga hlutverk lögreglu til að gæta almannaöryggis og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgara. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið tæk viðurhlutaminni úrræði við að stöðva akstur mannsins. Lögreglumaðurinn hafi því átt rétt á að aka aftur á manninn. Maðurinn beri því sjálfur ábyrgð á líkamstjóni sínu.
Dómsmál Tryggingar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Taldi það eina úrræðið að aka manninn út af veginum Lögreglumaður er ákærður fyrir brot í starfi fyrir að hafa ekið aftan á jeppa sem ölvaður ökumaður ók með þeim afleiðingum að hann valt og ökumaðurinn hálsbrotnaði. 9. september 2019 13:59