Finnst Arsenal líklegri en í fyrra en segir enn einn stóran póst vanta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2023 14:45 Gabriel Martinelli, Gabriel Jesus og félagar í Arsenal völtuðu yfir Lens á Emirates í gær. getty/Alex Pantling Aroni Jóhannssyni finnst Arsenal líklegri til að vinna titil á þessu tímabili en því síðasta. Arsenal sýndi Lens enga miskunn þegar Frakkarnir komu í heimsókn í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Skytturnar unnu 6-0 sigur og tryggðu sér þar með sigur í B-riðlinum. Í Meistaradeildarmörkunum spurðir Kjartan Atli Kjartansson Aron og Ólaf Kristjánsson hvort Arsenal væri líklegra til að vinna titil í ár en í fyrra. „Já, ég held það. Mér finnst þeir vera búnir að taka skref áfram,“ sagði Aron. Hann segir samt að Arsenal vanti enn topp framherja. „Eins og oft er búið að tala um vantar einn stóran póst í þetta lið. Ég er sammála mörgum öðrum, mér finnst vanta alvöru níu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Arsenal Aron segir að Arsenal muni fá erfiðari verkefni upp í hendurnar á tímabilinu en það sem Lens lagði fyrir Skytturnar í gær. „Þetta minnti mig smá á þegar maður er að spila ellefu á móti ellefu á æfingu, A og á móti B, og B-liðið má ekki pressa hundrað prósent. Þeir leyfðu þeim að gera hlutina, allavega eftir að þeir komust í 2-0,“ sagði Aron. „Þegar þú gefur þessum mönnum með alla þessa hæfileika svona mikinn tíma og frjálsræði til að leika sér fær maður að sjá svona úrslit. En ég held að þeir þurfi að bæta við sig 1-2 topp klassa leikmönnum ef þeir ætla að komast á sama stall og Manchester City og Real Madrid.“ Umræðuna um Arsenal má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Arsenal sýndi Lens enga miskunn þegar Frakkarnir komu í heimsókn í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Skytturnar unnu 6-0 sigur og tryggðu sér þar með sigur í B-riðlinum. Í Meistaradeildarmörkunum spurðir Kjartan Atli Kjartansson Aron og Ólaf Kristjánsson hvort Arsenal væri líklegra til að vinna titil í ár en í fyrra. „Já, ég held það. Mér finnst þeir vera búnir að taka skref áfram,“ sagði Aron. Hann segir samt að Arsenal vanti enn topp framherja. „Eins og oft er búið að tala um vantar einn stóran póst í þetta lið. Ég er sammála mörgum öðrum, mér finnst vanta alvöru níu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Arsenal Aron segir að Arsenal muni fá erfiðari verkefni upp í hendurnar á tímabilinu en það sem Lens lagði fyrir Skytturnar í gær. „Þetta minnti mig smá á þegar maður er að spila ellefu á móti ellefu á æfingu, A og á móti B, og B-liðið má ekki pressa hundrað prósent. Þeir leyfðu þeim að gera hlutina, allavega eftir að þeir komust í 2-0,“ sagði Aron. „Þegar þú gefur þessum mönnum með alla þessa hæfileika svona mikinn tíma og frjálsræði til að leika sér fær maður að sjá svona úrslit. En ég held að þeir þurfi að bæta við sig 1-2 topp klassa leikmönnum ef þeir ætla að komast á sama stall og Manchester City og Real Madrid.“ Umræðuna um Arsenal má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00