Neyðarleg staða ef Ísland vinnur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 11:30 Íslenska landsliðið vann Wales 1-0 í haust með glæsilegu skallamarki Glódísar Perlu Viggósdóttur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það er mikið undir hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í kvöld þegar það mætir Wales í hálfgerðum úrslitaleik um að forðast fall niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Leikdagur! Ísland mætir Wales í dag í Þjóðadeild UEFA. Cardiff City Stadium kl. 19:15. Bein útsending á RÚV. Gameday! We play Wales today in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/x8aUnl6dqd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2023 Liðin eiga ekki lengur von um að ná hinum tveimur liðunum í riðlinum, Danmörku eða Þýskalandi, sem einnig mætast í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sætið. Í lokaumferð riðilsins næsta þriðjudag sækir Ísland lið Danmerkur heim en Þýskaland mætir Wales. Neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild en næstneðsta liðið getur enn haldið sér uppi með sigri í umspili í lok febrúar, gegn liði úr B-deild, og yrði þá í A-deildinni í undankeppni EM á næsta ári. Staðan í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar þegar tvær umferðir eru eftir. Innbyrðis úrslit ráða ef lið verða jöfn að stigum. Vantar völl ef til umspils kæmi Ísland stendur ágætlega að vígi í baráttunni við Wales, eftir 1-0 sigur á Laugardalsvelli í haust, en ef að Wales vinnur tveggja marka sigur í kvöld dregst Ísland niður í neðsta sæti. Sigur Íslands eða jafntefli tryggir Íslandi hins vegar 3. sætið og þar með sæti í umspilinu. Umspilið fer fram 21. og 28. febrúar, og ef að Ísland fer í það er ljóst að stelpurnar okkar ættu seinni leikinn á heimavelli, 28. febrúar. Það sem er hins vegar ekki ljóst er hvar sá leikur myndi fara fram í ljósi þess aðstöðuleysis sem íslensk knattspyrnulandslið búa við. Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur á þessum tíma árs og KSÍ hefur leitað að velli erlendis til að bregðast við þessari neyðarlegu stöðu. Það er fyrsti kostur að spila erlendis, segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Mögulega væri þó hægt að fá undanþágu frá UEFA til að spila á gervigrasvelli hér á landi en það þyrfti þá að vera snemma dags vegna þess að flóðlýsing stenst ekki kröfur. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust. Þau lið sem núna sitja í 2. sæti riðlanna í B-deild, og gætu mögulega dregist gegn Íslandi í umspilinu, eru Ungverjaland, Slóvakía, Serbía og Tékkland. Það skýrist þó betur að lokinni keppni í Þjóðadeildinni næsta þriðjudag. Dýrmætt að halda sér í A-deild Undankeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, verður svo spiluð á næsta ári, með Þjóðadeildarfyrirkomulagi. Aðeins lið úr A-deild munu geta komist beint á EM, þau átta sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fjögurra. Hin átta liðin í A-deildinni fara í tveggja hluta umspil, fyrst við lið úr C-deild og svo við lið úr B-deild. Lið úr B-deild geta í besta falli komist í umspil og myndu þá mæta fyrst öðru liði úr B-deild og svo að öllum líkindum liði úr A-deild. Með því að forðast tap í kvöld, og vinna umspilið í febrúar, myndi Ísland því auðvelda sér mjög leiðina á næsta stórmót. Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira
Leikdagur! Ísland mætir Wales í dag í Þjóðadeild UEFA. Cardiff City Stadium kl. 19:15. Bein útsending á RÚV. Gameday! We play Wales today in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/x8aUnl6dqd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2023 Liðin eiga ekki lengur von um að ná hinum tveimur liðunum í riðlinum, Danmörku eða Þýskalandi, sem einnig mætast í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sætið. Í lokaumferð riðilsins næsta þriðjudag sækir Ísland lið Danmerkur heim en Þýskaland mætir Wales. Neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild en næstneðsta liðið getur enn haldið sér uppi með sigri í umspili í lok febrúar, gegn liði úr B-deild, og yrði þá í A-deildinni í undankeppni EM á næsta ári. Staðan í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar þegar tvær umferðir eru eftir. Innbyrðis úrslit ráða ef lið verða jöfn að stigum. Vantar völl ef til umspils kæmi Ísland stendur ágætlega að vígi í baráttunni við Wales, eftir 1-0 sigur á Laugardalsvelli í haust, en ef að Wales vinnur tveggja marka sigur í kvöld dregst Ísland niður í neðsta sæti. Sigur Íslands eða jafntefli tryggir Íslandi hins vegar 3. sætið og þar með sæti í umspilinu. Umspilið fer fram 21. og 28. febrúar, og ef að Ísland fer í það er ljóst að stelpurnar okkar ættu seinni leikinn á heimavelli, 28. febrúar. Það sem er hins vegar ekki ljóst er hvar sá leikur myndi fara fram í ljósi þess aðstöðuleysis sem íslensk knattspyrnulandslið búa við. Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur á þessum tíma árs og KSÍ hefur leitað að velli erlendis til að bregðast við þessari neyðarlegu stöðu. Það er fyrsti kostur að spila erlendis, segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Mögulega væri þó hægt að fá undanþágu frá UEFA til að spila á gervigrasvelli hér á landi en það þyrfti þá að vera snemma dags vegna þess að flóðlýsing stenst ekki kröfur. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust. Þau lið sem núna sitja í 2. sæti riðlanna í B-deild, og gætu mögulega dregist gegn Íslandi í umspilinu, eru Ungverjaland, Slóvakía, Serbía og Tékkland. Það skýrist þó betur að lokinni keppni í Þjóðadeildinni næsta þriðjudag. Dýrmætt að halda sér í A-deild Undankeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, verður svo spiluð á næsta ári, með Þjóðadeildarfyrirkomulagi. Aðeins lið úr A-deild munu geta komist beint á EM, þau átta sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fjögurra. Hin átta liðin í A-deildinni fara í tveggja hluta umspil, fyrst við lið úr C-deild og svo við lið úr B-deild. Lið úr B-deild geta í besta falli komist í umspil og myndu þá mæta fyrst öðru liði úr B-deild og svo að öllum líkindum liði úr A-deild. Með því að forðast tap í kvöld, og vinna umspilið í febrúar, myndi Ísland því auðvelda sér mjög leiðina á næsta stórmót. Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira