„Snerist um brjóta vonina þeirra“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2023 23:25 Þórir braut von Austurríkis um úrslit svo sannarlega snemma í kvöld. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, þjálfari ríkjandi heims- og Evrópumeistara Noregs, var að vonum ánægður með yfirgnæfandi sigur hans kvenna á Austurríki í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Lykillinn var að drepa von andstæðingsins, sem tókst snemma. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Noregur keyrði hraðann upp snemma í kvöld og gjörsamlega keyrði yfir austurríska liðið, sem var fyrirfram talið sterkasta liðið í þeirra riðli - að Noregi undanskildum. Lokatölur 45-28 fyrir Noreg. Leikurinn var svo þægilegur fyrir þær norsku að Nora Mörk, sem kom inn í hópinn í dag eftir að hafa hvílt gegn Grænlandi, sat allan tímann á bekknum. Hennar var ekki þörf. Þórir hafði eðlilega undan litlu að kvarta í leikslok. „Þetta var mjög vel unnið hjá stelpunum. Góður undirbúningur, þær voru fókuseraðar í gær þegar við vorum að fara yfir leik austurríska liðsins. Þetta er svolítið hættulegt lið, þetta eru ungar stelpur sem hafa sýnt miklar framfarir síðustu árin,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Þær eru svolítið eitraðar ef þær eru ekki teknar alvarlega. Þær hafa verið að góða leiki í undirbúningi við sterk lið þannig að okkur fannst mikilvægt að spila góða vörn og keyra svolítið á þær og brjóta vonina þeirra um að geta strítt okkur. Svo er fínt líka að geta fengið alla í gang.“ Klippa: Snerist um að brjóta von andstæðingsins Noregur drap alla von Austurríkis svo sannarlega snemma. Merkilegt var að sjá Herbert Müller, þjálfara Austurríkis, taka leikhlé í stöðunni 3-0 þegar aðeins tvær mínútur og fimm sekúndur voru liðnar af leiknum. Þetta er ekki innsláttarvilla, hann tók leikhlé eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. Það breytti litlu fyrir austurríska liðið sem sá aldrei til sólar. Líkt og Þórir nefndi komust margar í gang en þrettán leikmenn komust á blað hjá þeim norsku í kvöld. Henny Reistad stóð upp úr er hún skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var valin maður leiksins að honum loknum. Á blaðamannafundi eftir leik lofaði Müller norska liðið í hástert og líkti leik kvöldsins við leik kattarins að músinni. Fáir sem sáu leikinn munu leiðrétta þá staðhæfingu. Frábært að spila á heimavelli eftir vesen 2020 Noregur spilar á heimavelli hér í Stafangri og stemningin var afar góð er rúmlega fimm þúsund manns voru saman komin í DNB-höllinni. Aðspurður hvort það fylgi því meiri pressa að spila á heimavelli segir Þórir það heldur þeim mun skemmtilegra að fá heimaleiki. Sérstaklega í ljósi þess að EM 2020 sem átti að fara fram í Noregi og Danmörku færðist alfarið til Danmerkur sökum kórónuveirufaraldursins. „Það er eiginlega spurning um nálgun á svona. Við reynum bara að líta á þetta sem frábært. Við áttum að spila hérna á Evrópumótinu 2020 en fengum ekki útaf Covid-reglum, þannig að við spiluðum í Danmörku. Þetta er frábært. Það er ofsalega gaman að fá að spila í fullri höll með norska stuðningsmenn,“ „Þær eiga bara að njóta þess og líta meira á þetta sem plús.“ segir Þórir. Viðtalið við Þóri má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Noregur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Noregur keyrði hraðann upp snemma í kvöld og gjörsamlega keyrði yfir austurríska liðið, sem var fyrirfram talið sterkasta liðið í þeirra riðli - að Noregi undanskildum. Lokatölur 45-28 fyrir Noreg. Leikurinn var svo þægilegur fyrir þær norsku að Nora Mörk, sem kom inn í hópinn í dag eftir að hafa hvílt gegn Grænlandi, sat allan tímann á bekknum. Hennar var ekki þörf. Þórir hafði eðlilega undan litlu að kvarta í leikslok. „Þetta var mjög vel unnið hjá stelpunum. Góður undirbúningur, þær voru fókuseraðar í gær þegar við vorum að fara yfir leik austurríska liðsins. Þetta er svolítið hættulegt lið, þetta eru ungar stelpur sem hafa sýnt miklar framfarir síðustu árin,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Þær eru svolítið eitraðar ef þær eru ekki teknar alvarlega. Þær hafa verið að góða leiki í undirbúningi við sterk lið þannig að okkur fannst mikilvægt að spila góða vörn og keyra svolítið á þær og brjóta vonina þeirra um að geta strítt okkur. Svo er fínt líka að geta fengið alla í gang.“ Klippa: Snerist um að brjóta von andstæðingsins Noregur drap alla von Austurríkis svo sannarlega snemma. Merkilegt var að sjá Herbert Müller, þjálfara Austurríkis, taka leikhlé í stöðunni 3-0 þegar aðeins tvær mínútur og fimm sekúndur voru liðnar af leiknum. Þetta er ekki innsláttarvilla, hann tók leikhlé eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. Það breytti litlu fyrir austurríska liðið sem sá aldrei til sólar. Líkt og Þórir nefndi komust margar í gang en þrettán leikmenn komust á blað hjá þeim norsku í kvöld. Henny Reistad stóð upp úr er hún skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var valin maður leiksins að honum loknum. Á blaðamannafundi eftir leik lofaði Müller norska liðið í hástert og líkti leik kvöldsins við leik kattarins að músinni. Fáir sem sáu leikinn munu leiðrétta þá staðhæfingu. Frábært að spila á heimavelli eftir vesen 2020 Noregur spilar á heimavelli hér í Stafangri og stemningin var afar góð er rúmlega fimm þúsund manns voru saman komin í DNB-höllinni. Aðspurður hvort það fylgi því meiri pressa að spila á heimavelli segir Þórir það heldur þeim mun skemmtilegra að fá heimaleiki. Sérstaklega í ljósi þess að EM 2020 sem átti að fara fram í Noregi og Danmörku færðist alfarið til Danmerkur sökum kórónuveirufaraldursins. „Það er eiginlega spurning um nálgun á svona. Við reynum bara að líta á þetta sem frábært. Við áttum að spila hérna á Evrópumótinu 2020 en fengum ekki útaf Covid-reglum, þannig að við spiluðum í Danmörku. Þetta er frábært. Það er ofsalega gaman að fá að spila í fullri höll með norska stuðningsmenn,“ „Þær eiga bara að njóta þess og líta meira á þetta sem plús.“ segir Þórir. Viðtalið við Þóri má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Noregur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira