Heimildamaður Telegraph greinir frá því að á fundi framkvæmdastjórnar í dag verði það rætt að stigskipta Evrópukeppnum kvenna líkt og hefur þekkst í karlaboltanum síðan árið 1971. Karlamegin er keppnin reyndar þrískipt, með Sambandsdeild að auki, en tvískipting er talið eðlilegt fyrsta skref.
Exclusive: A European second-tier competition for women’s clubs from 2025 is now ‘closer than ever’
— Telegraph Women’s Sport (@WomensSport) December 1, 2023
✍️ @TomJGarry#TelegraphWomensSport | #UWEL
Breytingin tæki þó ekki gildi, ef hún verður samþykkt, fyrr en tímabilið 2025–26.
Sömu heimildir herma að UEFA vilji ekki kalla keppnina Evrópudeildina, líkt og hún er kölluð karlamegin, og ólíklegt þykir að fyrirkomulag hennar myndi líkjast því sem þekkist úr karlaboltanum en engar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Spennandi verður að fylgjast með framþróun þessa máls og ljóst er að þetta gæti reynst gæfuspor fyrir íslensk félög. Til dæmis má nefna að Valur tapaði einvígi sínu gegn St. Pölten um sæti í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hefði því væntanlega farið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, væri hún til.