Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo Aron Guðmundsson skrifar 1. desember 2023 08:01 Cristiano Ronaldo, leikmaður portúgalska landsliðsins og Al-Nassr Vísir/Getty Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo stendur frammi fyrir hópmálsókn á hendur sér í Bandaríkjunum í tengslum við samstarf sitt við Binance, einn stærsta rafmyntarmarkað í heimi. Krefjast stefnendur þess að Ronaldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Bandaríkjadala í skaðabætur. Starfshættir Binance eru nú til skoðunar og er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa greitt götu glæpa- og hryðjuverkasamtaka í því að flytja fjármuni á milli heimshluta. Það var í nóvember árið 2022 sem Binance svipti hulunni af samstarfi sínu við Ronaldo í gegnum fyrsta NFT (non-fungible token) „CR7“ safnið. Fjárfestingarmöguleiki sem Ronaldo sagði sjálfur að myndi umbuna stuðningsmönnum hans fyrir allan þann stuðning sem þeir höfðu sýnt honum í gegnum árin. CR7 vörumerkið, sem er byggt í kringum ímynd Portúgalans, á stóran þátt í því að hann er einn auðugasti íþróttamaður heims. Ódýrustu eignirnar í CR7 safninu voru verðmetnar á 77 Bandaríkjadali í nóvember árið 2022. Nú ári seinna eru sömu eignir verðmetnar á einn Bandaríkjadal. Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu. Grunsamlegt athæfi tilkynnt til alríkisyfirvalda Hneykslismál hafa skollið á Binance, undanfarnar vikur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hjálpa viðskiptavinum sínum að hjá refsiaðgerðum víðs vegar um heiminn og auðvelda glæpahópum og hryðjuverkasamtökum að færa fjármuni milli heimshluta. Í síðustu viku sagði svo framkvæmdastjóri Binance, Changpeng Zhao, af sér í skugga ásakana um peningaþvætti. Ásakanir sem nú hefur verið sýnt fram á að voru á rökum reistar og hefur Changpeng játað sök í málinu. Hann bíður nú næstu skrefa í sínu máli og á í millitíðinni ekki yfirgefa Bandaríkin. Þar að auki hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gert Binance að greiða um 4,3 milljarða Bandaríkjadala í sekt og um leið tilkynnt grunsamlega starfshætti fyrirtækisins til alríkisyfirvalda. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Ronaldo hafi afvegaleitt þau Þau sem standa fyrir hópmálsókninni á hendur Ronaldo segja hann hafa afvegaleitt þau með sínum eindregna stuðningi við Binance og orðið til þess að þau fjárfestu í eignum sem hefðu aldrei skilað þeim öðru en tapi á endanum. Í málsókninni, sem The Athletic hefur undir höndunum, er því haldið fram að grunnmarkmiðið að baki samstarfi Ronaldo við Binance hafi verið að hjálpa fyrirtækinu að sanka að sér fleiri fjárfestum og bæta ímynd sína á Bandaríkjamarkaði. Ronaldo í leik með Portúgal. Stefnendurnir halda því fram að Ronaldo beri ábyrgð á því að þeir hafi tapað miklum fjármunum á því að festa kaup á eignum í CR7 safninu. Sú staðreynd, að Ronaldo hafi verið að kynna NFT-safn sitt í samvinnu við Binance, hafi afvegaleitt þá og talið þeim trú um að það væri óhætt að fjárfesta í öðrum NFT eignum í gengum Binance. Ronaldo hafi vitað, eða hefði átt að vita, að með eindregnum stuðningi sínum við Binance, án þess að gefa upp hversu mikið hann fékk greitt fyrir samstarf sitt við fyrirtækið, hafi hann stundað „ósanngjörn og villandi vinnubrögð“. Er Ronaldo sakaður um „viðvarandi og árásargjarna“ kynningar- og auglýsingaherferð sem hafi tekist „ótrúlega upp“ við að sanka að nýjum viðskiptavinum fyrir Binance en í kjölfar tilkynningar um samstarf Ronaldo við Binance jókst leit á nafni fyrirtækisins í leitarvélum um 500% og seldust stærstu eignir CR7 safnsins á innan við viku. Nú þegar hópmálsóknin hefur litið dagsins ljós mun Ronaldo eiga færi á því að bregðast við henni. Næstu skref munu síðan ráðast í kjölfarið. Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Starfshættir Binance eru nú til skoðunar og er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa greitt götu glæpa- og hryðjuverkasamtaka í því að flytja fjármuni á milli heimshluta. Það var í nóvember árið 2022 sem Binance svipti hulunni af samstarfi sínu við Ronaldo í gegnum fyrsta NFT (non-fungible token) „CR7“ safnið. Fjárfestingarmöguleiki sem Ronaldo sagði sjálfur að myndi umbuna stuðningsmönnum hans fyrir allan þann stuðning sem þeir höfðu sýnt honum í gegnum árin. CR7 vörumerkið, sem er byggt í kringum ímynd Portúgalans, á stóran þátt í því að hann er einn auðugasti íþróttamaður heims. Ódýrustu eignirnar í CR7 safninu voru verðmetnar á 77 Bandaríkjadali í nóvember árið 2022. Nú ári seinna eru sömu eignir verðmetnar á einn Bandaríkjadal. Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu. Grunsamlegt athæfi tilkynnt til alríkisyfirvalda Hneykslismál hafa skollið á Binance, undanfarnar vikur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hjálpa viðskiptavinum sínum að hjá refsiaðgerðum víðs vegar um heiminn og auðvelda glæpahópum og hryðjuverkasamtökum að færa fjármuni milli heimshluta. Í síðustu viku sagði svo framkvæmdastjóri Binance, Changpeng Zhao, af sér í skugga ásakana um peningaþvætti. Ásakanir sem nú hefur verið sýnt fram á að voru á rökum reistar og hefur Changpeng játað sök í málinu. Hann bíður nú næstu skrefa í sínu máli og á í millitíðinni ekki yfirgefa Bandaríkin. Þar að auki hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gert Binance að greiða um 4,3 milljarða Bandaríkjadala í sekt og um leið tilkynnt grunsamlega starfshætti fyrirtækisins til alríkisyfirvalda. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Ronaldo hafi afvegaleitt þau Þau sem standa fyrir hópmálsókninni á hendur Ronaldo segja hann hafa afvegaleitt þau með sínum eindregna stuðningi við Binance og orðið til þess að þau fjárfestu í eignum sem hefðu aldrei skilað þeim öðru en tapi á endanum. Í málsókninni, sem The Athletic hefur undir höndunum, er því haldið fram að grunnmarkmiðið að baki samstarfi Ronaldo við Binance hafi verið að hjálpa fyrirtækinu að sanka að sér fleiri fjárfestum og bæta ímynd sína á Bandaríkjamarkaði. Ronaldo í leik með Portúgal. Stefnendurnir halda því fram að Ronaldo beri ábyrgð á því að þeir hafi tapað miklum fjármunum á því að festa kaup á eignum í CR7 safninu. Sú staðreynd, að Ronaldo hafi verið að kynna NFT-safn sitt í samvinnu við Binance, hafi afvegaleitt þá og talið þeim trú um að það væri óhætt að fjárfesta í öðrum NFT eignum í gengum Binance. Ronaldo hafi vitað, eða hefði átt að vita, að með eindregnum stuðningi sínum við Binance, án þess að gefa upp hversu mikið hann fékk greitt fyrir samstarf sitt við fyrirtækið, hafi hann stundað „ósanngjörn og villandi vinnubrögð“. Er Ronaldo sakaður um „viðvarandi og árásargjarna“ kynningar- og auglýsingaherferð sem hafi tekist „ótrúlega upp“ við að sanka að nýjum viðskiptavinum fyrir Binance en í kjölfar tilkynningar um samstarf Ronaldo við Binance jókst leit á nafni fyrirtækisins í leitarvélum um 500% og seldust stærstu eignir CR7 safnsins á innan við viku. Nú þegar hópmálsóknin hefur litið dagsins ljós mun Ronaldo eiga færi á því að bregðast við henni. Næstu skref munu síðan ráðast í kjölfarið.
Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu.
Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti