Neyðarleg staða ef Ísland vinnur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 11:30 Íslenska landsliðið vann Wales 1-0 í haust með glæsilegu skallamarki Glódísar Perlu Viggósdóttur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það er mikið undir hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í kvöld þegar það mætir Wales í hálfgerðum úrslitaleik um að forðast fall niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Leikdagur! Ísland mætir Wales í dag í Þjóðadeild UEFA. Cardiff City Stadium kl. 19:15. Bein útsending á RÚV. Gameday! We play Wales today in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/x8aUnl6dqd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2023 Liðin eiga ekki lengur von um að ná hinum tveimur liðunum í riðlinum, Danmörku eða Þýskalandi, sem einnig mætast í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sætið. Í lokaumferð riðilsins næsta þriðjudag sækir Ísland lið Danmerkur heim en Þýskaland mætir Wales. Neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild en næstneðsta liðið getur enn haldið sér uppi með sigri í umspili í lok febrúar, gegn liði úr B-deild, og yrði þá í A-deildinni í undankeppni EM á næsta ári. Staðan í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar þegar tvær umferðir eru eftir. Innbyrðis úrslit ráða ef lið verða jöfn að stigum. Vantar völl ef til umspils kæmi Ísland stendur ágætlega að vígi í baráttunni við Wales, eftir 1-0 sigur á Laugardalsvelli í haust, en ef að Wales vinnur tveggja marka sigur í kvöld dregst Ísland niður í neðsta sæti. Sigur Íslands eða jafntefli tryggir Íslandi hins vegar 3. sætið og þar með sæti í umspilinu. Umspilið fer fram 21. og 28. febrúar, og ef að Ísland fer í það er ljóst að stelpurnar okkar ættu seinni leikinn á heimavelli, 28. febrúar. Það sem er hins vegar ekki ljóst er hvar sá leikur myndi fara fram í ljósi þess aðstöðuleysis sem íslensk knattspyrnulandslið búa við. Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur á þessum tíma árs og KSÍ hefur leitað að velli erlendis til að bregðast við þessari neyðarlegu stöðu. Það er fyrsti kostur að spila erlendis, segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Mögulega væri þó hægt að fá undanþágu frá UEFA til að spila á gervigrasvelli hér á landi en það þyrfti þá að vera snemma dags vegna þess að flóðlýsing stenst ekki kröfur. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust. Þau lið sem núna sitja í 2. sæti riðlanna í B-deild, og gætu mögulega dregist gegn Íslandi í umspilinu, eru Ungverjaland, Slóvakía, Serbía og Tékkland. Það skýrist þó betur að lokinni keppni í Þjóðadeildinni næsta þriðjudag. Dýrmætt að halda sér í A-deild Undankeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, verður svo spiluð á næsta ári, með Þjóðadeildarfyrirkomulagi. Aðeins lið úr A-deild munu geta komist beint á EM, þau átta sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fjögurra. Hin átta liðin í A-deildinni fara í tveggja hluta umspil, fyrst við lið úr C-deild og svo við lið úr B-deild. Lið úr B-deild geta í besta falli komist í umspil og myndu þá mæta fyrst öðru liði úr B-deild og svo að öllum líkindum liði úr A-deild. Með því að forðast tap í kvöld, og vinna umspilið í febrúar, myndi Ísland því auðvelda sér mjög leiðina á næsta stórmót. Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Sjá meira
Leikdagur! Ísland mætir Wales í dag í Þjóðadeild UEFA. Cardiff City Stadium kl. 19:15. Bein útsending á RÚV. Gameday! We play Wales today in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/x8aUnl6dqd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2023 Liðin eiga ekki lengur von um að ná hinum tveimur liðunum í riðlinum, Danmörku eða Þýskalandi, sem einnig mætast í kvöld í hálfgerðum úrslitaleik um efsta sætið. Í lokaumferð riðilsins næsta þriðjudag sækir Ísland lið Danmerkur heim en Þýskaland mætir Wales. Neðsta liðið í riðlinum fellur niður í B-deild en næstneðsta liðið getur enn haldið sér uppi með sigri í umspili í lok febrúar, gegn liði úr B-deild, og yrði þá í A-deildinni í undankeppni EM á næsta ári. Staðan í riðli Íslands í A-deild Þjóðadeildar þegar tvær umferðir eru eftir. Innbyrðis úrslit ráða ef lið verða jöfn að stigum. Vantar völl ef til umspils kæmi Ísland stendur ágætlega að vígi í baráttunni við Wales, eftir 1-0 sigur á Laugardalsvelli í haust, en ef að Wales vinnur tveggja marka sigur í kvöld dregst Ísland niður í neðsta sæti. Sigur Íslands eða jafntefli tryggir Íslandi hins vegar 3. sætið og þar með sæti í umspilinu. Umspilið fer fram 21. og 28. febrúar, og ef að Ísland fer í það er ljóst að stelpurnar okkar ættu seinni leikinn á heimavelli, 28. febrúar. Það sem er hins vegar ekki ljóst er hvar sá leikur myndi fara fram í ljósi þess aðstöðuleysis sem íslensk knattspyrnulandslið búa við. Laugardalsvöllur er ekki leikhæfur á þessum tíma árs og KSÍ hefur leitað að velli erlendis til að bregðast við þessari neyðarlegu stöðu. Það er fyrsti kostur að spila erlendis, segir Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ. Mögulega væri þó hægt að fá undanþágu frá UEFA til að spila á gervigrasvelli hér á landi en það þyrfti þá að vera snemma dags vegna þess að flóðlýsing stenst ekki kröfur. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur langi alls ekki að gera það,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi í haust. Þau lið sem núna sitja í 2. sæti riðlanna í B-deild, og gætu mögulega dregist gegn Íslandi í umspilinu, eru Ungverjaland, Slóvakía, Serbía og Tékkland. Það skýrist þó betur að lokinni keppni í Þjóðadeildinni næsta þriðjudag. Dýrmætt að halda sér í A-deild Undankeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, verður svo spiluð á næsta ári, með Þjóðadeildarfyrirkomulagi. Aðeins lið úr A-deild munu geta komist beint á EM, þau átta sem enda í efstu tveimur sætum riðlanna fjögurra. Hin átta liðin í A-deildinni fara í tveggja hluta umspil, fyrst við lið úr C-deild og svo við lið úr B-deild. Lið úr B-deild geta í besta falli komist í umspil og myndu þá mæta fyrst öðru liði úr B-deild og svo að öllum líkindum liði úr A-deild. Með því að forðast tap í kvöld, og vinna umspilið í febrúar, myndi Ísland því auðvelda sér mjög leiðina á næsta stórmót. Leikur Wales og Íslands hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Sjá meira