Versta staða íslenska landsliðsins á FIFA listanum í meira en áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 10:31 Íslenska liðið fær vonandi hjálp frá Gylfa Þór Sigurðssyni til að hjálpa sér við að hækka sig á FIFA-listanum á nýju ári. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hrundi niður um fjögur sæti á styrkleika Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var opinberaður í gær. Íslenska liðið situr í 71. sæti á nýjasta FIFA-listanum og hefur ekki verið neðar á listanum í tíu ár. Þjóðirnar sem hoppuðu upp fyrir Ísland voru Svartfjallaland, Úsbekistan, Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Íslenska landsliðið hafði aldrei farið neðar en 67. sæti á undanförnum áratug. Liðið hóf þetta ár í 63. sæti og er því átta sætum neðar núna. Þetta er versta staða karlalandsliðsins á listanum síðan í júlí 2013. Þá var íslenska liðið í 73. sæti. Lars Lagerbäck hafði þá farið með íslensku strákana úr 130. sæti niður í það 61. á rúmu ári en á listanum í júlímánuði datt íslenska liðið aftur niður um tólf sæti. The latest #FIFARanking is here! Tap the table to read more.— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 30, 2023 Eftir það var aftur á móti leiðin upp á við. Íslenska liðið var komið upp í 54. sæti á listanum í september þetta sama ár, 2013, og var í 46. sætinu í október. Hæst komst íslenska liðið síðan í 18. sæti í marsmánuði 2018 en á árunum 2016 til 2018 var íslenska landsliðið meðal þeirra þrjátíu bestu í heimi samkvæmt mælikvarða Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undanfarin ár hefur íslenska liðið síðan fallið hratt niður listann og nú er vonandi botninum náð. Fram undan eru umspilsleikir í mars, leikir sem geta komið íslenska liðinu á EM. Þar mæta íslensku strákarnir Ísrael í undanúrslitum en Ísraelsmenn fóru líka niður um fjögur sæti eins og Ísland. Ísrael er því áfram fjórum sætum neðar á FIFA-listanum eða í 75. sætinu. Argentína og Frakkland halda efstu tveimur sætum listans en England og Belgía fara upp fyrir Brasilíu. Samkvæmt listanum eiga Englendingar nú þriðja besta karlalandslið heims og fjórða besta kvennalandsliðið. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Íslenska liðið situr í 71. sæti á nýjasta FIFA-listanum og hefur ekki verið neðar á listanum í tíu ár. Þjóðirnar sem hoppuðu upp fyrir Ísland voru Svartfjallaland, Úsbekistan, Írak og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Íslenska landsliðið hafði aldrei farið neðar en 67. sæti á undanförnum áratug. Liðið hóf þetta ár í 63. sæti og er því átta sætum neðar núna. Þetta er versta staða karlalandsliðsins á listanum síðan í júlí 2013. Þá var íslenska liðið í 73. sæti. Lars Lagerbäck hafði þá farið með íslensku strákana úr 130. sæti niður í það 61. á rúmu ári en á listanum í júlímánuði datt íslenska liðið aftur niður um tólf sæti. The latest #FIFARanking is here! Tap the table to read more.— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 30, 2023 Eftir það var aftur á móti leiðin upp á við. Íslenska liðið var komið upp í 54. sæti á listanum í september þetta sama ár, 2013, og var í 46. sætinu í október. Hæst komst íslenska liðið síðan í 18. sæti í marsmánuði 2018 en á árunum 2016 til 2018 var íslenska landsliðið meðal þeirra þrjátíu bestu í heimi samkvæmt mælikvarða Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undanfarin ár hefur íslenska liðið síðan fallið hratt niður listann og nú er vonandi botninum náð. Fram undan eru umspilsleikir í mars, leikir sem geta komið íslenska liðinu á EM. Þar mæta íslensku strákarnir Ísrael í undanúrslitum en Ísraelsmenn fóru líka niður um fjögur sæti eins og Ísland. Ísrael er því áfram fjórum sætum neðar á FIFA-listanum eða í 75. sætinu. Argentína og Frakkland halda efstu tveimur sætum listans en England og Belgía fara upp fyrir Brasilíu. Samkvæmt listanum eiga Englendingar nú þriðja besta karlalandslið heims og fjórða besta kvennalandsliðið.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira