„Sorglegt“ ef pökkunum undir trénu fer ekki að fjölga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2023 13:47 Pakkarnir undir trénu eru færri en þeir hafa verið á sama tíma síðustu ár. Árleg jólagjafasöfnun Kringlunnar fyrir börn sem búa við bágan kost fer mjög illa af stað. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það verða sorglega niðurstöðu ef söfnunin taki ekki við sér. „Þetta kom strax í ljós þegar við vorum að kveikja á trénu fyrir viku,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Mbl greindi fyrst frá dræmri þátttöku í söfnuninni. „Það er svona flott athöfn sem við höldum og mjög vel sótt. Það hefur verið svona upphafið, og við byrjum pakkasöfnunina um leið. Margar fjölskyldur sem koma með pakka, börnin fara með, kaupa gjafir, pakka inn og setja undir tréð. Þarna sáum við bara strax að það var eitthvað mjög skrýtið í gangi, og mjög lítið sem kom þann dag. Svo hefur öll þessi vika bara verið mjög róleg,“ segir Baldvina. Nokkrir pakkar séu komnir undir tréð og hún sé auðvitað þakklát fyrir hvern og einn þeirra. Þeir séu þó mun færri en á sama tíma flest undanfarin ár. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Ekki óvænt Baldvina segist geta getið sér til um ástæður dræmrar þátttöku í söfnuninni þetta árið. „Eins og staðan er núna á vaxtamálum, fólk finnur mikið fyrir því og þarf meira að halda að sér höndum, hugsa um hverja krónu og vera skynsöm um því hverju er eytt og hvernig er verslað. Svo hefur fólk kannski áhyggjur af framtíðinni, það er auðvitað ekki gott hljóð í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, og það gæti stefnt í erfiðan vetur,“ segir Baldvina. Þegar fólk fari að spara séu safnanir eins og þessi oftar en ekki efst á niðurskurðarlistanum. „Því miður. En það þarf svo lítið til þess að gera svo mikið. En ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur.“ Dræm þátttaka hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Ég var hrædd um þetta. Þær hjálparstofnanir sem við erum í miklu samstarfi við, Fjölskylduhjálp, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, eru byrjaðar að minna vel á sig. Hvort það verði ekki örugglega munað eftir þeim þegar við erum að deila út, eins og síðustu ár. Maður finnur að þau hafi áhyggjur. Þannig að þetta var viðbúið, en kannski ekki að þetta yrði svona slæmt,“ segir Baldvina. Jólaálfar á vegum Kringlunnar taka að sér að kaupa gjafir fyrir þau framlög sem berast á vefsíðu Kringlunnar. Bendir á jólaálfana Baldvina bendir á að einnig sé tekið á móti frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. „Þá erum við með svona jólaálfa sem fara fyrir okkur og kaupa gjafir fyrir það sem safnast. Þetta safnast allt saman þannig að fimmhundruðkall er bara hellingur. Þegar allt kemur saman þá getur þetta orðið ansi stórt.“ Samtakamáttur Íslendinga hafi sýnt sig og sannað áður, og geri það vonandi núna. „Við erum að tala um jólagjafir fyrir börn. Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst sorglegt ef okkur tekst ekki að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín,“ segir Baldvina. „En, við vonum það besta og ég trúi því að það rætist úr þessu.“ Kringlan Jól Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Þetta kom strax í ljós þegar við vorum að kveikja á trénu fyrir viku,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Mbl greindi fyrst frá dræmri þátttöku í söfnuninni. „Það er svona flott athöfn sem við höldum og mjög vel sótt. Það hefur verið svona upphafið, og við byrjum pakkasöfnunina um leið. Margar fjölskyldur sem koma með pakka, börnin fara með, kaupa gjafir, pakka inn og setja undir tréð. Þarna sáum við bara strax að það var eitthvað mjög skrýtið í gangi, og mjög lítið sem kom þann dag. Svo hefur öll þessi vika bara verið mjög róleg,“ segir Baldvina. Nokkrir pakkar séu komnir undir tréð og hún sé auðvitað þakklát fyrir hvern og einn þeirra. Þeir séu þó mun færri en á sama tíma flest undanfarin ár. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Ekki óvænt Baldvina segist geta getið sér til um ástæður dræmrar þátttöku í söfnuninni þetta árið. „Eins og staðan er núna á vaxtamálum, fólk finnur mikið fyrir því og þarf meira að halda að sér höndum, hugsa um hverja krónu og vera skynsöm um því hverju er eytt og hvernig er verslað. Svo hefur fólk kannski áhyggjur af framtíðinni, það er auðvitað ekki gott hljóð í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, og það gæti stefnt í erfiðan vetur,“ segir Baldvina. Þegar fólk fari að spara séu safnanir eins og þessi oftar en ekki efst á niðurskurðarlistanum. „Því miður. En það þarf svo lítið til þess að gera svo mikið. En ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur.“ Dræm þátttaka hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Ég var hrædd um þetta. Þær hjálparstofnanir sem við erum í miklu samstarfi við, Fjölskylduhjálp, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, eru byrjaðar að minna vel á sig. Hvort það verði ekki örugglega munað eftir þeim þegar við erum að deila út, eins og síðustu ár. Maður finnur að þau hafi áhyggjur. Þannig að þetta var viðbúið, en kannski ekki að þetta yrði svona slæmt,“ segir Baldvina. Jólaálfar á vegum Kringlunnar taka að sér að kaupa gjafir fyrir þau framlög sem berast á vefsíðu Kringlunnar. Bendir á jólaálfana Baldvina bendir á að einnig sé tekið á móti frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. „Þá erum við með svona jólaálfa sem fara fyrir okkur og kaupa gjafir fyrir það sem safnast. Þetta safnast allt saman þannig að fimmhundruðkall er bara hellingur. Þegar allt kemur saman þá getur þetta orðið ansi stórt.“ Samtakamáttur Íslendinga hafi sýnt sig og sannað áður, og geri það vonandi núna. „Við erum að tala um jólagjafir fyrir börn. Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst sorglegt ef okkur tekst ekki að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín,“ segir Baldvina. „En, við vonum það besta og ég trúi því að það rætist úr þessu.“
Kringlan Jól Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira