„Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. desember 2023 20:46 Ingunn Lára getur talað ensku með mjög mörgum hreimum. Ingunn Lára Ingunn Lára Kristjánsdóttir, TikTok fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og leikkona, segir gestgjafahlutverkið vera henni í blóð borið og elskar hún fátt meira en að halda góð spilakvöld. Hún lýsir sjálfri sér sem algjörri Pollýönnu sem er uppfull af þekkingu um textasmíð tónlistarkonunnar Talyor Swift og Ólafar ríku frá Skarði. Ingunn Lára segist almennt mikið nörd þegar kemur að söngleikjum, tölvuleikjum og spunaspilum ásamt því vera ein stærsta Swiftie landsins. Hér að neðan svarar Ingunn Lára spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 31 eftir nokkra daga. Starf? Ríkisstarfsmaður. Áhugamál? Nördismi, Taylor Swift, bókmenntir (sérstaklega svæsnar fantasíur) og eldamennska. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég er stundum kölluð TikTok gellan á RÚV þegar ég mæti unglingum eða fullu fólki niðrí bæ. Annars kallar bróðir minn mig Gunnsu, Bretar kalla mig Ingu Láru, fjölskyldan í móðurlið kallar mig ýmsum nöfnum eins og Inga Lalú, Pókahontas, Adda Stuð, Skriðtætlan eða litla-sæta-ljúfan-góða-með-ljósa-hárið. Netverjar þekkja mig einnig sem Ingunn Eitthvað. Þau eru nokkur hliðarsjálfin. Aldur í anda? 53 ára. Besti aldurinn. Menntun? Ég er með tvær háskólagráður; BA Í Amerískri leikhúsfræði og Master í ritlist. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Stúlkan með Hofstaðarassinn: Bústin í kinnum. Þetta verður bók sem fjallar bara um sitjandann, hann er frægur á Vesturlandinu. Guilty pleasure kvikmynd? Twilight, klárlega. Það verður að vera með vinkonum mínum og hvítvín við hönd. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Sko, eiginlega öllum leikhópnum eins og hann lagði sig í Mummy (1999). Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei. Hef ekki tileinkað mér það hingað til. En kannski tekur Skriðtætlan upp á því í framtíðinni. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Veistu, maður myndi halda það verandi mikið söngleikjanörd. En þetta er heilunartími fyrir mig. Spila stundum tónlist annars er ég bara að fara í gegnum rútínuna. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? TikTok eða Hopp-appið. Ég er svona mest í þessum öppum. Ertu á stefnumótaforritum? Oftast fer ég á þau svo vinkonur mínar, sem eru lofaðar, geti séð hvernig úrtakið er þessi misserin. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Góðra gjalda verð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Óútreiknanleg, sannfærandi, fítonskraftur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Þegar fólk er skapandi. Ég hef nánast einungis farið á stefnumót með dökkhærðu fólki. Ég myndi samt ekki segja að það sé krafa. Svo finnst mér mjög heillandi fólk sem finnst gaman að rýna í samfélagsmál. En óheillandi? Fólk sem er ekki sjálfu sér samkvæmt. Þröngsýni er líka sérstaklega óheillandi. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Loðna. Gull sjávarins. Brellinn stofn. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi velja Vatnsfjarðar-Kristínu Björnsdóttur, hefðarkonuna frægu frá miðöldum, uppfinningamanninn Frímann B. Arngrímsson sem var mikill áhugamaður um rafvæðingu Íslands og Cher. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get talað ensku með mjög mörgum hreimum. Ég sérhæfði mig í þessu í leiklistarnáminu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Gestgjafahlutverkið er mér í blóð borið. Það er ekkert sem ég elska meira en að halda góð spilakvöld. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þegar ég hugsa um að fara að versla í stórum verslunarmiðstöðvum gæti ég ælt. Ég gjörsamlega get ekki verslunarferðir í útlöndum. Heldur vildi ég drekka í mig menninguna og týnast í gömlum hverfum eða smáþorpum í Cornwall en að fá kvíðakast í flúorlýstum bakherbergjum kapítalismans. Ertu A eða B týpa? Ég veit ekki í hvaða blóðflokki ég er og vil helst ekki deila heilbrigðisgögnum. Hvernig viltu eggin þín? Úr styrju. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart en ég er meiri te-kona. Reyndar svo mikil te-kona að ég safna postulínsbollum og girnilegu tei sem ég finn á ferðum mínum um heiminn. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? KB beibí (ekki Kaupfélag Borgfirðinga). Ertu með einhvern bucket lista? Nei, eins og fram hefur komið er ég ekki mikil fimm-ára-plans-kona. En draumur minn mun rætast á næsta ári þegar ég fæ að sjá Taylor Swift á sviði. Draumastefnumótið? Lof mér að mála fyrir þig mynd. Sestu niður, gríptu þér kaffibolla, haltu þér fast, kæri lesandi. Þú gengur inn á huggulegan stað í rólegu hliðarstræti. Þú kemur þér fyrir, ert kannski smá stress en andar rólega, lítur í spegil og lagar á þér hárið. Dauf birta og hjartað þitt flöktir eins og kertaloginn á borðinu. Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað. Hún brosir þegar hún sér þig og sveiflar mjöðmunum seiðandi þegar hún gengur í áttina til þín. Þú hlærð og vinkar. Bíddu, hvað gerist nú? Hún stöðvar, setur hönd upp að vörum sínum. Merki um að þú eigir að þegja og hlusta. Þú finnur spennuna í loftinu magnast og það er ekki aðeins rómantíska spennan sem þú hefur í garð hinnar glæsilegu, hávöxnu og þokkafullu Ingunnar Láru. Þú færð það á tilfinninguna að einhver sé að fylgjast með ykkur. Í sömu andrá sérðu karlmann með Groucho Marx yfirvaraskegg og gervinef sem gægist yfir Fréttablaðið. En bíddu... fór ekki Fréttablaðið á hausinn? „ÞAU FUNDU OKKUR!” öskrar Ingunn og kastar sér á þig. „Niður á gólfið, við þurfum að skríða út.” Þú finnur ilminn af fagurmótuðum líkama hennar og yfir þig hellist sambland tilfinninga sem þú hefur ekki upplifað áður. Spenna! Ótti! Hrifning! Byssukúlum rignir yfir staðinn og þið skríðið út. „Týpiskt miðvikudagskvöld,” segir Ingunn og blikkar þig. Þú bráðnar. Hún dregur fram rýting úr sokkabandinu sínu. Groucho Marx hleypur út og Ingunn snýr þér við og notar þig sem mannlegan skjöld! Blekking! Svik! „Hvernig gastu?” spyrð þú í örvæntingartón. Marx með byssuna. Ingunn með rýtinginn. „Týpískt miðvikudagskvöld,” segir þú og andvarpar. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ekki sem ég man eftir. Ég rýndi mikið í texta frá unga aldri. En stundum skrifaði ég upp texta eftir Avril Lavigne, svona eins og ljóð í stílabók, og þóttist hafa samið falleg ljóð á ensku. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er búin að spila tölvuleiki meira frekar en að horfa á þætti. Office eru svona go-to-þættirnir. Hvaða bók lastu síðast? Ég er mikið að hlusta á hljóðbækur og labba mikið og hlusta. Núna er ég að hlusta á Iron Flame eftir Rebeccu Yarros og er nýbúin með allar bækurnar í A court of thorns and roses seríunni. Ég er líka nýbúin með Gallant eftir V. E. Schwab. Svo er ein hryllingsbók sem ég var að klára en byrjaði eiginlega bara aftur að hlusta á., mæli með, hún heitir Stolen Tongues eftir Felix Blackwell. Hvað er Ást? Eins og skáldið Siggi Páls sagði: Allt verður okkur að ást. Í þessu stælta sólskini. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Flugfreyjan Anna Guðný Ingvarsdóttir lýsir sjálfri sér sem fiðrildi, stemmningskonu með stórt hjarta sem elskar ferðalög, tísku og allt sem viðkemur húðumhirðu og förðun. 27. nóvember 2023 20:01 „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk. 14. nóvember 2023 20:01 Glæsilegustu einhleypu konur landsins Íslenskar konur þykja þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum íslenskum konum. 30. október 2023 09:14 Einhleypan: „Mjög mikill sökker fyrir vondu raunveruleikasjónvarpi“ Tónlistarmaðurinn og förðunarfræðingurinn Úlfar Viktor Björnsson er forvitinn Grafarvogsbúi sem segist elska tónlist, tísku og trönuber. 16. október 2023 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ingunn Lára segist almennt mikið nörd þegar kemur að söngleikjum, tölvuleikjum og spunaspilum ásamt því vera ein stærsta Swiftie landsins. Hér að neðan svarar Ingunn Lára spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 31 eftir nokkra daga. Starf? Ríkisstarfsmaður. Áhugamál? Nördismi, Taylor Swift, bókmenntir (sérstaklega svæsnar fantasíur) og eldamennska. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég er stundum kölluð TikTok gellan á RÚV þegar ég mæti unglingum eða fullu fólki niðrí bæ. Annars kallar bróðir minn mig Gunnsu, Bretar kalla mig Ingu Láru, fjölskyldan í móðurlið kallar mig ýmsum nöfnum eins og Inga Lalú, Pókahontas, Adda Stuð, Skriðtætlan eða litla-sæta-ljúfan-góða-með-ljósa-hárið. Netverjar þekkja mig einnig sem Ingunn Eitthvað. Þau eru nokkur hliðarsjálfin. Aldur í anda? 53 ára. Besti aldurinn. Menntun? Ég er með tvær háskólagráður; BA Í Amerískri leikhúsfræði og Master í ritlist. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Stúlkan með Hofstaðarassinn: Bústin í kinnum. Þetta verður bók sem fjallar bara um sitjandann, hann er frægur á Vesturlandinu. Guilty pleasure kvikmynd? Twilight, klárlega. Það verður að vera með vinkonum mínum og hvítvín við hönd. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Sko, eiginlega öllum leikhópnum eins og hann lagði sig í Mummy (1999). Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei. Hef ekki tileinkað mér það hingað til. En kannski tekur Skriðtætlan upp á því í framtíðinni. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Veistu, maður myndi halda það verandi mikið söngleikjanörd. En þetta er heilunartími fyrir mig. Spila stundum tónlist annars er ég bara að fara í gegnum rútínuna. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? TikTok eða Hopp-appið. Ég er svona mest í þessum öppum. Ertu á stefnumótaforritum? Oftast fer ég á þau svo vinkonur mínar, sem eru lofaðar, geti séð hvernig úrtakið er þessi misserin. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Góðra gjalda verð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Óútreiknanleg, sannfærandi, fítonskraftur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Þegar fólk er skapandi. Ég hef nánast einungis farið á stefnumót með dökkhærðu fólki. Ég myndi samt ekki segja að það sé krafa. Svo finnst mér mjög heillandi fólk sem finnst gaman að rýna í samfélagsmál. En óheillandi? Fólk sem er ekki sjálfu sér samkvæmt. Þröngsýni er líka sérstaklega óheillandi. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Loðna. Gull sjávarins. Brellinn stofn. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi velja Vatnsfjarðar-Kristínu Björnsdóttur, hefðarkonuna frægu frá miðöldum, uppfinningamanninn Frímann B. Arngrímsson sem var mikill áhugamaður um rafvæðingu Íslands og Cher. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég get talað ensku með mjög mörgum hreimum. Ég sérhæfði mig í þessu í leiklistarnáminu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Gestgjafahlutverkið er mér í blóð borið. Það er ekkert sem ég elska meira en að halda góð spilakvöld. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þegar ég hugsa um að fara að versla í stórum verslunarmiðstöðvum gæti ég ælt. Ég gjörsamlega get ekki verslunarferðir í útlöndum. Heldur vildi ég drekka í mig menninguna og týnast í gömlum hverfum eða smáþorpum í Cornwall en að fá kvíðakast í flúorlýstum bakherbergjum kapítalismans. Ertu A eða B týpa? Ég veit ekki í hvaða blóðflokki ég er og vil helst ekki deila heilbrigðisgögnum. Hvernig viltu eggin þín? Úr styrju. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart en ég er meiri te-kona. Reyndar svo mikil te-kona að ég safna postulínsbollum og girnilegu tei sem ég finn á ferðum mínum um heiminn. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? KB beibí (ekki Kaupfélag Borgfirðinga). Ertu með einhvern bucket lista? Nei, eins og fram hefur komið er ég ekki mikil fimm-ára-plans-kona. En draumur minn mun rætast á næsta ári þegar ég fæ að sjá Taylor Swift á sviði. Draumastefnumótið? Lof mér að mála fyrir þig mynd. Sestu niður, gríptu þér kaffibolla, haltu þér fast, kæri lesandi. Þú gengur inn á huggulegan stað í rólegu hliðarstræti. Þú kemur þér fyrir, ert kannski smá stress en andar rólega, lítur í spegil og lagar á þér hárið. Dauf birta og hjartað þitt flöktir eins og kertaloginn á borðinu. Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað. Hún brosir þegar hún sér þig og sveiflar mjöðmunum seiðandi þegar hún gengur í áttina til þín. Þú hlærð og vinkar. Bíddu, hvað gerist nú? Hún stöðvar, setur hönd upp að vörum sínum. Merki um að þú eigir að þegja og hlusta. Þú finnur spennuna í loftinu magnast og það er ekki aðeins rómantíska spennan sem þú hefur í garð hinnar glæsilegu, hávöxnu og þokkafullu Ingunnar Láru. Þú færð það á tilfinninguna að einhver sé að fylgjast með ykkur. Í sömu andrá sérðu karlmann með Groucho Marx yfirvaraskegg og gervinef sem gægist yfir Fréttablaðið. En bíddu... fór ekki Fréttablaðið á hausinn? „ÞAU FUNDU OKKUR!” öskrar Ingunn og kastar sér á þig. „Niður á gólfið, við þurfum að skríða út.” Þú finnur ilminn af fagurmótuðum líkama hennar og yfir þig hellist sambland tilfinninga sem þú hefur ekki upplifað áður. Spenna! Ótti! Hrifning! Byssukúlum rignir yfir staðinn og þið skríðið út. „Týpiskt miðvikudagskvöld,” segir Ingunn og blikkar þig. Þú bráðnar. Hún dregur fram rýting úr sokkabandinu sínu. Groucho Marx hleypur út og Ingunn snýr þér við og notar þig sem mannlegan skjöld! Blekking! Svik! „Hvernig gastu?” spyrð þú í örvæntingartón. Marx með byssuna. Ingunn með rýtinginn. „Týpískt miðvikudagskvöld,” segir þú og andvarpar. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ekki sem ég man eftir. Ég rýndi mikið í texta frá unga aldri. En stundum skrifaði ég upp texta eftir Avril Lavigne, svona eins og ljóð í stílabók, og þóttist hafa samið falleg ljóð á ensku. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er búin að spila tölvuleiki meira frekar en að horfa á þætti. Office eru svona go-to-þættirnir. Hvaða bók lastu síðast? Ég er mikið að hlusta á hljóðbækur og labba mikið og hlusta. Núna er ég að hlusta á Iron Flame eftir Rebeccu Yarros og er nýbúin með allar bækurnar í A court of thorns and roses seríunni. Ég er líka nýbúin með Gallant eftir V. E. Schwab. Svo er ein hryllingsbók sem ég var að klára en byrjaði eiginlega bara aftur að hlusta á., mæli með, hún heitir Stolen Tongues eftir Felix Blackwell. Hvað er Ást? Eins og skáldið Siggi Páls sagði: Allt verður okkur að ást. Í þessu stælta sólskini.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Flugfreyjan Anna Guðný Ingvarsdóttir lýsir sjálfri sér sem fiðrildi, stemmningskonu með stórt hjarta sem elskar ferðalög, tísku og allt sem viðkemur húðumhirðu og förðun. 27. nóvember 2023 20:01 „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk. 14. nóvember 2023 20:01 Glæsilegustu einhleypu konur landsins Íslenskar konur þykja þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum íslenskum konum. 30. október 2023 09:14 Einhleypan: „Mjög mikill sökker fyrir vondu raunveruleikasjónvarpi“ Tónlistarmaðurinn og förðunarfræðingurinn Úlfar Viktor Björnsson er forvitinn Grafarvogsbúi sem segist elska tónlist, tísku og trönuber. 16. október 2023 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Flugfreyjan Anna Guðný Ingvarsdóttir lýsir sjálfri sér sem fiðrildi, stemmningskonu með stórt hjarta sem elskar ferðalög, tísku og allt sem viðkemur húðumhirðu og förðun. 27. nóvember 2023 20:01
„Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk. 14. nóvember 2023 20:01
Glæsilegustu einhleypu konur landsins Íslenskar konur þykja þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum íslenskum konum. 30. október 2023 09:14
Einhleypan: „Mjög mikill sökker fyrir vondu raunveruleikasjónvarpi“ Tónlistarmaðurinn og förðunarfræðingurinn Úlfar Viktor Björnsson er forvitinn Grafarvogsbúi sem segist elska tónlist, tísku og trönuber. 16. október 2023 20:00